Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 25-21 | Valsmenn komnir á blað Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 22. september 2016 21:30 Valur vann sinn fyrsta leik í Olís-deild karla á tímabilinu þegar Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 25-21, Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valsmenn náðu aðeins að slíta sig frá Haukum undir lok hans og fóru með þriggja marka forystu, 14-11, til búningsherbergja. Heimamenn hófu svo seinni hálfleikinn af fítonskrafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sjö marka forystu, 18-11. Það bil reyndist of breitt fyrir Íslandsmeistarana sem voru ólíkir sjálfum sér í kvöld. Haukar fóru skelfilega illa með færin sín í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu þeir í mestu vandræðum með að finna lausnir á sterkum varnarleik Vals. Alltof margir leikmenn Hauka spiluðu undir pari og sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Á meðan voru Valsmenn afar skynsamir í sínum sóknarleik og fóru sér að engu óðslega. Tapaðir boltar voru full margir í fyrri hálfleik en þeim fækkaði í þeim seinni. Króatíska skyttan Josip Juric lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og stóð sig vel. Hann skoraði fimm mörk og var ógnandi. Anton Rúnarsson átti sömuleiðis góðan leik sem og Ýmir Örn Gíslason sem leysti stöðu hægri skyttu virkilega vel. Anton var markahæstur í liði Vals með sex mörk en Juric og Vignir Stefánsson komu næstir með fimm mörk hvor. Hjá Haukum var Adam Haukur Baumruk atkvæðamestur með sex mörk og Guðmundur Árni Ólafsson, sem sá boltann varla í seinni hálfleik, kom næstur með fjögur mörk. Markverðir liðanna áttu báðir góðan leik. Hlynur Morthens varði 13 skot í marki Vals, mörg hver á mikilvægum augnablikum, á meðan Giedrius Morkunas tók 21 skot í Haukamarkinu. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar sem langt undir væntingum, sérstaklega hjá Haukum sem eru búnir að tapa jafn mörgum leikjum og þeir gerðu allt tímabilið í Olís-deildinni í fyrra.Guðlaugur: Spiluðum vel í 60 mínútur Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við spiluðum vel í 60 mínútur og það var enginn vondur kafli í leiknum. Vörn, markvarsla og heilsteyptur sóknarleikur skóp þetta,“ sagði Guðlaugur eftir leik. „Við áttum góðan leik og vorum í raun betri á öllum sviðum.“ Varnarleikur Vals var mjög öflugur, þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Haukar áttu í mestu vandræðum með að skapa sér færi. „Ég er ánægður með hvernig við stigum upp í vörninni. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt á tímabilinu og ég er ánægður með framfarirnar þar,“ sagði Guðlaugur. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á tímabilinu en þeir fóru hægt af stað og töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum. En eru Valsmenn loksins komnir í gang? „Ég myndi segja það,“ sagði Guðlaugur ákveðinn að lokum.Gunnar: Byrjunin á tímabilinu vonbrigði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði slakan sóknarleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Val í kvöld. „Sóknin var ekki nógu beitt. Við vorum óvenju staðir og hægir þar og það vantaði flæði og hraða. Svo þurfum við að gefa Bubba [Hlyni Morthens, markverði Vals] kredit, hann tók mörg dauðafæri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Gunnar. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, og skoruðu svo fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik. „Við vorum lengi í gang og brotnuðum kannski aðeins. Ég held við höfum farið með 8-9 dauðafæri í fyrri hálfleik sem var erfitt. En við komum til baka eftir mótlætið í byrjun seinni hálfleiks og fengum tækifæri til að komast inn í leikinn,“ sagði Gunnar. En hvað vantaði upp á svo Haukar næðu að jafna metin undir lok leiksins? „Betri nýtingu og betri sóknarleik. Við erum ánægðir með vörnina. Það er erfitt að eiga við þá því þeir fá að spila mjög lengi,“ sagði Gunnar sem er ósáttur með uppskeruna til þessa á tímabilinu en Haukar eru aðeins með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. „Þetta eru vonbrigði. Ég er ekki ánægður með þetta og við þurfum að vinna vel í okkar málum og leggja mikið á okkur,“ sagði Gunnar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Valur vann sinn fyrsta leik í Olís-deild karla á tímabilinu þegar Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 25-21, Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valsmenn náðu aðeins að slíta sig frá Haukum undir lok hans og fóru með þriggja marka forystu, 14-11, til búningsherbergja. Heimamenn hófu svo seinni hálfleikinn af fítonskrafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sjö marka forystu, 18-11. Það bil reyndist of breitt fyrir Íslandsmeistarana sem voru ólíkir sjálfum sér í kvöld. Haukar fóru skelfilega illa með færin sín í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu þeir í mestu vandræðum með að finna lausnir á sterkum varnarleik Vals. Alltof margir leikmenn Hauka spiluðu undir pari og sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Á meðan voru Valsmenn afar skynsamir í sínum sóknarleik og fóru sér að engu óðslega. Tapaðir boltar voru full margir í fyrri hálfleik en þeim fækkaði í þeim seinni. Króatíska skyttan Josip Juric lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og stóð sig vel. Hann skoraði fimm mörk og var ógnandi. Anton Rúnarsson átti sömuleiðis góðan leik sem og Ýmir Örn Gíslason sem leysti stöðu hægri skyttu virkilega vel. Anton var markahæstur í liði Vals með sex mörk en Juric og Vignir Stefánsson komu næstir með fimm mörk hvor. Hjá Haukum var Adam Haukur Baumruk atkvæðamestur með sex mörk og Guðmundur Árni Ólafsson, sem sá boltann varla í seinni hálfleik, kom næstur með fjögur mörk. Markverðir liðanna áttu báðir góðan leik. Hlynur Morthens varði 13 skot í marki Vals, mörg hver á mikilvægum augnablikum, á meðan Giedrius Morkunas tók 21 skot í Haukamarkinu. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar sem langt undir væntingum, sérstaklega hjá Haukum sem eru búnir að tapa jafn mörgum leikjum og þeir gerðu allt tímabilið í Olís-deildinni í fyrra.Guðlaugur: Spiluðum vel í 60 mínútur Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við spiluðum vel í 60 mínútur og það var enginn vondur kafli í leiknum. Vörn, markvarsla og heilsteyptur sóknarleikur skóp þetta,“ sagði Guðlaugur eftir leik. „Við áttum góðan leik og vorum í raun betri á öllum sviðum.“ Varnarleikur Vals var mjög öflugur, þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Haukar áttu í mestu vandræðum með að skapa sér færi. „Ég er ánægður með hvernig við stigum upp í vörninni. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt á tímabilinu og ég er ánægður með framfarirnar þar,“ sagði Guðlaugur. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á tímabilinu en þeir fóru hægt af stað og töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum. En eru Valsmenn loksins komnir í gang? „Ég myndi segja það,“ sagði Guðlaugur ákveðinn að lokum.Gunnar: Byrjunin á tímabilinu vonbrigði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði slakan sóknarleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Val í kvöld. „Sóknin var ekki nógu beitt. Við vorum óvenju staðir og hægir þar og það vantaði flæði og hraða. Svo þurfum við að gefa Bubba [Hlyni Morthens, markverði Vals] kredit, hann tók mörg dauðafæri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Gunnar. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, og skoruðu svo fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik. „Við vorum lengi í gang og brotnuðum kannski aðeins. Ég held við höfum farið með 8-9 dauðafæri í fyrri hálfleik sem var erfitt. En við komum til baka eftir mótlætið í byrjun seinni hálfleiks og fengum tækifæri til að komast inn í leikinn,“ sagði Gunnar. En hvað vantaði upp á svo Haukar næðu að jafna metin undir lok leiksins? „Betri nýtingu og betri sóknarleik. Við erum ánægðir með vörnina. Það er erfitt að eiga við þá því þeir fá að spila mjög lengi,“ sagði Gunnar sem er ósáttur með uppskeruna til þessa á tímabilinu en Haukar eru aðeins með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. „Þetta eru vonbrigði. Ég er ekki ánægður með þetta og við þurfum að vinna vel í okkar málum og leggja mikið á okkur,“ sagði Gunnar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn