Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 67-72 | KR í úrslit þriðja árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 9. febrúar 2017 19:30 KR er komið í úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir nauman sigur á Val, 67-72, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalshöllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR, sem er ríkjandi bikarmeistari, mætir annað hvort Grindavík eða Þór Þ. í úrslitaleiknum á laugardaginn. Þetta er þriðja árið í röð sem KR kemst í úrslit bikarkeppninnar. Fyrstu deildarlið Vals var búið að slá þrjú lið úr Domino's deildinni úr leik í Maltbikarnum og Hlíðarendapiltar lögðu allt í leikinn í dag. Leikurinn var gríðarlega jafn og KR tókst aldrei að slíta Val af sér. Staðan í hálfleik var jöfn, 36-36, en Valsmenn leiddu með fjórum stigum eftir 3. leikhluta, 54-50. Í 4. leikhlutanum sýndu KR-ingar styrk sinn, skelltu í lás í vörninni og þvinguðu Valsmenn í marga tapaða bolta. Valur skoraði aðeins 13 stig í 4. leikhlutanum gegn 22 hjá KR. Lokatölur 67-72, KR í vil.Af hverju vann KR? KR-ingar búa yfir gríðarlega mikilli reynslu af leikjum sem þessum og sú þekking taldi svo sannarlega á lokametrunum. Valsmenn gerðu flest allt rétt lengst af leiks en um miðjan 4. leikhluta kom slæmur kafli þar sem liðinu var fyrirmunað að skora. KR-vörnin var sterk en Valsmenn voru líka sjálfum sér verstir og töpuðu níu boltum í 4. leikhluta, jafn mörgum og í hinum leikhlutunum til samans. Urald King minnkaði muninn í 62-64 en þristur frá Pavel Ermolinskij skömmu síðar reyndist örlagaríkur. Á lokasekúndunum neyddust Valsmenn til að brjóta og Jón Arnór Stefánsson kláraði vítin sín af öryggi og þar með leikinn.Bestu leikmenn vallarins: Philip Alawoya var með tröllatvennu í liði KR; 20 stig og 20 fráköst. Hann er mikil búbót fyrir lið KR og mun sterkari leikmaður en Cedrick Bowen. Jón Arnór hitti illa en var öryggið uppmálað á vítalínunni undir lokin. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti svo góða innkomu af bekknum og skoraði 12 stig. King var stigahæstur í liði Vals, og á vellinum, með 31 stig. Hann tók einnig 10 fráköst og stal sex boltum. Birgir Björn Pétursson átti sömuleiðis skínandi góðan leik; skoraði 12 stig, tók átta fráköst og hitti úr sex af átta skotum sínum.Tölfræðin sem vakti athygli: Skotnýting KR-inga var aðeins 35%, sem skrifast að stærstum hluta á góðan varnarleik Vals. KR-ingar eru með meiri breidd og það sýndi sig í leiknum. Vesturbæjarliðið fékk 19 stig af bekknum gegn aðeins fjórum hjá Val.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekkert sérstakur. Þau hittu bæði illa (39%-35%) og það komu langir kaflar þar sem þau áttu í vandræðum með að skora. Valssóknin hrökk í baklás á versta tíma en liðið skoraði ekki í tæpar sex mínútur í 4. leikhluta og tapaði boltanum alltof oft. Það reyndist afar dýrt þegar uppi var staðið.Ágúst segir mönnum til á hliðarlínunni.vísir/antonÁgúst: Lá við að mínir menn rötuðu ekki hingað „Fyrir leikinn hefði maður ekkert verið ósáttur með þessi úrslit. En við strákarnir erum keppnismenn og drullufúlir að hafa ekki náð að enda hinum megin. Við hefðum hæglega getað unnið þennan leik,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið nauma fyrir KR í undanúrslitum Maltbikars karla í dag. „Þetta er ein sókn þarna undir lokin og við þurfum að brjóta og Jón [Arnór Stefánsson] setur vítin niður. Auðvitað erum við svekktir núna en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir af þessari frammistöðu. Hún var frábær, sérstaklega varnarlega. Þeir skora 68 stig á okkur áður en við þurfum að brjóta. Þeir áttu í töluverðum vandræðum með að skora á okkur. „Auðvitað var það rosalega stórt þegar ég tók leikhlé og hélt við ættum boltann. Það er mjög líklega rétt fyrst þeir kíktu á þetta á myndbandi. Þá setur Pavel [Ermonlinskij] þrist og það er leikurinn. Eftir það þurfum við að elta. Þetta var mjög gerlegt áður en það gerðist,“ sagði Ágúst ennfremur. Valssóknin hikstaði illa á versta tíma, um miðjan 4. leikhluta þar sem liðið skoraði ekki í næstum sex mínútur. „Það er bara leikurinn. Þar kemur reynslan inn. KR-liðið er vant að vera hérna á meðan það lá við að