Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Afturelding 25-31 | Afturelding hafði betur í nágrannaslagnum í Grafarvogi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2019 19:30 Birkir var markahæstur í liði Aftureldingar í dag. vísir/eyþór Eftir ótrúlega byrjun stefndi í þægilegan sigur Aftureldingar en það varð ekki raunin. Liðið hafði á endanum betur í þessum nágrannaslag en leikurinn varð mjög spennandi í síðari hálfleik. Lokatölur 31-25 Aftureldingu í vil. Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu leikinn frábærlega á meðan heimamenn byrjuðu leikinn hreint út sagt skelfilega. Þegar tíu mínútur voru liðnar var staðan 7-1 fyrir Aftureldingu og hún var orðin 9-1 þegar heimamenn skoruðu loks sitt annað mark í leiknum. Eftir það tóku leikmenn Fjölnis við sér og tókst þeim að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 12-11 en þá tók Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar leikhlé. Við það vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og þá helst Arnór Freyr Stefánsson markvörður en hann hafði kólnað verulega þegar Fjölnir fór að saxa á forskot Mosfellina. Munurinn fjögur mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan 17-13 Aftureldingu í vil. Birkir Benediktsson var þeirra markahæstur með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Það virtist í upphafi síðari hálfleiks sem Afturelding ætlaði að gera út um leikinn en heimamenn voru ekki á sama máli. Þeir lifnuðu heldur betur við og minnkuðu forskotið jafnt og þétt næstu mínútur. Var munurinn kominn niður í eitt mark þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og mikil spenna í húsinu. Munurinn var áfram eitt til tvö mörk þangað til rúmar tíu mínútur voru eftir. Afturelding fékk kjörið tækifæri til að hrista heimamenn af sér en Axel Hreinn varði tvö víti með stuttu millibili. Það síðar setti Tumi Steinn Rúnarsson í andlitið á honum og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Um óviljaverk var þó að ræða. Heimamenn fengu einnig víti til að jafna metin í 23-23 en Arnór Freyr varði meistaralega og gestirnir skoruðu næstu tvö mörk leiksins og voru því 25-22 yfir þegar sjö mínútur lifðu leiks. Þeir létu svo kné fylgja kviði á meðan allt loft var úr heimamönnum og unnu Afturelding á endanum sex marka sigur, lokatölur 31-25.Af hverju vann Afturelding? Af því þeir byrjuðu leikinn meistaralega. Þeir komust 9-1 yfir og var það í rauninni það sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Þá má segja að heimamenn hafi frosið á ögurstundu en þeir fengu gullin tækifæir til að jafna leikinn í stöðunni 23-22 fyrir Aftureldingu.Hverjir stóðu upp úr? Birkir Benediktsson var magnaður í fyrri hálfleik en sást varla í þeim síðari. Hann var samt sem áður markahæstur í liði Aftureldingar með átta mörk. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom þar á eftir með sjö mörk. Þá varði Arnór Freyr 14 skot í markinu, þar af víti á ögurstundu. Hjá Fjölni var Breki Dagsson með átta mörk en hann tók alls 16 skot í leiknum. Brynjar Óli Kristjánsson og Goði Ingvar skoruðu sex mörk hvor. Þá varði Axel Hreinn 16 skot í markinu. Þar af vítin tvö sem hefðu geta hleypt Fjölni almennilega inn í leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis gekk skelfilega framan af. Þá má segja að dómarapar leiksins hafi átt betri daga en á tímabili voru allir á móti þeim hér í kvöld.Hvað gerist næst? Afturelding fær ÍR-inga í heimsókn í næstu umferð á meðan Fjölnismenn heimsækja Hauka í Hafnafjörðinn.Vísir/StefánKári Garðarsson: Hefði mátt vera klókari „Fúll að tapa, vorum í góðu færi að ná einhverju út úr þessu undir lok leiksins en það munaði bara einu marki þegar fimm mínútur voru eftir. Það eru kannski fyrstu viðbrögð en við byrjuðum skelfilega og leit út fyrir mjög vondan dag á skrifstofunni í stöðunni 9-1 fyrir Aftureldingu. En ég er mjög ánægður með karakterinn hjá drengjunum að ná að gera þetta að leik en svo var lítið eftir á tankinum undir lokin,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Ekki í fljótu bragði. Ég hefði getað rúllað betur á ákveðnum leikmönnum þar sem þeir eru aðallega þrír sem bera hitan og þungan af sóknarleiknum hjá okkur. Náðum að hvíla aðeins meira í fyrri hálfleik en ég hefði mátt vera klókari í því að gefa þeim aðeins meiri mínútur í hvíld á þessum lokakafla svo það skrifast á mig,“ sagði Kári um hvort hann kynni útskýringar á af hverju Fjölnismönnum tókst ekki að nýta meðbyrinn og jafna metin í síðari hálfleik þegar þeir voru í dauðafæri til þess. „Það er karakter að gera það en það er hundfúlt að vera í möguleika á að ná einhverju út úr þessu en gera það ekki,“ sagði Kári að lokum aðspurður út í hvort það jákvæða við leik dagsins hefði verið að koma til baka eftir þessa skelfilegu byrjun.Vísir/BáraEinar Andri Einarsson: Erfitt fyrir hausinn á mönnum að komast 9-1 yfir „Bara hrikalega ánægður með sigurinn. Finnst Fjölnisliðið mjög flott lið. Vorum búnir að skoða þá vel og fyrr í vetur. Þeir spila góðan handbolta, góða 5-1 vörn og eru agaðir í sókninni svo ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Andri, þjálfari Aftureldingar, sáttur að leik loknum. „Byrjunin á leiknum var mjög skrítin og óeðlileg. Það getur verið erfitt fyrir hausinn á mönnum að vera komnir 9-1 yfir, menn halda að þeir séu komnir með þetta, fara flýta sér í sókninni og vera óagaðir en það var eitthvað sem við vorum ekki í byrjun leiks,“ sagði Einar Andri um magnaða byrjun Aftureldingar á leiknum. „Að sjálfsögðu en mér fannst við samt hafa ákveðin tök á leiknum. En þegar þetta er svona lítill munur má lítið út af bregða en við höfum verið heilt yfir góðir á lokakaflanum í vetur og ég hafði trú á því að við myndum stíga upp,“ sagði Einar Andir að lokum. Olís-deild karla
Eftir ótrúlega byrjun stefndi í þægilegan sigur Aftureldingar en það varð ekki raunin. Liðið hafði á endanum betur í þessum nágrannaslag en leikurinn varð mjög spennandi í síðari hálfleik. Lokatölur 31-25 Aftureldingu í vil. Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu leikinn frábærlega á meðan heimamenn byrjuðu leikinn hreint út sagt skelfilega. Þegar tíu mínútur voru liðnar var staðan 7-1 fyrir Aftureldingu og hún var orðin 9-1 þegar heimamenn skoruðu loks sitt annað mark í leiknum. Eftir það tóku leikmenn Fjölnis við sér og tókst þeim að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 12-11 en þá tók Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar leikhlé. Við það vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og þá helst Arnór Freyr Stefánsson markvörður en hann hafði kólnað verulega þegar Fjölnir fór að saxa á forskot Mosfellina. Munurinn fjögur mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan 17-13 Aftureldingu í vil. Birkir Benediktsson var þeirra markahæstur með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Það virtist í upphafi síðari hálfleiks sem Afturelding ætlaði að gera út um leikinn en heimamenn voru ekki á sama máli. Þeir lifnuðu heldur betur við og minnkuðu forskotið jafnt og þétt næstu mínútur. Var munurinn kominn niður í eitt mark þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og mikil spenna í húsinu. Munurinn var áfram eitt til tvö mörk þangað til rúmar tíu mínútur voru eftir. Afturelding fékk kjörið tækifæri til að hrista heimamenn af sér en Axel Hreinn varði tvö víti með stuttu millibili. Það síðar setti Tumi Steinn Rúnarsson í andlitið á honum og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Um óviljaverk var þó að ræða. Heimamenn fengu einnig víti