Veður

Fréttamynd

Hvessir sunnan- og austan­til í kvöld

Lægðin sem olli snjókomunni á Norður- og Austurlandi í nótt fjarlægist nú landið og má reikna með fremur hægum vindi á landinu í dag. Víða eru líkur á stöku éljum og má reikna með frosti á bilinu núll til átta stig. Það hvessir hins vegar í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir sunnan- og austantil vegna hvassviðris.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kólnar í veðri

Dálítil lægð er nú á leið norður yfir landið og fylgir henni stíf sunnanátt og rigning nú í morgunsárið. Þó má reikna með hægari vindi og slyddu eða snjókomu norðvestan- og vestantil.

Veður
Fréttamynd

Vindur nær storm­styrk á norðvestan­verðu landinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Víða skúrir og hlýnandi veður

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Bjart, kalt og hægur vindur

Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Norðan­áttin getur náð storm­styrk

Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Vind­strengir ná mögu­lega storm­styrk í kvöld

Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Veður
Fréttamynd

Segir um­ferðar­menninguna oft erfiða á Hellis­heiðinni

Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið.

Veður
Fréttamynd

„Það versta stendur yfir ára­mótin“

Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. 

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir snjó­komu vestast

Minnkandi norðanátt er í dag og búist er við því að það dragi úr éljum og að áfram verði bjart um sunnanvert landið. Þá er harðnandi frost og í kvöld er útlit fyrir snjókmu vestast á landinu, en líklega mun hún einungis standa yfir í nokkra klukkutíma.

Veður
Fréttamynd

Spáir stillu og miklu svifryki um ára­mótin

Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda.

Veður
Fréttamynd

Stíf suð­vestan­átt á­fram ríkjandi

Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark.

Veður
Fréttamynd

Dregur úr vindi en á­fram vetrar­veður

Draga á úr vindi og élum í nótt víða á landinu, með slyddu og rigningu í fyrramálið. Enn verður hvasst við suðurströndina. Á næstu dögum er búist við því að kólni töluvert.

Veður
Fréttamynd

Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissu­stigi

Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins og víða hvasst og hált.  Þrengsli eru lokuð og Krýsuvíkurvegur. Allt norðanvert Snæfellsnes er ófært og fjöldi vega á Vesturlandi á óvissustigi og verða það þar til klukkan 21 í kvöld.

Veður