mínir menn rötuðu ekki hingað. En þetta fer í reynslubankann hjá okkur. Við verðum svekktir með þetta í kvöld en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir,“ sagði Ágúst. En sýndi frammistaðan í dag ekki að Valur á heima í deild þeirra bestu? „Jú, ég held það. Miðað við leikina sem við höfum spilað í vetur höfum við sýnt að við eigum heima í efstu deild,“ sagði Ágúst að endingu.Finnur Freyr er kominn með KR í bikarúrslitaleikinn þriðja árið í röð.vísir/antonFinnur Freyr: Erum að reyna að koma varnarleiknum í gang Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR, var létt eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitum Maltbikarsins með naumum sigri á 1. deildarliði Vals í dag. „Valsararnir komu okkur ekkert á óvart. Við vissum að þeir væru gríðarlega vel mannaðir, stórir og sterkir íþróttamenn. Við vissum að þetta yrði erfitt og náðum okkur ekki á strik, og það er að miklu leyti þeirra varnarleik að þakka,“ sagði Finnur. „En í lokin náðum við stoppum og körfum hér og þar sem dugðu. Það var risastór þristur frá Pavel sem kom okkur yfir þröskuldinn,“ sagði Finnur. „Þótt stigaskorið hafi verið lágt í dag var vörnin hjá okkur ekkert spes. Við höfum verið að reyna að koma varnarleiknum í gang en hann hefur smollið á ögurstundu í síðustu leikjum. Við þurfum að vera tilbúnir að leggja á okkur meiri vinnu til að spila vörnina. Við trúum því að við getum verið besta varnarlið landsins þegar við erum einbeittir og klárir.“ Brynjar Þór Björnsson lék ekki með KR í dag vegna meiðsla en Finnur segir líklegra en ekki að hann verði með í úrslitaleiknum á laugardaginn. „Það eru meiri líkur en minni að hann verði með. Hann var ekki leikfær í dag og munaði um minna. Við reynum að tjasla honum saman á þessum tveimur dögum fram að leik,“ sagði Finnur. En hvort vill hann fá Grindavík eða Þór Þ. í úrslitaleiknum? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum búnir að mæta þeim báðum nýlega. Bæði lið eru vel mönnuð og á góðu róli þannig að það verður erfiður leikur,“ sagði þjálfarinn að lokum. Jón Arnór Stefánsson skoraði 18 stig í leiknum.Vísir/Anton Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
KR er komið í úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir nauman sigur á Val, 67-72, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalshöllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR, sem er ríkjandi bikarmeistari, mætir annað hvort Grindavík eða Þór Þ. í úrslitaleiknum á laugardaginn. Þetta er þriðja árið í röð sem KR kemst í úrslit bikarkeppninnar. Fyrstu deildarlið Vals var búið að slá þrjú lið úr Domino's deildinni úr leik í Maltbikarnum og Hlíðarendapiltar lögðu allt í leikinn í dag. Leikurinn var gríðarlega jafn og KR tókst aldrei að slíta Val af sér. Staðan í hálfleik var jöfn, 36-36, en Valsmenn leiddu með fjórum stigum eftir 3. leikhluta, 54-50. Í 4. leikhlutanum sýndu KR-ingar styrk sinn, skelltu í lás í vörninni og þvinguðu Valsmenn í marga tapaða bolta. Valur skoraði aðeins 13 stig í 4. leikhlutanum gegn 22 hjá KR. Lokatölur 67-72, KR í vil.Af hverju vann KR? KR-ingar búa yfir gríðarlega mikilli reynslu af leikjum sem þessum og sú þekking taldi svo sannarlega á lokametrunum. Valsmenn gerðu flest allt rétt lengst af leiks en um miðjan 4. leikhluta kom slæmur kafli þar sem liðinu var fyrirmunað að skora. KR-vörnin var sterk en Valsmenn voru líka sjálfum sér verstir og töpuðu níu boltum í 4. leikhluta, jafn mörgum og í hinum leikhlutunum til samans. Urald King minnkaði muninn í 62-64 en þristur frá Pavel Ermolinskij skömmu síðar reyndist örlagaríkur. Á lokasekúndunum neyddust Valsmenn til að brjóta og Jón Arnór Stefánsson kláraði vítin sín af öryggi og þar með leikinn.Bestu leikmenn vallarins: Philip Alawoya var með tröllatvennu í liði KR; 20 stig og 20 fráköst. Hann er mikil búbót fyrir lið KR og mun sterkari leikmaður en Cedrick Bowen. Jón Arnór hitti illa en var öryggið uppmálað á vítalínunni undir lokin. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti svo góða innkomu af bekknum og skoraði 12 stig. King var stigahæstur í liði Vals, og á vellinum, með 31 stig. Hann tók einnig 10 fráköst og stal sex boltum. Birgir Björn Pétursson átti sömuleiðis skínandi góðan leik; skoraði 12 stig, tók átta fráköst og hitti úr sex af átta skotum sínum.Tölfræðin sem vakti athygli: Skotnýting KR-inga var aðeins 35%, sem skrifast að stærstum hluta á góðan varnarleik Vals. KR-ingar eru með meiri breidd og það sýndi sig í leiknum. Vesturbæjarliðið fékk 19 stig af bekknum gegn aðeins fjórum hjá Val.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekkert sérstakur. Þau hittu bæði illa (39%-35%) og það komu langir kaflar þar sem þau áttu í vandræðum með að skora. Valssóknin hrökk í baklás á versta tíma en liðið skoraði ekki í tæpar sex mínútur í 4. leikhluta og tapaði boltanum alltof oft. Það reyndist afar dýrt þegar uppi var staðið.Ágúst segir mönnum til á hliðarlínunni.vísir/antonÁgúst: Lá við að mínir menn rötuðu ekki hingað „Fyrir leikinn hefði maður ekkert verið ósáttur með þessi úrslit. En við strákarnir erum keppnismenn og drullufúlir að hafa ekki náð að enda hinum megin. Við hefðum hæglega getað unnið þennan leik,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið nauma fyrir KR í undanúrslitum Maltbikars karla í dag. „Þetta er ein sókn þarna undir lokin og við þurfum að brjóta og Jón [Arnór Stefánsson] setur vítin niður. Auðvitað erum við svekktir núna en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir af þessari frammistöðu. Hún var frábær, sérstaklega varnarlega. Þeir skora 68 stig á okkur áður en við þurfum að brjóta. Þeir áttu í töluverðum vandræðum með að skora á okkur. „Auðvitað var það rosalega stórt þegar ég tók leikhlé og hélt við ættum boltann. Það er mjög líklega rétt fyrst þeir kíktu á þetta á myndbandi. Þá setur Pavel [Ermonlinskij] þrist og það er leikurinn. Eftir það þurfum við að elta. Þetta var mjög gerlegt áður en það gerðist,“ sagði Ágúst ennfremur. Valssóknin hikstaði illa á versta tíma, um miðjan 4. leikhluta þar sem liðið skoraði ekki í næstum sex mínútur. „Það er bara leikurinn. Þar kemur reynslan inn. KR-liðið er vant að vera hérna á meðan það lá við að mínir menn rötuðu ekki hingað. En þetta fer í reynslubankann hjá okkur. Við verðum svekktir með þetta í kvöld en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir,“ sagði Ágúst. En sýndi frammistaðan í dag ekki að Valur á heima í deild þeirra bestu? „Jú, ég held það. Miðað við leikina sem við höfum spilað í vetur höfum við sýnt að við eigum heima í efstu deild,“ sagði Ágúst að endingu.Finnur Freyr er kominn með KR í bikarúrslitaleikinn þriðja árið í röð.vísir/antonFinnur Freyr: Erum að reyna að koma varnarleiknum í gang Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR, var létt eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitum Maltbikarsins með naumum sigri á 1. deildarliði Vals í dag. „Valsararnir komu okkur ekkert á óvart. Við vissum að þeir væru gríðarlega vel mannaðir, stórir og sterkir íþróttamenn. Við vissum að þetta yrði erfitt og náðum okkur ekki á strik, og það er að miklu leyti þeirra varnarleik að þakka,“ sagði Finnur. „En í lokin náðum við stoppum og körfum hér og þar sem dugðu. Það var risastór þristur frá Pavel sem kom okkur yfir þröskuldinn,“ sagði Finnur. „Þótt stigaskorið hafi verið lágt í dag var vörnin hjá okkur ekkert spes. Við höfum verið að reyna að koma varnarleiknum í gang en hann hefur smollið á ögurstundu í síðustu leikjum. Við þurfum að vera tilbúnir að leggja á okkur meiri vinnu til að spila vörnina. Við trúum því að við getum verið besta varnarlið landsins þegar við erum einbeittir og klárir.“ Brynjar Þór Björnsson lék ekki með KR í dag vegna meiðsla en Finnur segir líklegra en ekki að hann verði með í úrslitaleiknum á laugardaginn. „Það eru meiri líkur en minni að hann verði með. Hann var ekki leikfær í dag og munaði um minna. Við reynum að tjasla honum saman á þessum tveimur dögum fram að leik,“ sagði Finnur. En hvort vill hann fá Grindavík eða Þór Þ. í úrslitaleiknum? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum búnir að mæta þeim báðum nýlega. Bæði lið eru vel mönnuð og á góðu róli þannig að það verður erfiður leikur,“ sagði þjálfarinn að lokum. Jón Arnór Stefánsson skoraði 18 stig í leiknum.Vísir/Anton
Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira