Nordsjælland vann þá 4-1 sigur á AGF en staðan var 2-1 í hálfleik.
Rúnar Alex varði vítaspyrnu á 64. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Nordsjælland og bjargaði líka oft í góðum færum heimamanna í AGF.
Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 strax á 7. mínútu með sínu ellefta marki á tímabilinu.
Rúnar Axel fékk á sig jöfnunarmark á 17. mínútu leiksins en Nordsjælland komst yfir fimm mínútum fyrir hálfleik með marki Mathias Jensen.
Nordsjælland gerði síðan nánast út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Emiliano Marcondes kom liðinu í 3-1 á 48. mínútu.
Það var hinsvegar ekki alveg í höfn. Íslenski markvörðurinn sá til þess að heimamenn næðu að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik.
Morten Duncan Rasmussen fékk víti á 64. mínútu en Rúnar Alex varði frá honum. Fimm mínútum seinna varði Rúnar Alex aftur meistaralega frá leikmönnum AGF.
64' Men Alex redder Morten Duncan Rasmussen spark. Stærkt af islændingen i målet #AGFFCN 1-3
— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017
Rúnar Alex varði einu sinni frábærlega til viðbótar og þriggja marka sigur var í höfn.
80' @runaralex er on fire, endnu en fremragende redning. Vifter Sanas spark mod krogen ud til hjørne #AGFFCN 1-4
— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017
Nordsjælland komst nú aftur upp fyrir Midtjylland sem á leik inni og hefur unnið fimm deildarleiki í röð.