Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2020 11:03 Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. visir/Friðrik Þór Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn. Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn.
Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53
Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00