Úkraína vann góðan sigur á Serbíu í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fór 2-0 og var spilaður á Metalist-vellinum í Úkraínu.
Yevhen Shakhov skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimamenn. Stórstjarnan Andriy Yarmolenko gerði síðan útum leikinn á 87. mínútu þegar hann skoraði annað mark Úkraínumanna.
Niðurstaðan því 2-0 sigur en Úkraínumenn eru með okkur Íslendingum í riðli í undankeppni HM og er liðið með 8 stig í honum, einu stigi meira en Ísland.
Úkraínumenn unnu góðan sigur á Serbum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn




Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti
