Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2017 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson vann silfurverðlaun í Peking og brons á EM í Austurríki með Íslandi. vísir/stefán Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina. Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30