Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 18:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skilur hvorki upp né niður í umfjöllun bresku blaðanna. Vísir/Sigurjón Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin. Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega. Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega.
Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?