Fótbolti

Vin­konur ó­sáttar við á­kvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smá­tíma“

Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna.

Fótbolti

„Okkur er al­veg sama núna“

„Ég er svo glaður, þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en okkur er alveg sama núna“ sagði Brennan Johnson, leikmaður Tottenham eftir að hafa orðið Evrópudeildarmeistari. 1-0 sigur varð niðurstaðan í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Johnson snerti boltann en Luke Shaw átti síðustu snertinguna áður en hann lak yfir línuna.

Fótbolti

Tottenham vann Evrópudeildina

Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008.

Fótbolti

Vázquez víkur fyrir Trent

Lucas Vázquez yfirgefur Real Madrid eftir komandi heimsmeistaramót félagsliða. Sæti hans í leikmannahópi liðsins tekur Trent Alexander-Arnold.

Fótbolti

Mikil­vægasti leikur í sögu Man. Utd

Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega.

Fótbolti

„Verð aldrei trúður“

„Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar.

Fótbolti

„Manchester er heima“

Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með.

Enski boltinn

De Bru­yne kvaddur með stæl

Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne lék í kvöld sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City. Það var því við hæfi að liðið sýndi sínar bestu hliðar þó De Bruyne sjálfur hafi klikkað á algjöru dauðafæri.

Enski boltinn

Frimpong í læknis­skoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 

Enski boltinn

Pepe Reina leggur hanskana á hilluna

Pepe Reina, hinn 42 ára gamli markvörður, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir tæplega þrjá áratugi sem atvinnumaður í fótbolta. Hann mun spila sinn síðasta leik með Como í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar næsta föstudag.

Fótbolti

Beck­ham varar Manchester United við

David Beck­ham, fyrr­verandi leik­maður Manchester United, hvetur eig­endur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leik­manna­markaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykil­leik­manninn Bruno Fernandes.

Enski boltinn