Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 22-21 | Fyrsti sigur Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2017 21:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/vilhelm Grótta vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís-deild karla þegar liðið lagði Selfoss að velli, 22-21, í kvöld. Hreiðar Levý Guðmundsson átti stórleik í marki Gróttu og kórónaði hann með því að verja lokaskot Einars Sverrissonar. Hreiðar varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig og reyndist Selfyssingum erfiður ljár í þúfu. Grótta spilaði einnig hörkuvörn, sérstaklega í seinni hálfleik. Þetta var annað tap Selfoss í röð en liðið er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Selfyssingum í kvöld og hans var sárt saknað. Grótta var einnig án lykilmanns í leiknum í kvöld en sænska skyttan Maximilian Jonsson er meidd. Aðrir stigu hins vegar upp í hans fjarveru.Af hverju vann Grótta leikinn? Út af Hreiðari, sterkum varnarleik og öguðum sóknarleik. Heimamenn spiluðu ágæta vörn í fyrri hálfleik en bættu enn í eftir hlé og Hreiðar hélt uppteknum hætti í markinu. Selfyssingar voru í miklum vandræðum í sókninni, sérstaklega í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson var öflugur en skytturnar fundu sig ekki. Þá kom lítið út úr hornunum. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, bætti sjöunda sóknarmanninum við undir lokin. Það gaf útspil gaf góða raun en kom aðeins of seint.Hverjir stóðu upp úr? Hreiðar var magnaður milli stanganna hjá Gróttu eins og hann hefur verið í mörgum leikjum í vetur. Nökkvi Dan Elliðason stýrði sóknarleiknum vel og skoraði afar mikilvæg mörk. Hornabræðurnir Júlíus Þórir og Finnur Ingi Stefánssynir voru flottir sem og Daði Laxdal Gautason. Þá voru Hannes Grimm og Bjarni Ófeigur Valdimarsson sterkir í vörninni. Haukur var langbesti leikmaður Selfoss. Hann skoraði fimm mörk og virtist vera sá eini í liði gestanna sem vissi hvernig átti að finna leiðina framhjá Hreiðari.Hvað gekk illa? Selfoss spilar allajafna einn besta sóknarleikinn í Olís-deildinni. Í kvöld var hins vegar fátt um fína drætti í sókn gestanna. Haukur var góður en skytturnar, Einar og Teitur Örn Einarsson, fundu sig ekki. Einar var hálf meðvitundarlaus á köflum og tapaði boltanum of oft. Hreiðar gerði Teiti erfitt fyrir og þá var varnarleikurinn hans ekki góður.Hvað gerist næst? Grótta mætir Víkingi á mánudaginn og getur með sigri komist upp fyrir Fossvogsliðið í töflunni. Selfoss fær topplið FH í heimsókn í næstu umferð.Hreiðar var frábær í rammanum hjá Gróttu.vísir/vilhelmHreiðar: Gerðum okkur þetta of erfitt fyrir Hreiðar Levý Guðmundsson brosti út að eyrum eftir fyrsta sigur Gróttu í vetur. Þessi reynslumikli markvörður átti hvað stærstan þátt í sigri Seltirninga. Hann varði vel allan leikinn og kórónaði frammistöðuna með því að verja lokaskot Einars Sverrissonar. „Þetta er ótrúlega sætt. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Ég hef aldrei þurft að bíða svona lengi eftir eftir fyrsta sigri áður,“ sagði Hreiðar eftir leik. Hann var sammála blaðamanni Vísis að það hafi verið viðeigandi að hann varði síðasta skot leiksins. „Það var mjög viðeigandi,“ sagði Hreiðar og hló. Grótta var komin í góða stöðu, fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir. En Selfoss gafst ekki upp og var nálægt því að krækja í stig. „Við gerðum okkur þetta of erfitt fyrir. Við höfum oft lent í þessari stöðu; að vera í jöfnum leik og klúðra okkar málum. Við vorum nálægt því núna,“ sagði Hreiðar. „Við urðum dálítið hræddir og hægir. En vonandi verðum við með aðeins kaldari haus á lokamínútunum þegar mikið er undir eftir þennan sigur.“Patrekur var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna.vísir/vilhelmPatrekur: Urðum smeykir við Hreiðar „Ég vil byrja á því að óska Gróttu til hamingju með sigurinn. Þeir voru klókir og spiluðu langar sóknir. Svo voru þeir með Hreiðar sem varði yfir 20 skot,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, eftir tapið á Seltjarnarnesinu í kvöld. „Við fórum á þetta tempó. Sóknin var ekki nógu góð. Sjö á sex virkaði síðustu 10 mínúturnar. En Gróttumenn voru klókir, spiluðu langar sóknir og komust upp með það,“ sagði Patrekur. En var hann ósáttur með hversu langar sóknir Grótta fékk að spila í leiknum? „Ég veit það ekki. Þetta var flott hjá þeim. Þeir voru skynsamir og nýttu þetta vel. Þetta eru flottir strákar og spiluðu þetta vel,“ sagði Patrekur sem sagði Hreiðar hafa reynst sínum mönnum erfiður. „Ég var óánægður með hvað við vorum smeykir við Hreiðar. Hann tók góða bolta.“ Patrekur sagði varnarleik Selfoss hafa verið fínan í kvöld enda fékk liðið aðeins á sig 22 mörk. „Ef við lítum á jákvæðu hliðarnar kom Sölvi [Ólafsson] ágætlega inn í seinni hálfleik og vörnin var þannig séð góð,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla
Grótta vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís-deild karla þegar liðið lagði Selfoss að velli, 22-21, í kvöld. Hreiðar Levý Guðmundsson átti stórleik í marki Gróttu og kórónaði hann með því að verja lokaskot Einars Sverrissonar. Hreiðar varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig og reyndist Selfyssingum erfiður ljár í þúfu. Grótta spilaði einnig hörkuvörn, sérstaklega í seinni hálfleik. Þetta var annað tap Selfoss í röð en liðið er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Selfyssingum í kvöld og hans var sárt saknað. Grótta var einnig án lykilmanns í leiknum í kvöld en sænska skyttan Maximilian Jonsson er meidd. Aðrir stigu hins vegar upp í hans fjarveru.Af hverju vann Grótta leikinn? Út af Hreiðari, sterkum varnarleik og öguðum sóknarleik. Heimamenn spiluðu ágæta vörn í fyrri hálfleik en bættu enn í eftir hlé og Hreiðar hélt uppteknum hætti í markinu. Selfyssingar voru í miklum vandræðum í sókninni, sérstaklega í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson var öflugur en skytturnar fundu sig ekki. Þá kom lítið út úr hornunum. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, bætti sjöunda sóknarmanninum við undir lokin. Það gaf útspil gaf góða raun en kom aðeins of seint.Hverjir stóðu upp úr? Hreiðar var magnaður milli stanganna hjá Gróttu eins og hann hefur verið í mörgum leikjum í vetur. Nökkvi Dan Elliðason stýrði sóknarleiknum vel og skoraði afar mikilvæg mörk. Hornabræðurnir Júlíus Þórir og Finnur Ingi Stefánssynir voru flottir sem og Daði Laxdal Gautason. Þá voru Hannes Grimm og Bjarni Ófeigur Valdimarsson sterkir í vörninni. Haukur var langbesti leikmaður Selfoss. Hann skoraði fimm mörk og virtist vera sá eini í liði gestanna sem vissi hvernig átti að finna leiðina framhjá Hreiðari.Hvað gekk illa? Selfoss spilar allajafna einn besta sóknarleikinn í Olís-deildinni. Í kvöld var hins vegar fátt um fína drætti í sókn gestanna. Haukur var góður en skytturnar, Einar og Teitur Örn Einarsson, fundu sig ekki. Einar var hálf meðvitundarlaus á köflum og tapaði boltanum of oft. Hreiðar gerði Teiti erfitt fyrir og þá var varnarleikurinn hans ekki góður.Hvað gerist næst? Grótta mætir Víkingi á mánudaginn og getur með sigri komist upp fyrir Fossvogsliðið í töflunni. Selfoss fær topplið FH í heimsókn í næstu umferð.Hreiðar var frábær í rammanum hjá Gróttu.vísir/vilhelmHreiðar: Gerðum okkur þetta of erfitt fyrir Hreiðar Levý Guðmundsson brosti út að eyrum eftir fyrsta sigur Gróttu í vetur. Þessi reynslumikli markvörður átti hvað stærstan þátt í sigri Seltirninga. Hann varði vel allan leikinn og kórónaði frammistöðuna með því að verja lokaskot Einars Sverrissonar. „Þetta er ótrúlega sætt. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Ég hef aldrei þurft að bíða svona lengi eftir eftir fyrsta sigri áður,“ sagði Hreiðar eftir leik. Hann var sammála blaðamanni Vísis að það hafi verið viðeigandi að hann varði síðasta skot leiksins. „Það var mjög viðeigandi,“ sagði Hreiðar og hló. Grótta var komin í góða stöðu, fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir. En Selfoss gafst ekki upp og var nálægt því að krækja í stig. „Við gerðum okkur þetta of erfitt fyrir. Við höfum oft lent í þessari stöðu; að vera í jöfnum leik og klúðra okkar málum. Við vorum nálægt því núna,“ sagði Hreiðar. „Við urðum dálítið hræddir og hægir. En vonandi verðum við með aðeins kaldari haus á lokamínútunum þegar mikið er undir eftir þennan sigur.“Patrekur var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna.vísir/vilhelmPatrekur: Urðum smeykir við Hreiðar „Ég vil byrja á því að óska Gróttu til hamingju með sigurinn. Þeir voru klókir og spiluðu langar sóknir. Svo voru þeir með Hreiðar sem varði yfir 20 skot,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, eftir tapið á Seltjarnarnesinu í kvöld. „Við fórum á þetta tempó. Sóknin var ekki nógu góð. Sjö á sex virkaði síðustu 10 mínúturnar. En Gróttumenn voru klókir, spiluðu langar sóknir og komust upp með það,“ sagði Patrekur. En var hann ósáttur með hversu langar sóknir Grótta fékk að spila í leiknum? „Ég veit það ekki. Þetta var flott hjá þeim. Þeir voru skynsamir og nýttu þetta vel. Þetta eru flottir strákar og spiluðu þetta vel,“ sagði Patrekur sem sagði Hreiðar hafa reynst sínum mönnum erfiður. „Ég var óánægður með hvað við vorum smeykir við Hreiðar. Hann tók góða bolta.“ Patrekur sagði varnarleik Selfoss hafa verið fínan í kvöld enda fékk liðið aðeins á sig 22 mörk. „Ef við lítum á jákvæðu hliðarnar kom Sölvi [Ólafsson] ágætlega inn í seinni hálfleik og vörnin var þannig séð góð,“ sagði Patrekur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti