Barcelona skaut United í kaf Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2019 20:45 Messi fagnar í kvöld. vísir/getty Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir samanlagt 4-0 sigur á Manchester United í átta liða úrslitunum en Börsungar unnu síðari leikinn í kvöld, 3-0. Það var ljóst frá upphafi að verkefnið yrði erfitt fyrir United en þeir byrjuðu þó af miklum krafti. Marcus Rashford skaut meðal annars í þverslánna eftir 38 sekúndur og það var kraftur í United. Heimamenn skoruðu þó fyrsta markið. Ashley Young var alltof lengi að losa sig við boltann, hann féll fyrir Lionel Messi sem labbaði framhjá Fred áður en hann skrúfaði boltann skemmtilega í fjærhornið.- Messi (Olimpico, Wembley, Camp Nou) joined Ronaldo as only players to score CL goals against Manchester United in 3️different stadiums. #BarçaMUFC#ForçaBarça — Gracenote Live (@GracenoteLive) April 16, 2019 Sýningin hjá Messi var ekki hætt. Hann tvöfaldaði forystuna fyrir Barcelona fjórum mínútum síðar. Skot hans með hægri fæti virtist auðvelt fyrir David de Gea en það varð ekki raunin. Spánverjinn missti boltann undir sig og í netið. Eftir það var ljóst hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslitin en það var bara spurning hversu stór sigurinn myndi verða. Staðan 2-0 í hálfleik. Þriðja og síðasta mark leiksins kom á 61. mínútu en þá skoraði Philippe Coutinho með frábæru skoti. öll þrjú mörk Börsunga komu því fyrir utan teiginn í kvöld. Lokatölur 3-0 sigur Barcelona og samanlagt 4-0.3 - Barcelona are the first team to score three goals from outside the box in a Champions League match since Chelsea vs FK Qarabag in September 2017. Spectacular. #FCBMUNpic.twitter.com/RxdDQ3m3Sp — OptaJoe (@OptaJoe) April 16, 2019 Barcelona mætir annað hvort Liverpool eða Porto í undanúrslitunum en Liverpool leiðir 2-0 eftir fyrri viðureignina. Meistaradeild Evrópu
Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir samanlagt 4-0 sigur á Manchester United í átta liða úrslitunum en Börsungar unnu síðari leikinn í kvöld, 3-0. Það var ljóst frá upphafi að verkefnið yrði erfitt fyrir United en þeir byrjuðu þó af miklum krafti. Marcus Rashford skaut meðal annars í þverslánna eftir 38 sekúndur og það var kraftur í United. Heimamenn skoruðu þó fyrsta markið. Ashley Young var alltof lengi að losa sig við boltann, hann féll fyrir Lionel Messi sem labbaði framhjá Fred áður en hann skrúfaði boltann skemmtilega í fjærhornið.- Messi (Olimpico, Wembley, Camp Nou) joined Ronaldo as only players to score CL goals against Manchester United in 3️different stadiums. #BarçaMUFC#ForçaBarça — Gracenote Live (@GracenoteLive) April 16, 2019 Sýningin hjá Messi var ekki hætt. Hann tvöfaldaði forystuna fyrir Barcelona fjórum mínútum síðar. Skot hans með hægri fæti virtist auðvelt fyrir David de Gea en það varð ekki raunin. Spánverjinn missti boltann undir sig og í netið. Eftir það var ljóst hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslitin en það var bara spurning hversu stór sigurinn myndi verða. Staðan 2-0 í hálfleik. Þriðja og síðasta mark leiksins kom á 61. mínútu en þá skoraði Philippe Coutinho með frábæru skoti. öll þrjú mörk Börsunga komu því fyrir utan teiginn í kvöld. Lokatölur 3-0 sigur Barcelona og samanlagt 4-0.3 - Barcelona are the first team to score three goals from outside the box in a Champions League match since Chelsea vs FK Qarabag in September 2017. Spectacular. #FCBMUNpic.twitter.com/RxdDQ3m3Sp — OptaJoe (@OptaJoe) April 16, 2019 Barcelona mætir annað hvort Liverpool eða Porto í undanúrslitunum en Liverpool leiðir 2-0 eftir fyrri viðureignina.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti