Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. Eftir það datt hún niður í 4.sæti. Hún fer þó ekki tómhent heim en hún fær 50,000 Bandaríkjadali fyrir.
Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 10.sæti sem verður að teljast mjög gott. Það var ríkjandi heimsmeistarinn Tia Clair Toomey sem vann kvennaflokkinn. Hún er fyrsta konan til þess að vinna þrjá heimsleika í röð.
Katrín klárar í fjórða sæti

Tengdar fréttir

Brynjar Ari og Sigurður Hjörtur báðir í 3. sæti á heimsleikunum
Íslensku keppendurnir í flokkum 14-15 ára og 35-39 ára á heimsleikunum í CrossFit náðu góðum árangri.

Svona lítur síðasti dagurinn út á heimsleikunum í CrossFit
Úrslitin ráðast á heimsleikunum í CrossFit í dag.

Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit
Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit.

Katrín Tanja og Björgvin Karl í þriðja sæti fyrir síðustu greinina
Katrín Tanja og Björgvin Karl sitja bæði í þriðja sæti fyrir síðustu keppnisgrein á heimsleikunum í CrossFit.