Úkraína vann góðan sigur á Serbíu í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fór 2-0 og var spilaður á Metalist-vellinum í Úkraínu.
Yevhen Shakhov skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimamenn. Stórstjarnan Andriy Yarmolenko gerði síðan útum leikinn á 87. mínútu þegar hann skoraði annað mark Úkraínumanna.
Niðurstaðan því 2-0 sigur en Úkraínumenn eru með okkur Íslendingum í riðli í undankeppni HM og er liðið með 8 stig í honum, einu stigi meira en Ísland.
Úkraínumenn unnu góðan sigur á Serbum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
