Íslenski boltinn

Stjarnan sækir mark­vörð í 3. deildina

Sindri Sverrisson skrifar
Darri Bergmann Gylfason er mættur í Garðabæinn.
Darri Bergmann Gylfason er mættur í Garðabæinn. Stjarnan

Hinn 24 ára gamli markvörður Darri Bergmann Gylfason er genginn í raðir Stjörnunnar. Hann gæti því farið frá því að spila í 3. deild síðustu ár í að spila í Evrópukeppni næsta sumar.

Darri kemur til með að veita Árna Snæ Ólafssyni samkeppni á næstu leiktíð. Árni hefur verið aðalmarkvörður Stjörnunnar síðustu þrjú tímabil og framlengdi samning sinn um eitt ár á dögunum.

Aron Dagur Birnuson var Árna til fulltingis á síðustu leiktíð en hefur verið lánaður til Lengjudeildarliðs Þróttar.

Darri er eins og fyrr segir 24 ára og hefur spilað með Augnabliki í 3. deildinni síðustu fjögur tímabil. Þar lék hann í sumar undir stjórn Hrannars Boga Jónssonar sem nú er orðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Darri skrifaði undir samning til þriggja ára við Stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×