Fréttir

Ekki á­kærður fyrir mann­dráp í Kiðja­bergi

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp.

Innlent

Við­gerð lokið og raf­magn aftur á í Vík

Aðgerðum og viðgerð á streng frá Holti að Vík í Mýrdal er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi. Sérfræðingur hjá RARIK segir tímann og náttúruna verða að leiða í ljós hversu vel ný rör haldi strengnum. 

Innlent

Tveir frétta­menn RÚV söðla um

Benedikt Sigurðsson og Valur Grettisson, fréttamenn á Ríkisútvarpinu, hafa ákveðið að segja skilið við fréttastofu RÚV. Annar er hættur en hinn að vinna sínar síðustu vaktir. Þeir hófu störf á svipuðum tíma í ársbyrjun 2023.

Innlent

For­stjóri FBI hyggst stíga til hliðar

Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 

Erlent

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Ís­lands til 2042

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið.

Innlent

Fram­úr­skarandi Ís­lendingur sendur úr landi

Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi.

Innlent

Vonbetri eftir daginn í dag

„Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“

Innlent

Sí­fellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku

Yfirvöld í Suður-Afríku hafa varað sérstaklega við því að sífellt fleiri eru að stökkva fyrir bíla, með því markmiði að fá greitt úr tryggingasjóði ríkisins. Þetta er sérstaklega gert á gatnamótum og við stöðvunarskilti, þar sem ökumenn hægja á sér.

Erlent

Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn

Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi.

Erlent

Efling lætur ekki af að­gerðum á meðan SVEIT endur­skoðar samning

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. 

Innlent

Synir konunnar lýsa and­láti hennar sem létti

Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur.

Innlent

Skrifaði um að drepa „baunateljara“

Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það.

Erlent

SVEIT endur­skoðar kjara­samning við Virðingu

SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT.

Innlent

Daníel fær 24 ára dóm til við­bótar fyrir barna­níð

Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu.

Erlent

Telja sólar­orku ekki vera auð­lind

Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum.

Innlent

Fram­lengja gæslu­varð­hald vegna á­rásar á Vopna­firði

Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. 

Innlent

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flug­vélum DHL

Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Erlent

Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á mynda­vélunum“

Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri.

Erlent

Ára­tugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara

Bandarískur maður sem vakti athygli á heimsvísu fyrr á árinu með því að ráðast á dómara sem neitaði að veita honum skilorðsbundinn dóm hefur verið dæmdur til áratuga langrar fangelsisvistar. Deobra Redden mun þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 26 ár fyrir árásina á dómarann Mary Kay Holthus.

Erlent