Fréttir

Sagður slaka á kröfum og úti­loka ekki landsvæðaskipti

Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 

Erlent

„Sannar­lega ekki eitt­hvað sem ég ætlaði að taka þátt í“

Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum.

Innlent

Buðu ferða­mönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri

Spænska lögreglan gerði rassíu í tveimur andlegum athvörfum í austurhluta Spánar. Lögregla handtók þrjá og lagði hald á ellefu lítra af ayahuasca, 117 Sanpedrókaktusplöntur og nokkrar flöskur af froskaeitri. Öll eru þetta efni sem hafa ofskynjunaráhrif. Athvörfin græða á tá og fingri með því að selja „stjarnferðalög.“

Erlent

Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lög­regluna á sitt vald

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu.

Erlent

Fylla í skörð reynslubolta

Tækniskólinn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur sem tekið hafa til starfa. Guðrún Ýrr Tómasdóttir tekur við starfi skólastjóra Raftækniskólans og Baldvin Freysteinsson stöðu fjármálastjóra Tækniskólans. Þau taka bæði við af lykilstarfsmönnum sem hafa gegnt þessum stöðum frá stofnun Tækniskólans.

Innlent

„Al­var­legar af­leiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt

Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi.

Innlent

Engin byssa reyndist vera í bílnum

Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að taka ökumann fastan vegna gruns um að hann væri með skotvopn í bílnum. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn æki um vopnaður og var stöðvaður í kjölfarið í Mjóddinni. Hann reyndist ekkert skotvopn hafa.

Innlent

Svara til saka eftir tvær vikur

Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn.

Innlent

Dásamar ÁTVR og skýtur á lög­reglu­stjóra

Fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir sæta furðu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki enn lokið rannsókn á fólki sem selur áfengi á netinu í trássi við lög. Áfengissala á Íslandi þurfi að vera á samfélagslegum forsendum.

Innlent

Virkjanir í Skaga­firði úr vernd í bið en Urriða­foss í nýtingu

Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki.

Innlent

27 daga frost­lausum kafla lokið

Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og víða bjart og fallegt veður. Það kólnaði niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt, fór niður í 1,3 gráðu frost, en þetta var í fyrsta sinn sem mældist frost á landinu síðan 13. júlí.

Veður

Meira að segja happ þegar frysti­húsið brann

Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist.

Innlent