til að jafna metin í 23-23 en Arnór Freyr varði meistaralega og gestirnir skoruðu næstu tvö mörk leiksins og voru því 25-22 yfir þegar sjö mínútur lifðu leiks. Þeir létu svo kné fylgja kviði á meðan allt loft var úr heimamönnum og unnu Afturelding á endanum sex marka sigur, lokatölur 31-25.Af hverju vann Afturelding? Af því þeir byrjuðu leikinn meistaralega. Þeir komust 9-1 yfir og var það í rauninni það sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Þá má segja að heimamenn hafi frosið á ögurstundu en þeir fengu gullin tækifæir til að jafna leikinn í stöðunni 23-22 fyrir Aftureldingu.Hverjir stóðu upp úr? Birkir Benediktsson var magnaður í fyrri hálfleik en sást varla í þeim síðari. Hann var samt sem áður markahæstur í liði Aftureldingar með átta mörk. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom þar á eftir með sjö mörk. Þá varði Arnór Freyr 14 skot í markinu, þar af víti á ögurstundu. Hjá Fjölni var Breki Dagsson með átta mörk en hann tók alls 16 skot í leiknum. Brynjar Óli Kristjánsson og Goði Ingvar skoruðu sex mörk hvor. Þá varði Axel Hreinn 16 skot í markinu. Þar af vítin tvö sem hefðu geta hleypt Fjölni almennilega inn í leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis gekk skelfilega framan af. Þá má segja að dómarapar leiksins hafi átt betri daga en á tímabili voru allir á móti þeim hér í kvöld.Hvað gerist næst? Afturelding fær ÍR-inga í heimsókn í næstu umferð á meðan Fjölnismenn heimsækja Hauka í Hafnafjörðinn.Vísir/StefánKári Garðarsson: Hefði mátt vera klókari „Fúll að tapa, vorum í góðu færi að ná einhverju út úr þessu undir lok leiksins en það munaði bara einu marki þegar fimm mínútur voru eftir. Það eru kannski fyrstu viðbrögð en við byrjuðum skelfilega og leit út fyrir mjög vondan dag á skrifstofunni í stöðunni 9-1 fyrir Aftureldingu. En ég er mjög ánægður með karakterinn hjá drengjunum að ná að gera þetta að leik en svo var lítið eftir á tankinum undir lokin,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Ekki í fljótu bragði. Ég hefði getað rúllað betur á ákveðnum leikmönnum þar sem þeir eru aðallega þrír sem bera hitan og þungan af sóknarleiknum hjá okkur. Náðum að hvíla aðeins meira í fyrri hálfleik en ég hefði mátt vera klókari í því að gefa þeim aðeins meiri mínútur í hvíld á þessum lokakafla svo það skrifast á mig,“ sagði Kári um hvort hann kynni útskýringar á af hverju Fjölnismönnum tókst ekki að nýta meðbyrinn og jafna metin í síðari hálfleik þegar þeir voru í dauðafæri til þess. „Það er karakter að gera það en það er hundfúlt að vera í möguleika á að ná einhverju út úr þessu en gera það ekki,“ sagði Kári að lokum aðspurður út í hvort það jákvæða við leik dagsins hefði verið að koma til baka eftir þessa skelfilegu byrjun.Vísir/BáraEinar Andri Einarsson: Erfitt fyrir hausinn á mönnum að komast 9-1 yfir „Bara hrikalega ánægður með sigurinn. Finnst Fjölnisliðið mjög flott lið. Vorum búnir að skoða þá vel og fyrr í vetur. Þeir spila góðan handbolta, góða 5-1 vörn og eru agaðir í sókninni svo ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Andri, þjálfari Aftureldingar, sáttur að leik loknum. „Byrjunin á leiknum var mjög skrítin og óeðlileg. Það getur verið erfitt fyrir hausinn á mönnum að vera komnir 9-1 yfir, menn halda að þeir séu komnir með þetta, fara flýta sér í sókninni og vera óagaðir en það var eitthvað sem við vorum ekki í byrjun leiks,“ sagði Einar Andri um magnaða byrjun Aftureldingar á leiknum. „Að sjálfsögðu en mér fannst við samt hafa ákveðin tök á leiknum. En þegar þetta er svona lítill munur má lítið út af bregða en við höfum verið heilt yfir góðir á lokakaflanum í vetur og ég hafði trú á því að við myndum stíga upp,“ sagði Einar Andir að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti