Fréttir

Búið að birta um­hverfis­mats­skýrslu fyrir Sunda­braut

Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar.

Innlent

Fá­mennir hópar sagðir geta skuld­bundið sveitar­fé­lög með frum­varpi ráð­herra

Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga.

Innlent

Dóttir bæjar­stjórans grunuð um á­rásina

Iris Stalzer, verðandi bæjarstjóri í þýska bænum Herdecke sem fannst alvarlega særð eftir stungusár á heimili sínu í síðustu viku, hefur greint lögreglu frá því að ættleidd dóttir hennar beri ábyrgð á árásinni.

Erlent

Bein út­sending: Mikil fagnaðar­læti í Palestínu og Ísrael

Hamas-liðar slepptu í morgun þeim tuttugu gíslum sem voru enn í haldi þeirra í morgun og samhliða því slepptu Ísraelar tæplega tvö þúsund manns sem þeir hafa haldið föngnum. Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað bæði í Ísrael og á Gasaströndinni og Vesturbakkanum.

Erlent

Styttist í stóra á­kvörðun vegna Sunda­brautar

Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu.

Innlent

Gert að vara við sjald­gæfum fylgi­kvilla

Danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur verið gert að bæta viðvörun um mjög sjaldgæfan fylgikvilla á pakkningar Ozempic, Wegovo og Rybelsus um að notendur þyngdarstjórnunarlyfjanna vinsælu geti misst sjónina. Það er að skipan Lyfjastofnunar Evrópu en um er að ræða sjúkdóminn NAION, sem getur leitt til mikils sjónarmissis eða algerrar blindu en það er þó mjög sjaldgæft.

Erlent

Halda æfingu fyrir finnska þing­menn í neyðar­skýli

Finnskir þingmenn verða í fyrsta skipti látnir æfa að nota neyðarskýli í kjallara þinghússins í Helsinki í vetur. Aukin áhersla hefur verið lögð á ýmis konar neyðarviðbúnað á Norðulöndum undanfarin misseri, ekki síst vegna vaxandi fjölþáttaógnar frá Rússlandi.

Erlent

Al­gengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf

Niðurstöður samevrópskrar rannsóknar sýna að um 40 prósent Íslendinga hafa fengið lánað eða lánað lyfsseðilsskyld lyf síðasta árið. Algengast var að fólk fengi lánuð eða lánaði verkjalyf eða róandi lyf. Sextán prósent þeirra sem höfðu lánað eða fengið lánað sögðu það hafa verið gert í neyð.

Innlent

Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni

Þeir tuttugu gíslar sem voru enn lifandi í haldi Hamas-samtakanna var sleppt og þeir afhentir Rauða krossinum í morgun. Þetta staðfestir Ísraelsher. Gert er ráð fyrir að líkum 28 gísla til viðbótar verði skilað síðar í dag.

Erlent

„Ís­land fyrst, svo allt hitt“

Ungir Miðflokksmenn tóku upp á að nota nýtt slagorð í aðdraganda landsfundarins sem fór fram um helgina. „Ísland fyrst, svo allt hitt“ er slagorðið og er sótt í smiðju hægriflokka bæði austanhafs og vestan-, og Flokks fólksins.

Innlent

430 sunn­lenskir grunn­skóla­kennarar funduðu á Flúðum

„Gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni“ í skólastarfi voru aðal málin á tveggja daga haustþingi kennara á Suðurlandi. Formaður Kennarafélags Suðurlands treystir sér ekki til að segja um hvort banna eigi símanotkun eða ekki í sunnlenskum skólum.

Innlent

Flóð­gáttir þurfi að opnast í Gasa

Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu.

Innlent

Odd­vitinn ætlar ekki aftur fram

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram.

Innlent

Tuttugu stig á nokkrum stöðum

Hitatölur náðu tuttugu stigum á nokkrum stöðum á Austurlandi í dag. Átta ár eru síðan hiti mældist rauf tuttugu gráða múrinn í október. 

Veður

Í­búar í Laugar­dal uggandi: Vega­gerðin hafi hlaupið á sig vegna Sunda­brautar

Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúasamtaka segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna.

Innlent