Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2017 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira