Real vann í Þýskalandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 20:45 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Real Madrid vann stórleik umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í kvöld, þegar liðið heimsótti Borussia Dortmund. Lokatölur urðu 1-3 fyrir gestunum. Cristiano Ronaldo skoraði sitt 410. mark í 400 leikjum fyrir Madrid þegar hann kom gestunum í 0-2 á 50. mínútu eftir að Gareth Bale hafði komið Evrópumeisturunum yfir í fyrri hálfleik. Pierre-Emerick Aubameyang klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 54. mínutu en Ronaldo bætti öðru marki sínu við og innsiglaði sigurinn á 79. mínútu. Real hefur unnið fyrstu tvo leiki sina í H-riðli og eru með sex stig, eins og Tottenham. Meistaradeild Evrópu
Real Madrid vann stórleik umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í kvöld, þegar liðið heimsótti Borussia Dortmund. Lokatölur urðu 1-3 fyrir gestunum. Cristiano Ronaldo skoraði sitt 410. mark í 400 leikjum fyrir Madrid þegar hann kom gestunum í 0-2 á 50. mínútu eftir að Gareth Bale hafði komið Evrópumeisturunum yfir í fyrri hálfleik. Pierre-Emerick Aubameyang klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 54. mínutu en Ronaldo bætti öðru marki sínu við og innsiglaði sigurinn á 79. mínútu. Real hefur unnið fyrstu tvo leiki sina í H-riðli og eru með sex stig, eins og Tottenham.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn