Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - ÍA 3-2 | Eyjamenn fyrstir til að vinna Skagamenn Einar Kárason skrifar 2. júní 2019 19:30 Strákarnir hans Pedro eru komnir með fyrsta sigurinn. vísir/bára Það var blíðviðri og sólin skein á Hásteinsvelli í dag þegar botnlið ÍBV tók á móti toppliði ÍA. Annað liðið á flugi en hitt í frjálsu falli og miðað við stigasöfnun liðanna framan af sumri bjuggust líklega flestir við sigri gulklæddra Akurnesinga. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið líkleg. Það voru þó gestirnir sem tóku forustuna strax á 6. mínútu þegar Gilson Correia gerði sig sekann um kæruleysisleg mistök sem aftasti maður og Tryggvi Hrafn Haraldsson rændi af honum boltanum. Tryggvi tók þá á rás að marki Eyjamanna og setti boltann undir Rafael Veloso markvörð ÍBV. Toppliðið komið yfir gegn botnliðinu. Heimamenn höfðu byrjað leikinn vel og létu mark Tryggva ekkert á sig fá og reyndu hvað þeir gátu til að jafna. Það svo tókst eftir tæpan hálftíma leik þegar besti leikmaður vallarins í dag, Víðir Þorvarðarson, vann boltann í vítateig ÍA og renndi honum fyrir markið á Jonathan Glenn sem náði til boltans á undan Árna Snæ Ólafssyni, markverði Skagamanna, og kom honum í netið. Einungis 2. mínútum fyrir jöfnunarmark Glenn hafði Tryggvi Hrafn átt frábært skot fyrir utan teig sem hafnaði í þverslánni. Næstu mínútur voru færin af skornum skammti en leikurinn var hart spilaður og menn sendir í grasið trekk í trekk. Þegar fyrri hálfleik var rétt ólokið fóru hlutirnir að gerast. Eyjamenn unnu þá aukaspyrnu á miðjum vellinum. Telmo Castanheira sendi boltann inn á teig þar sem hann var skallaður niður fyrir fætur Breka Ómarssonar sem gat ekki annað en komið boltanum í netið af stuttu færi. Heimamenn komnir yfir og virtust til alls líklegir. Það gekk ýmislegt á áður en Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, gat flautað til hálfleiks. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fóru Diogo Coelho, leikmaður ÍBV og Hallur Flosason, leikmaður ÍA, upp í skallabolta úti við hliðarlínu. Diogo virtist leiða með olnbogann á undan sér og í andlit Halls sem lá óvígur eftir. Við þetta sauð upp úr og voru allir leikmenn og þjálfarar beggja liða mætt á staðinn með tilheyrandi köllum og hrindingum. Guðmundur sýndi Diogo rauða spjaldið og ljóst að heimamenn þyrfu að leika síðari hálfleikinn manni færri. Skagamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og ætluðu sér að nýta sér liðsmuninn. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru þegar Felix Örn Friðriksson, sem kom inn á í hálfleik hjá ÍBV, komst upp vinstri kantinn og sendi boltann snyrtilega inn á teig þar sem Víðir Þorvarðarson, hinn bakvörður Eyjamanna, var mættur til að setja boltann í netið. Staðan óvænt 3-1 fyrir ÍBV. Eftir þetta leyfðu heimamenn sér að falla til baka og verja það sem þeir áttu. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en Eyjavörnin stóð sterk og þétt. Það var ekki fyrr en tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum að þeir loks minnkuðu muninn. Það gerði Steinar Þorsteinsson með góðu skoti úr teig. Skrúfaði boltann framhjá Rafael og í fjærhornið. Gott mark og enn tími fyrir meira. Gulklæddir sóttu nánast látlaust það sem eftir lifði leiks en þrátt fyrir ótal hornspyrnur og tækifæri náði þeir ekki að koma boltanum í netið. Tryggvi Hrafn fékk líklega besta tækifærið í uppbótartíma en fast skot hans af stuttu færi of nálægt Rafael sem varði. Eyjamenn allir voru því dauðslifandi fegnir þegar Guðmundur Ársæll blés í flautu sína í síðasta skiptið í dag. Fyrstu 3 stig sumarsins, og það gegn heitasta liði landsins.Pedro: Vil helst ekki tala um það Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, var stoltur og ánægður eftir leik dagsins. „Þetta var stór vika fyrir okkur. Við unnum okkur inn sjálfstraust eftir leikinn gegn Fjölni á miðvikudaginn. Við skorum 5 mörk í 2 leikjum og mér fannst við spila mjög vel. 11 gegn 11 í dag erum við mikið betri. Þegar við misstum mann af velli vorum við klárir í okkar aðgerðum. Andinn og hugarástand drengjanna var frábært. Þvílíkir meistarar.” „Við börðumst, við hlupum og við spiluðum. Við spiluðum vel. Þeir skora upp úr engu, rétt eftir að við brennum af góðu færi. Akranes er lið sem erfitt að spila gegn. Þeir verjast vel. Þeir eru aggressívir og sterkir í skyndisóknum. „Þeir notfæra sér mistök andstæðinga og skora. Við byrjum á að gera mistök og þeir skora en hvernig við bregðumst við er það sem skiptir máli. Við misstum ekki trú og notum boltann vel og sköpum færi. Við pressum vel á þá og breytum leiknum, verðskuldað.” Eyjamenn misstu mann af velli í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Hvað fannst Pedro um dóminn og viðbrögð þjálfara og leikmanna ÍA? „Ég vil helst ekki tala um það. Við sáum 20 svona atvik í leiknum en við fáum þetta eina rauða spjald. Hvernig þeir bregðast við er eðlilegt. Fótbolti er heitur leikur.“ „Blóðþrýstingurinn hækkar og það eru oft læti. Það er bara venjulegt. En eftir rauða spjaldið þurftum við að verjast aðeins meira og spila annan fótbolta. Akranes á góða leikmenn. Þetta eru 3 stig og nú fáum við góða pásu. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki.”Jóhannes Karl: Hættuleg árás „Við erum svekktir að hafa tapað þessum leik. Það er ekki það sem við lögðum upp með,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik. „Að koma hingað til Eyja og fá þetta í andlitið er því miður niðurstaðan. Við duttum út úr bikarnum á móti FH. Ekki sáttir við það en það var niðurstaðan. Í dag fáum við á okkur 3 mörk og það er erfitt að vinna leiki þegar það gerist. Við vorum búnir að fá á okkur 4 mörk í deildinni fram að þessum leik. „Það er það sem við vorum búnir að byggja, öflugur varnarleikur. Það gekk ekki upp í dag. Við skorum samt 2 mörk og hefðum getað skorað fleiri. Þetta var orðið erfitt í stöðunni 3-1. Við náum samt sem áður að minnka muninn og hefðum getað jafnað leikinn sem hefði kannski verið ásættanlegt. Þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við. Við munum laga þetta í landsleikjahlénu og öflugir til baka í fyrsta leik eftir frí.” „Þetta leit vel út í byrjun. Við vissum að ÍBV myndu dæla mikið af löngum og háum boltum inn í teig. Við höfum ekki lent í neinum vandræðum með það hingað til. Við höfum verið ansi öflugir í því en við vorum það ekki í dag. Þess vegna gátu þeir skorað þessi fyrstu 2 mörk. Við vorum klaufar í varnarleiknum.” Þrátt fyrir að spila 11 gegn 10 áttu Skagamenn í erfiðleikum með að skapa sér tækifæri til að skora. „Auðvitað á að vera betra að vera einum fleiri en við kannski náum ekki að róa okkur nógu mikið á síðustu sendingunni. Við hefðum kannski átt að reyna 1-2 sendingar í viðbót áður en við förum í skot en fyrirgjöf frá erfiðum stöðum. Við hefðum átt að sýna meiri þolinmæði. Við sköpum samt tækifæri til að ná að jafna leikinn. Við skorum gott annað mark en þeir voru mjög þéttir og voru skipulagðir. Við náðum ekki að opna þá nógu vel.” „Mér fannst þetta bara vera glórulaus olnbogi í hausinn á Halli Flosasyni. Leikmaður ÍBV, að mínu mati, átti aldrei séns í boltann. Hann kemur alltof seint og setur olnbogann á undan sér. Þetta er hættuleg árás beint í hausinn á Halli. Mér fannst þetta verðskuldað rautt spjald. Ég fékk gult spjald í kjölfarið fyrir að vera örlítið of æstur sem er sennilega rétt metið hjá dómaranum,” sagði Jóhannes Karl að lokum um atvikið undir lok fyrri hálfleik. Pepsi Max-deild karla
Það var blíðviðri og sólin skein á Hásteinsvelli í dag þegar botnlið ÍBV tók á móti toppliði ÍA. Annað liðið á flugi en hitt í frjálsu falli og miðað við stigasöfnun liðanna framan af sumri bjuggust líklega flestir við sigri gulklæddra Akurnesinga. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið líkleg. Það voru þó gestirnir sem tóku forustuna strax á 6. mínútu þegar Gilson Correia gerði sig sekann um kæruleysisleg mistök sem aftasti maður og Tryggvi Hrafn Haraldsson rændi af honum boltanum. Tryggvi tók þá á rás að marki Eyjamanna og setti boltann undir Rafael Veloso markvörð ÍBV. Toppliðið komið yfir gegn botnliðinu. Heimamenn höfðu byrjað leikinn vel og létu mark Tryggva ekkert á sig fá og reyndu hvað þeir gátu til að jafna. Það svo tókst eftir tæpan hálftíma leik þegar besti leikmaður vallarins í dag, Víðir Þorvarðarson, vann boltann í vítateig ÍA og renndi honum fyrir markið á Jonathan Glenn sem náði til boltans á undan Árna Snæ Ólafssyni, markverði Skagamanna, og kom honum í netið. Einungis 2. mínútum fyrir jöfnunarmark Glenn hafði Tryggvi Hrafn átt frábært skot fyrir utan teig sem hafnaði í þverslánni. Næstu mínútur voru færin af skornum skammti en leikurinn var hart spilaður og menn sendir í grasið trekk í trekk. Þegar fyrri hálfleik var rétt ólokið fóru hlutirnir að gerast. Eyjamenn unnu þá aukaspyrnu á miðjum vellinum. Telmo Castanheira sendi boltann inn á teig þar sem hann var skallaður niður fyrir fætur Breka Ómarssonar sem gat ekki annað en komið boltanum í netið af stuttu færi. Heimamenn komnir yfir og virtust til alls líklegir. Það gekk ýmislegt á áður en Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, gat flautað til hálfleiks. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fóru Diogo Coelho, leikmaður ÍBV og Hallur Flosason, leikmaður ÍA, upp í skallabolta úti við hliðarlínu. Diogo virtist leiða með olnbogann á undan sér og í andlit Halls sem lá óvígur eftir. Við þetta sauð upp úr og voru allir leikmenn og þjálfarar beggja liða mætt á staðinn með tilheyrandi köllum og hrindingum. Guðmundur sýndi Diogo rauða spjaldið og ljóst að heimamenn þyrfu að leika síðari hálfleikinn manni færri. Skagamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og ætluðu sér að nýta sér liðsmuninn. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru þegar Felix Örn Friðriksson, sem kom inn á í hálfleik hjá ÍBV, komst upp vinstri kantinn og sendi boltann snyrtilega inn á teig þar sem Víðir Þorvarðarson, hinn bakvörður Eyjamanna, var mættur til að setja boltann í netið. Staðan óvænt 3-1 fyrir ÍBV. Eftir þetta leyfðu heimamenn sér að falla til baka og verja það sem þeir áttu. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en Eyjavörnin stóð sterk og þétt. Það var ekki fyrr en tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum að þeir loks minnkuðu muninn. Það gerði Steinar Þorsteinsson með góðu skoti úr teig. Skrúfaði boltann framhjá Rafael og í fjærhornið. Gott mark og enn tími fyrir meira. Gulklæddir sóttu nánast látlaust það sem eftir lifði leiks en þrátt fyrir ótal hornspyrnur og tækifæri náði þeir ekki að koma boltanum í netið. Tryggvi Hrafn fékk líklega besta tækifærið í uppbótartíma en fast skot hans af stuttu færi of nálægt Rafael sem varði. Eyjamenn allir voru því dauðslifandi fegnir þegar Guðmundur Ársæll blés í flautu sína í síðasta skiptið í dag. Fyrstu 3 stig sumarsins, og það gegn heitasta liði landsins.Pedro: Vil helst ekki tala um það Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, var stoltur og ánægður eftir leik dagsins. „Þetta var stór vika fyrir okkur. Við unnum okkur inn sjálfstraust eftir leikinn gegn Fjölni á miðvikudaginn. Við skorum 5 mörk í 2 leikjum og mér fannst við spila mjög vel. 11 gegn 11 í dag erum við mikið betri. Þegar við misstum mann af velli vorum við klárir í okkar aðgerðum. Andinn og hugarástand drengjanna var frábært. Þvílíkir meistarar.” „Við börðumst, við hlupum og við spiluðum. Við spiluðum vel. Þeir skora upp úr engu, rétt eftir að við brennum af góðu færi. Akranes er lið sem erfitt að spila gegn. Þeir verjast vel. Þeir eru aggressívir og sterkir í skyndisóknum. „Þeir notfæra sér mistök andstæðinga og skora. Við byrjum á að gera mistök og þeir skora en hvernig við bregðumst við er það sem skiptir máli. Við misstum ekki trú og notum boltann vel og sköpum færi. Við pressum vel á þá og breytum leiknum, verðskuldað.” Eyjamenn misstu mann af velli í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Hvað fannst Pedro um dóminn og viðbrögð þjálfara og leikmanna ÍA? „Ég vil helst ekki tala um það. Við sáum 20 svona atvik í leiknum en við fáum þetta eina rauða spjald. Hvernig þeir bregðast við er eðlilegt. Fótbolti er heitur leikur.“ „Blóðþrýstingurinn hækkar og það eru oft læti. Það er bara venjulegt. En eftir rauða spjaldið þurftum við að verjast aðeins meira og spila annan fótbolta. Akranes á góða leikmenn. Þetta eru 3 stig og nú fáum við góða pásu. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki.”Jóhannes Karl: Hættuleg árás „Við erum svekktir að hafa tapað þessum leik. Það er ekki það sem við lögðum upp með,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik. „Að koma hingað til Eyja og fá þetta í andlitið er því miður niðurstaðan. Við duttum út úr bikarnum á móti FH. Ekki sáttir við það en það var niðurstaðan. Í dag fáum við á okkur 3 mörk og það er erfitt að vinna leiki þegar það gerist. Við vorum búnir að fá á okkur 4 mörk í deildinni fram að þessum leik. „Það er það sem við vorum búnir að byggja, öflugur varnarleikur. Það gekk ekki upp í dag. Við skorum samt 2 mörk og hefðum getað skorað fleiri. Þetta var orðið erfitt í stöðunni 3-1. Við náum samt sem áður að minnka muninn og hefðum getað jafnað leikinn sem hefði kannski verið ásættanlegt. Þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við. Við munum laga þetta í landsleikjahlénu og öflugir til baka í fyrsta leik eftir frí.” „Þetta leit vel út í byrjun. Við vissum að ÍBV myndu dæla mikið af löngum og háum boltum inn í teig. Við höfum ekki lent í neinum vandræðum með það hingað til. Við höfum verið ansi öflugir í því en við vorum það ekki í dag. Þess vegna gátu þeir skorað þessi fyrstu 2 mörk. Við vorum klaufar í varnarleiknum.” Þrátt fyrir að spila 11 gegn 10 áttu Skagamenn í erfiðleikum með að skapa sér tækifæri til að skora. „Auðvitað á að vera betra að vera einum fleiri en við kannski náum ekki að róa okkur nógu mikið á síðustu sendingunni. Við hefðum kannski átt að reyna 1-2 sendingar í viðbót áður en við förum í skot en fyrirgjöf frá erfiðum stöðum. Við hefðum átt að sýna meiri þolinmæði. Við sköpum samt tækifæri til að ná að jafna leikinn. Við skorum gott annað mark en þeir voru mjög þéttir og voru skipulagðir. Við náðum ekki að opna þá nógu vel.” „Mér fannst þetta bara vera glórulaus olnbogi í hausinn á Halli Flosasyni. Leikmaður ÍBV, að mínu mati, átti aldrei séns í boltann. Hann kemur alltof seint og setur olnbogann á undan sér. Þetta er hættuleg árás beint í hausinn á Halli. Mér fannst þetta verðskuldað rautt spjald. Ég fékk gult spjald í kjölfarið fyrir að vera örlítið of æstur sem er sennilega rétt metið hjá dómaranum,” sagði Jóhannes Karl að lokum um atvikið undir lok fyrri hálfleik.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti