Fréttir

Hiti að tíu stigum en víða nætur­frost

Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna.

Veður

Tollar Trump á stál og ál taka gildi

Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri.

Erlent

Tveir kaflar að Látra­bjargi lag­færðir fyrir almyrkvann

Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti.

Innlent

Svefn­lyf ávana­bindandi og auki hættu á heila­bilun

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra.

Innlent

Vinna hafin við nýja göngu­brú í Vogahverfinu

Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf..

Innlent

„Núna reynir auð­vitað á Rússa“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar.

Innlent

Nokkur hinna hand­teknu tengjast tál­beitu­hópum

Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot.

Innlent

Úkraína sam­þykkir til­lögu um vopna­hlé

Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði.

Erlent

Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufu­nesi og lést skömmu síðar

Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag.

Innlent

Einn grunaður um mann­dráp vegna víta­verðrar van­rækslu

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær.

Erlent

Fimm í haldi vegna rann­sóknar á and­láti

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Innlent

Rúm­mál kviku ekki verið meira frá því gos­hrinan hófst 2023

Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli.

Innlent

Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát

Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum.

Innlent

Gaf rang­lega í skyn að Úkraína bæri á­byrgð á á­rás á X

Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“.

Erlent

Ættbálkaleiðtogar felldir í á­rás al-Shabaab

Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab felldu að minnsta kosti sex manns og þar af tvo ættbálkaleiðtoga í bænum Beledweyne í Sómalíu í dag. Fyrstu sprengdi maður sig upp í bíl fyrir utan hótel í bænum og skutu vígamennirnir sér svo leið þar inn.

Erlent

Starfs­menn á tveimur stöðum veikst vegna myglu

Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil.

Innlent

Stúlkan er fundin

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir ellefu ára stúlku úr Reykjanesbæ í hádeginu. Stúlkan fannst nokkruð síðar.

Innlent

Þegar Duterte vonaði að Ís­lendingar frysu í hel

Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar.

Erlent