Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 23. júní 2019 22:00 Alex Freyr fagnar eftir að hafa komið KR í 0-1. vísir/daníel þór FH tók á móti KR í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max deild karla en leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. KR réði lögum og lofum á vellinum í dag og unnu góðan 2-1 sigur á FH. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað í Hafnarfirði en það voru þá gestirnir sem voru grimmari og voru meira með boltann til að byrja með. Þeir áttu fyrsta skotið í leiknum og gáfu tóninn fyrir framhaldið. Þeir komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar FH missti boltann klaufalega frá sér og Óskar Örn Hauksson átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn FH-inga á Tobias Thomsen sem var kominn í dauðafæri. Hann skýtur að marki en hittir boltann illa en úr verður góð sending sem ratar á Alex Freyr Hilmarsson sem tæklar boltann í netið. 1-0 fyrir gestina. FH-ingar reyndu að koma sér inn í leikinn en KR var áfram með öll völd á vellinum út hálfleikinn. FH gerði breytingu í hálfleiknum og fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson kom inn á með meiri ákveðni og baráttu í liðið. FH liðið sýndi meiri gæði og gerði sig líklegri til að jafna leikinn áður en KR liðið refsaði. Það var á 78. mínútu sem KR komst í 2-0 en þá átti Óskar Örn Hauksson frábæra fyrirgjöf inn í teiginn, beint á hausinn á Tobias Thomsen sem skallaði boltann örugglega í hornið. Óverjandi fyrir Daða Freyr. FH var þó ekki lengi að minnka muninn en það leið varla mínúta milli marka þegar Steven Lennon átti þá skot að marki sem hafði viðkomu í Arnór Svein Aðalsteinsson varnarmann KR! Líklega skráð sem sjálfsmark en vel gert hjá Lennon samt sem áður. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu að reyna jafna metin og komust næst því á 89. mínútu þegar Jákup Thomsen átti skot að marki KR en Beitir Ólafsson varði vel í marki KR. Leikurinn fjaraði út eftir þetta og KR fagnaði góðum sigri!Af hverju vann KR?Voru einfaldlega sterkari og ákveðnari í kvöld. Þeir vildu þetta meira og gæðin fram á við í Óskari og Tobias skildu liðin að. Hverjir stóðu upp úr?Hjá gestunum var Tobias Thomsen öflugur, hann skoraði og lagði upp fyrra markið. Óskar Örn er alltaf hættulegur, hann átti lykilsendinguna í fyrra markinu og lagði síðan upp seinna markið. Beitir Ólafsson var síðan flottur í markinu. Hjá FH var Steven Lennon bestur, gaf sig allan í þetta og náði að koma liðinu inn í leikinn. Daði Freyr Arnarsson átti lítið í mörkin en átti annars fínan leik.Hvað gekk illa?Miðjan hjá FH var ekki góð í fyrri hálfleik og var á eftir í flestum aðgerðum, það vantaði upp á ákveðni og baráttu en það batnaði töluvert þegar Davíð Þór kom inn á í hálfleik.Hvað gerist næst?Bæði lið eiga bikarleik næstkomandi fimmtudag. KR fær Inkasso lið Njarðvíkur í heimsókn á meðan FH tekur á móti grönnum þeirra í Grindavík.Beitir Ólafsson ver frá Brandi Olsen úr dauðafæri.vísir/daníel þórÓlafur: Davíð er ekki 90 mínútna maðurÓlafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins 4 stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.” Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.” FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.” Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum.Rúnar fagnar með þjálfarateymi KR eftir leikinn.vísir/daníel þórRúnar Kr: Fyrir KR og okkur er hann frábærRúnar Kristinsson þjálfari KR var mjög ánægður með sigur sinna manna gegn FH í Kaplakrika í kvöld. KR endurheimti toppsæti deildarinnar með sigrinum. Hann sagði liðið hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum rosalega vel skipulagðir og strákarnir unnu vinnuna sína gríðarlega vel en við vorum farnir að þreytast hérna í lokin en mér fannst þetta í rauninni verðskuldaður sigur. FH setti okkur undir smá pressu í restina en Beitir gerir vel fyrir okkur.” KR liðið hefur leikið þrjá erfiða leiki í röð núna gegn ÍA upp á skaga, Val heima og núna gegn FH í Kaplakrika. Rúnar sagðist vel þiggja þessi 9 stig sem liðið hefur sótt. „Jú maður þiggur öll stig sem eru í boði. Við viljum helst reyna vinna alla leiki sem við förum í en það gengur ekki alltaf upp, það er búið að ganga upp núna nokkrum sinnum og við erum mjög ánægðir með 3 stig hér í kvöld.” Rúnar viðurkenndi það fúslega að hann hafði smá áhyggjur af því að FH myndi ná að jafna leikinn undir lokin. „Já auðvitað hefur maður áhyggjur þegar það munar bara einu marki og FH-ingar voru að setja okkur undir mikla pressu undir restina en mér fannst við leysa síðustu 7-8 mínúturnar vel.” Rúnar sagði fyrr í vetur að Beitir Ólafsson væri besti markmaðurinn í deildinni, hann er ánægður að Beitir sé að standa undir því. „Beitir er frábær markmaður og ég segi ekkert svona nema ég viti hvað ég er að segja og ég þekki hann betur en allir aðrir þar sem ég er að þjálfa hann og vinna með honum. Við sjáum bara hvað hann gerir fyrir okkur. Fyrir KR og hvernig við spilum er hann frábær fyrir okkur.” Hann sagði að lokum að hann byggist við erfiðum leik í bikarnum gegn Njarðvík næstkomandi fimmtudag. „Njarðvík er með gott lið og við spiluðum gegn þeim í Lengjubikarnum í vor og við áttum í miklum erfiðleikum gegn þeim á löngum stundum. Það hefur gengið illa hjá þeim upp á síðkastið en bikarinn er nýtt mót og þeir koma líklega sterkir til leiks á KR-völlinn og við þurfum á öllum okkar bestu leikmönnum að halda,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla
FH tók á móti KR í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max deild karla en leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. KR réði lögum og lofum á vellinum í dag og unnu góðan 2-1 sigur á FH. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað í Hafnarfirði en það voru þá gestirnir sem voru grimmari og voru meira með boltann til að byrja með. Þeir áttu fyrsta skotið í leiknum og gáfu tóninn fyrir framhaldið. Þeir komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar FH missti boltann klaufalega frá sér og Óskar Örn Hauksson átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn FH-inga á Tobias Thomsen sem var kominn í dauðafæri. Hann skýtur að marki en hittir boltann illa en úr verður góð sending sem ratar á Alex Freyr Hilmarsson sem tæklar boltann í netið. 1-0 fyrir gestina. FH-ingar reyndu að koma sér inn í leikinn en KR var áfram með öll völd á vellinum út hálfleikinn. FH gerði breytingu í hálfleiknum og fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson kom inn á með meiri ákveðni og baráttu í liðið. FH liðið sýndi meiri gæði og gerði sig líklegri til að jafna leikinn áður en KR liðið refsaði. Það var á 78. mínútu sem KR komst í 2-0 en þá átti Óskar Örn Hauksson frábæra fyrirgjöf inn í teiginn, beint á hausinn á Tobias Thomsen sem skallaði boltann örugglega í hornið. Óverjandi fyrir Daða Freyr. FH var þó ekki lengi að minnka muninn en það leið varla mínúta milli marka þegar Steven Lennon átti þá skot að marki sem hafði viðkomu í Arnór Svein Aðalsteinsson varnarmann KR! Líklega skráð sem sjálfsmark en vel gert hjá Lennon samt sem áður. