Fótbolti

Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi

Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni.

Fótbolti

Sam­skiptin furðu­leg og fólk tengt Gylfa við stýrið

„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Íslenski boltinn

Vildu Kane en fé­lagið var ó­sam­mála

Benni McCarthy segir að þegar hann var hluti af þjálfarateymi Manchester United hafi Erik ten Hag viljað kaupa enska landsliðsframherjann Harry Kane en forráðamenn félagsins hafi séð hlutina öðruvísi. Á endanum keypti Bayern München framherjann á 95 milljónir evra meðan Man Utd keypti þá Rasmus Höjlund, Mason Mount og André Onana á 188 milljónir evra.

Fótbolti

Feyenoord sló AC Milan út

Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik.

Fótbolti

Ca­semiro fer ekki fet

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins.

Enski boltinn

Skaga­menn horfa á­fram til yngri leik­manna

ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands.

Íslenski boltinn

Rekinn eftir að­eins átta leiki við stjórn

Diego Cocca hefur verið rekinn frá Real Valladolid eftir aðeins átta leiki við stjórn. Liðið, sem er í eigu Ronaldo Nazario, situr í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og leitar nú að þriðja þjálfaranum á tímabilinu.

Fótbolti

Malmö sagt bjóða Arnóri tug­milljóna undirskriftarbónus

Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift.

Fótbolti

Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers.

Enski boltinn

Arnór laus úr prísund Blackburn

Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið.

Enski boltinn