Fótbolti

Dort­mund heldur í við Bayern

Borussia Dortmund lagði Wolfsburg 1-0 í efstu deild þýska fótboltans. Sigurinn þýðir að Dortmund heldur enn í Þýskalandsmeistara Bayern München en fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Bæjarar vinni deildina enn á ný.

Fótbolti

Vildi vinna sem og byrja leikinn

Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Enski boltinn

„Heldur þessi veisla ekki bara á­fram?“

Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn.

Íslenski boltinn

Stór­meistara­jafn­tefli í Lundúnum

Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Enski boltinn

Arna komin á blað í Noregi

Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström.

Fótbolti

Roma vann slaginn um Róma­borg

Lazio og Roma mættust í borgarslag í dag en liðin deila ólympíuleikvangnum í Róm sem heimavelli. Það voru „gestirnir“ í Roma sem höfðu betur í dag en leiknum lauk með 0-1 sigri.

Fótbolti