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu að reyna jafna metin og komust næst því á 89. mínútu þegar Jákup Thomsen átti skot að marki KR en Beitir Ólafsson varði vel í marki KR. Leikurinn fjaraði út eftir þetta og KR fagnaði góðum sigri!Af hverju vann KR?Voru einfaldlega sterkari og ákveðnari í kvöld. Þeir vildu þetta meira og gæðin fram á við í Óskari og Tobias skildu liðin að. Hverjir stóðu upp úr?Hjá gestunum var Tobias Thomsen öflugur, hann skoraði og lagði upp fyrra markið. Óskar Örn er alltaf hættulegur, hann átti lykilsendinguna í fyrra markinu og lagði síðan upp seinna markið. Beitir Ólafsson var síðan flottur í markinu. Hjá FH var Steven Lennon bestur, gaf sig allan í þetta og náði að koma liðinu inn í leikinn. Daði Freyr Arnarsson átti lítið í mörkin en átti annars fínan leik.Hvað gekk illa?Miðjan hjá FH var ekki góð í fyrri hálfleik og var á eftir í flestum aðgerðum, það vantaði upp á ákveðni og baráttu en það batnaði töluvert þegar Davíð Þór kom inn á í hálfleik.Hvað gerist næst?Bæði lið eiga bikarleik næstkomandi fimmtudag. KR fær Inkasso lið Njarðvíkur í heimsókn á meðan FH tekur á móti grönnum þeirra í Grindavík.Beitir Ólafsson ver frá Brandi Olsen úr dauðafæri.vísir/daníel þórÓlafur: Davíð er ekki 90 mínútna maðurÓlafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins 4 stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.” Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.” FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.” Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum.Rúnar fagnar með þjálfarateymi KR eftir leikinn.vísir/daníel þórRúnar Kr: Fyrir KR og okkur er hann frábærRúnar Kristinsson þjálfari KR var mjög ánægður með sigur sinna manna gegn FH í Kaplakrika í kvöld. KR endurheimti toppsæti deildarinnar með sigrinum. Hann sagði liðið hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum rosalega vel skipulagðir og strákarnir unnu vinnuna sína gríðarlega vel en við vorum farnir að þreytast hérna í lokin en mér fannst þetta í rauninni verðskuldaður sigur. FH setti okkur undir smá pressu í restina en Beitir gerir vel fyrir okkur.” KR liðið hefur leikið þrjá erfiða leiki í röð núna gegn ÍA upp á skaga, Val heima og núna gegn FH í Kaplakrika. Rúnar sagðist vel þiggja þessi 9 stig sem liðið hefur sótt. „Jú maður þiggur öll stig sem eru í boði. Við viljum helst reyna vinna alla leiki sem við förum í en það gengur ekki alltaf upp, það er búið að ganga upp núna nokkrum sinnum og við erum mjög ánægðir með 3 stig hér í kvöld.” Rúnar viðurkenndi það fúslega að hann hafði smá áhyggjur af því að FH myndi ná að jafna leikinn undir lokin. „Já auðvitað hefur maður áhyggjur þegar það munar bara einu marki og FH-ingar voru að setja okkur undir mikla pressu undir restina en mér fannst við leysa síðustu 7-8 mínúturnar vel.” Rúnar sagði fyrr í vetur að Beitir Ólafsson væri besti markmaðurinn í deildinni, hann er ánægður að Beitir sé að standa undir því. „Beitir er frábær markmaður og ég segi ekkert svona nema ég viti hvað ég er að segja og ég þekki hann betur en allir aðrir þar sem ég er að þjálfa hann og vinna með honum. Við sjáum bara hvað hann gerir fyrir okkur. Fyrir KR og hvernig við spilum er hann frábær fyrir okkur.” Hann sagði að lokum að hann byggist við erfiðum leik í bikarnum gegn Njarðvík næstkomandi fimmtudag. „Njarðvík er með gott lið og við spiluðum gegn þeim í Lengjubikarnum í vor og við áttum í miklum erfiðleikum gegn þeim á löngum stundum. Það hefur gengið illa hjá þeim upp á síðkastið en bikarinn er nýtt mót og þeir koma líklega sterkir til leiks á KR-völlinn og við þurfum á öllum okkar bestu leikmönnum að halda,” sagði Rúnar að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti