Fréttir

Mjög al­var­legt til­felli

Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund.

Innlent

Fjölga ferðum og auka tíðni á­kveðinna leiða Strætó í haust

Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031.

Innlent

Kynntu fyrir­hugaðan Sæbrautar­stokk

Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030.

Innlent

Mikil­vægt að sam­fé­lagið komi sér saman um símasiði

Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndbandið Horfumst í augu með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins.

Innlent

Ráðist með hníf að ung­menni í Hafnar­firði

Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum.

Innlent

Segja slúbberta hjá hinu opin­bera kosta ríkið 30 til 50 milljarða ár­lega

Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks.

Innlent

Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér

Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans.

Erlent

Notuðu þúsundir mynda­véla til að vakta hergagnaflutninga

Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna.

Erlent

Öskrandi og ber að ofan við grunn­skóla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi.

Innlent

Sat fyrir for­seta Suður-Afríku með á­sökunum um þjóðar­morð á hvítum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans.

Erlent

Neyðar­að­stoð í gíslingu, ó­vænt á­kvörðun og ærandi spenna

Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Slæmur frá­gangur akkerisins olli slysinu

Rannsóknarnefnd samgönguslys telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins.

Innlent