Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 06:30 Karl Ingi Vilbergsson sótti málið fyrir ákæruvaldið. Hann fór ekki fram á að Margrét yrði gerð arflaus og því vísaði dómurinn frá kröfu hálfbróður hennar. Vísir/Vilhelm Hálfbróðir Margrétar Löf krafðist þess fyrir dómi að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfu hans var vísað frá dómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu. Margrét Halla Löf var í gær dæmd í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Fjallað er ítarlega um dóminn í fréttinni að neðan. Í rökstuðningi dómsins segir að í erfðalögum segi að hafi maður af ásetningi framið brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, sem hafi haft í för með sér dauða annars manns, megi ákveða með dómi að gerandi hafi fyrirgert rétti sínum til þess að erfa manneskjuna sem látin er. Svipaða heimild sé að finna í erfðalögum um önnur ofbeldisbrot og stórfelldar misgerðir sem eru refsiverðar og unnar af ásetningi. Þar þurfi krafan þó að koma frá þeim sem „fyrir misgerð verður.“ Verði að koma frá ákæruvaldinu Í dómi segir að slík krafa geti þó ekki rúmast innan einkaréttarkröfu þegar ákæruvaldið lagði ekki fram slíka kröfu. Ákæruvaldið verði sjálft að taka það upp hvort það eigi að krefjast þess að gerandi, í þessu tilfelli Margrét, hafi fyrirgert erfðarétti sínum og fylgja því eftir fyrir dómi. Það hafi hins vegar ekki verið gert og því geti dómurinn ekki séð hvernig slík krafa geti rúmast innan einkaréttarkröfu hálfbróður hennar. Því var kröfunni vísað frá. Það er í samræmi við kröfu Margrétar sem krafðist þess að þessari kröfu yrði vísað frá á þeim grundvelli að það sé aðeins á forræði ákæruvalds að krefjast sviptingar erfðaréttar. Margrét krafðist þess til var að hún yrði sýknuð. Grunuð um manndráp við Súlunes Dómsmál Garðabær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Margrét Halla Löf var í gær dæmd í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Fjallað er ítarlega um dóminn í fréttinni að neðan. Í rökstuðningi dómsins segir að í erfðalögum segi að hafi maður af ásetningi framið brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, sem hafi haft í för með sér dauða annars manns, megi ákveða með dómi að gerandi hafi fyrirgert rétti sínum til þess að erfa manneskjuna sem látin er. Svipaða heimild sé að finna í erfðalögum um önnur ofbeldisbrot og stórfelldar misgerðir sem eru refsiverðar og unnar af ásetningi. Þar þurfi krafan þó að koma frá þeim sem „fyrir misgerð verður.“ Verði að koma frá ákæruvaldinu Í dómi segir að slík krafa geti þó ekki rúmast innan einkaréttarkröfu þegar ákæruvaldið lagði ekki fram slíka kröfu. Ákæruvaldið verði sjálft að taka það upp hvort það eigi að krefjast þess að gerandi, í þessu tilfelli Margrét, hafi fyrirgert erfðarétti sínum og fylgja því eftir fyrir dómi. Það hafi hins vegar ekki verið gert og því geti dómurinn ekki séð hvernig slík krafa geti rúmast innan einkaréttarkröfu hálfbróður hennar. Því var kröfunni vísað frá. Það er í samræmi við kröfu Margrétar sem krafðist þess að þessari kröfu yrði vísað frá á þeim grundvelli að það sé aðeins á forræði ákæruvalds að krefjast sviptingar erfðaréttar. Margrét krafðist þess til var að hún yrði sýknuð.
Grunuð um manndráp við Súlunes Dómsmál Garðabær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira