Fréttir Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Friður um Bríetartún 20, sem kallað hefur verið „hryllingshúsið“ vegna gripdeilda og ógnandi framgöngu konu sem búsett er í húsinu, virðist óhugsandi. Nú í morgun var maður borinn þaðan út. Innlent 22.5.2025 12:04 Mjög alvarlegt tilfelli Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund. Innlent 22.5.2025 11:39 Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Í hádegisfréttum fjöllum við um mikinn viðbúnað sem var í morgun við Hjarðarhaga þar sem allt tiltækt slökkvilið mætti vegna gruns um eldsvoða. Innlent 22.5.2025 11:37 Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í styrkjamálið svokallað. En það hefur verið talsvert til umræðu á þinginu að undanförnu. Innlent 22.5.2025 11:05 Skera niður til að mæta launahækkunum Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. Innlent 22.5.2025 11:04 Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Þrír voru fluttir í sjúkrabíl af vettvangi eldsvoða í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun. Um töluverðan eld var að ræða og sprakk rúða í íbúð á jarðhæð þar sem eldurinn kom upp. Innlent 22.5.2025 10:25 Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. Innlent 22.5.2025 10:21 Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Erlent 22.5.2025 10:03 Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Innlent 22.5.2025 09:14 Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Afstaða, félag fanga, stendur fyrir ráðstefnu í dag í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Verður þar meðal annars rætt um hvernig afplánun hefur breyst og hvað hafi almennt breyst í fangelsismálum á síðustu árum. Innlent 22.5.2025 08:30 Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. Innlent 22.5.2025 08:30 Mikilvægt að samfélagið komi sér saman um símasiði Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndbandið Horfumst í augu með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins. Innlent 22.5.2025 08:02 Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Hæðin milli Íslands og Skotlands, sem stjórnað hefur góða veðrinu síðustu daga, er að gefa eftir og því opnað leiðina fyrir lægðir að sækja að landinu. Veður 22.5.2025 07:12 Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41 Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06 Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Innlent 22.5.2025 06:02 Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21.5.2025 23:44 Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44 Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37 Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. Innlent 21.5.2025 22:28 EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Innlent 21.5.2025 21:42 Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Erlent 21.5.2025 21:32 Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Innlent 21.5.2025 20:38 Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. Innlent 21.5.2025 20:03 Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01 Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2025 18:01 Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja upp í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. Innlent 21.5.2025 16:45 Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Innlent 21.5.2025 16:12 Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslys telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07 Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Friður um Bríetartún 20, sem kallað hefur verið „hryllingshúsið“ vegna gripdeilda og ógnandi framgöngu konu sem búsett er í húsinu, virðist óhugsandi. Nú í morgun var maður borinn þaðan út. Innlent 22.5.2025 12:04
Mjög alvarlegt tilfelli Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund. Innlent 22.5.2025 11:39
Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Í hádegisfréttum fjöllum við um mikinn viðbúnað sem var í morgun við Hjarðarhaga þar sem allt tiltækt slökkvilið mætti vegna gruns um eldsvoða. Innlent 22.5.2025 11:37
Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í styrkjamálið svokallað. En það hefur verið talsvert til umræðu á þinginu að undanförnu. Innlent 22.5.2025 11:05
Skera niður til að mæta launahækkunum Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. Innlent 22.5.2025 11:04
Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Þrír voru fluttir í sjúkrabíl af vettvangi eldsvoða í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun. Um töluverðan eld var að ræða og sprakk rúða í íbúð á jarðhæð þar sem eldurinn kom upp. Innlent 22.5.2025 10:25
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. Innlent 22.5.2025 10:21
Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Erlent 22.5.2025 10:03
Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Innlent 22.5.2025 09:14
Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Afstaða, félag fanga, stendur fyrir ráðstefnu í dag í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Verður þar meðal annars rætt um hvernig afplánun hefur breyst og hvað hafi almennt breyst í fangelsismálum á síðustu árum. Innlent 22.5.2025 08:30
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. Innlent 22.5.2025 08:30
Mikilvægt að samfélagið komi sér saman um símasiði Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndbandið Horfumst í augu með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins. Innlent 22.5.2025 08:02
Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Hæðin milli Íslands og Skotlands, sem stjórnað hefur góða veðrinu síðustu daga, er að gefa eftir og því opnað leiðina fyrir lægðir að sækja að landinu. Veður 22.5.2025 07:12
Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41
Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06
Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Innlent 22.5.2025 06:02
Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21.5.2025 23:44
Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44
Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37
Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. Innlent 21.5.2025 22:28
EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Innlent 21.5.2025 21:42
Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Erlent 21.5.2025 21:32
Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Innlent 21.5.2025 20:38
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. Innlent 21.5.2025 20:03
Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01
Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2025 18:01
Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja upp í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. Innlent 21.5.2025 16:45
Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Innlent 21.5.2025 16:12
Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslys telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07
Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59