Fréttir

Móðirin á­fram í haldi og hús­leit á Ír­landi

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir.

Innlent

„Þetta í raun stað­festir það sem að flestir bjuggust við“

Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland.

Erlent

Til skoðunar að flytja Sjálf­stæðis­flokkinn úr Val­höll

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gærkvöldi tillögu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins, um að skipa þriggja manna húsnæðisnefnd til þess að skoða framtíðartilhögun húsnæðismála flokksins. Heimildir Vísis herma að til skoðunar sé að flytja höfuðstöðvar flokksins úr Valhöll.

Innlent

Bylting í heil­brigðis­þjónustu og á­róður Banda­ríkja­manna

Mögulegt er að efla forvarnir, sjúkdómsgreiningar og meðferðir með heilbrigðisþjónustu sem er sniðin að hverjum og einum. Til þess er hægt að nota upplýsingar úr lífsýnasöfnum og gagnagrunnum sem Íslensk erfðagreining hefur til að mynda byggt upp. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Kára Stefánsson og heilbrigðisráðherra sem mun beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp og telur að Íslendingar geti orðið leiðandi á sviðinu.

Innlent

Tilraunaskotið heppnaðist loksins

Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Erlent

Raðsund­laugar­kúkari gengur laus í Oulu

Borgaryfirvöldum í finnsku borginni Oulu er nóg boðið vegna þess að ítrekað hefur verið kúkað í almenningssundlaug í borginni í sumar. Þau hafa kært athæfið til lögreglu en á meðan gengur raðkúkarinn laus.

Erlent

Stefna Open AI vegna sjálfs­vígs sonarins

Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi.

Erlent

Vilja halda leiðbeinandanum á­fram bak við lás og slá

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu sem leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg. Lögregla rannsakar nú ábendingar um brot gegn fleiri börnum á leikskólanum og segir rannsókn miða vel.

Innlent

Lög­festa bann gegn síma­notkun í skólum

Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun.

Erlent

Kynna drög að nýrri stefnu í heil­brigðis­málum

Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent

Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjöru­tíu ára ferli

Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum.

Innlent

Enginn vilji taka á­byrgð á því hve­nær eigi að loka Reynis­fjöru

Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður segir að hún kom að Reynisfjöru snemma í morgun hafi aðstæður verið gríðarlega erfiðar, en svæðinu hafi þrátt fyrir það ekki verið lokað. Hún hafi haft samband við lögreglu sem hafi sagt að það væri ekki búið að taka ákvörðun um hver tæki ábyrgð á því að loka svæðinu ef svo bæri undir.

Innlent

Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn

Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins.

Innlent

Sakar eftir­lits­aðila um að fram­fylgja ekki leigubílalögum

Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum.

Innlent

Hraðbankinn fannst á Hólms­heiði

Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna.

Innlent