Fréttir Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Innlent 20.5.2025 19:03 „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land. Innlent 20.5.2025 18:36 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. Erlent 20.5.2025 18:27 Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Smáskjálftahrina reið yfir milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells nú síðdegis. Um þrjátíu skjálftar mældist á svæðinu á rúmri klukkustund. Innlent 20.5.2025 18:09 Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Mikill viðbúnaður var í Ísafjarðardjúpi í dag þegar farþegabátur varð vélarvana og hátt í fimmtíu var komið til bjargar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá vettvangi og ræðum við fulltrúa Landsbjargar í beinni en allar björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út. Innlent 20.5.2025 18:01 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Alls sóttu 32 einstaklingar um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun en 7 umsækjendur drógu umsóknar sínar til baka vegna opinberar nafnbirtingar á umsækjendum. Innlent 20.5.2025 17:15 Fimm keyptu gám sem er ekki til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að kaupa gám sem er ekki til. Að minnsta kosti fimm hafa borgað fyrir gáminn eftir að hafa séð auglýsingu um hann á Facebook. Innlent 20.5.2025 17:13 Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa þóst vera erlendur ferðamaður þegar hann tók leigubíl af Keflavíkurflugvelli í gær. Leigubílstjórinn hafi svo rukkað hann miðað við stórhátíðartaxta, um miðjan dag á mánudegi. Innlent 20.5.2025 17:13 Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður. Innlent 20.5.2025 16:18 Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis. Innlent 20.5.2025 15:55 Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Lyfjafræðingar felldu innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Lyfjafræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins með níutíu prósentum atkvæða. Núverandi samningur er orðinn átján ára gamall en formaður félagsins segir félagsmenn hafa upplifað nýjan samning sem réttindaskerðingu. Innlent 20.5.2025 15:18 Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. Innlent 20.5.2025 14:47 „Þetta fór eins vel og kostur var“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var. Innlent 20.5.2025 14:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. Erlent 20.5.2025 14:24 Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Í dag rennur út frestur í samráðsgátt til að skila inn athugasemd um skýrslu og tillögur starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir áríðandi að fólk nýti þennan lýðræðislega rétt til að skila inn umsögn. Innlent 20.5.2025 14:03 Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Meirihluti í Ísafjarðarbæ er fallinn. Í-listinn var með eins manns meirihluta í bænum, og Framsókn og Sjálftæðisflokkur í minni hluta. Þorbjörn H. Jóhannesson, sem var hjá Í-listanum, hefur ákveðið að hætta að styðja við meirihlutann. Innlent 20.5.2025 13:38 Líkur á eldgosi aukast með haustinu Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Haldist hraði landrissins svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, áætlar Veðurstofa Íslands að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 20.5.2025 13:12 Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Hættu hefur verið afstýrt eftir að farþegabátur með 49 manns um borð tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi á tólfta tímanum í dag. Farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn úr skemmtiferðaskipi sem liggur við höfn á Ísafirði. Innlent 20.5.2025 12:40 „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Björn Teitsson borgarfræðingur veltir því fyrir sér hvers vegna Degi B. Eggertssyni sé iðullega kennt um það að verslunum miðbæjarins sé lokað eða þær fari á hausinn. Innlent 20.5.2025 12:19 „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Innlent 20.5.2025 12:08 Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um málefni hjúkrunarfræðinga. Innlent 20.5.2025 11:40 Agnes Johansen er látin Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri. Innlent 20.5.2025 11:15 Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Daðey Albertsdóttir og Helgi Þór Harðarson hjá skólaþjónustu Mosfellsbæjar segja tilkynningum hafa fjölgað verulega til barnaverndar síðasta árið. Foreldrar hafi jafnvel tekið til þess ráðs að tilkynna sig sjálf vegna úrræðaleysis. Innlent 20.5.2025 09:54 Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Erlent 20.5.2025 09:06 Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Íbúar í grennd við gömlu höfnina í Reykjavík eru ósáttir við fyrirætlanir borgarinnar um stórfellda uppbyggingu í Vesturbugt og segjast ekki vilja „fleiri kassa“ og vísa þar í nýtískuleg fjölbýlishús í naumhyggjustíl. Umhverfissálfræðingur segir ótækt að byggja án þess að hirða um sögu og menningu staðarins og segir samráð við almenning vera leikrit. Innlent 20.5.2025 09:05 Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. Innlent 20.5.2025 07:59 Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða. Erlent 20.5.2025 07:42 Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. Innlent 20.5.2025 07:31 Áfram sól og hlýtt í veðri Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar þoka við ströndina norðan- og vestanlands og mun svalara. Veður 20.5.2025 07:03 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. Innlent 20.5.2025 06:32 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 334 ›
Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Innlent 20.5.2025 19:03
„Það er bara dýrt að vera fátækur“ Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land. Innlent 20.5.2025 18:36
Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. Erlent 20.5.2025 18:27
Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Smáskjálftahrina reið yfir milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells nú síðdegis. Um þrjátíu skjálftar mældist á svæðinu á rúmri klukkustund. Innlent 20.5.2025 18:09
Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Mikill viðbúnaður var í Ísafjarðardjúpi í dag þegar farþegabátur varð vélarvana og hátt í fimmtíu var komið til bjargar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá vettvangi og ræðum við fulltrúa Landsbjargar í beinni en allar björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út. Innlent 20.5.2025 18:01
32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Alls sóttu 32 einstaklingar um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun en 7 umsækjendur drógu umsóknar sínar til baka vegna opinberar nafnbirtingar á umsækjendum. Innlent 20.5.2025 17:15
Fimm keyptu gám sem er ekki til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að kaupa gám sem er ekki til. Að minnsta kosti fimm hafa borgað fyrir gáminn eftir að hafa séð auglýsingu um hann á Facebook. Innlent 20.5.2025 17:13
Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa þóst vera erlendur ferðamaður þegar hann tók leigubíl af Keflavíkurflugvelli í gær. Leigubílstjórinn hafi svo rukkað hann miðað við stórhátíðartaxta, um miðjan dag á mánudegi. Innlent 20.5.2025 17:13
Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður. Innlent 20.5.2025 16:18
Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis. Innlent 20.5.2025 15:55
Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Lyfjafræðingar felldu innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Lyfjafræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins með níutíu prósentum atkvæða. Núverandi samningur er orðinn átján ára gamall en formaður félagsins segir félagsmenn hafa upplifað nýjan samning sem réttindaskerðingu. Innlent 20.5.2025 15:18
Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. Innlent 20.5.2025 14:47
„Þetta fór eins vel og kostur var“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var. Innlent 20.5.2025 14:34
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. Erlent 20.5.2025 14:24
Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Í dag rennur út frestur í samráðsgátt til að skila inn athugasemd um skýrslu og tillögur starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir áríðandi að fólk nýti þennan lýðræðislega rétt til að skila inn umsögn. Innlent 20.5.2025 14:03
Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Meirihluti í Ísafjarðarbæ er fallinn. Í-listinn var með eins manns meirihluta í bænum, og Framsókn og Sjálftæðisflokkur í minni hluta. Þorbjörn H. Jóhannesson, sem var hjá Í-listanum, hefur ákveðið að hætta að styðja við meirihlutann. Innlent 20.5.2025 13:38
Líkur á eldgosi aukast með haustinu Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Haldist hraði landrissins svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, áætlar Veðurstofa Íslands að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 20.5.2025 13:12
Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Hættu hefur verið afstýrt eftir að farþegabátur með 49 manns um borð tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi á tólfta tímanum í dag. Farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn úr skemmtiferðaskipi sem liggur við höfn á Ísafirði. Innlent 20.5.2025 12:40
„Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Björn Teitsson borgarfræðingur veltir því fyrir sér hvers vegna Degi B. Eggertssyni sé iðullega kennt um það að verslunum miðbæjarins sé lokað eða þær fari á hausinn. Innlent 20.5.2025 12:19
„Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Innlent 20.5.2025 12:08
Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um málefni hjúkrunarfræðinga. Innlent 20.5.2025 11:40
Agnes Johansen er látin Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri. Innlent 20.5.2025 11:15
Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Daðey Albertsdóttir og Helgi Þór Harðarson hjá skólaþjónustu Mosfellsbæjar segja tilkynningum hafa fjölgað verulega til barnaverndar síðasta árið. Foreldrar hafi jafnvel tekið til þess ráðs að tilkynna sig sjálf vegna úrræðaleysis. Innlent 20.5.2025 09:54
Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Erlent 20.5.2025 09:06
Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Íbúar í grennd við gömlu höfnina í Reykjavík eru ósáttir við fyrirætlanir borgarinnar um stórfellda uppbyggingu í Vesturbugt og segjast ekki vilja „fleiri kassa“ og vísa þar í nýtískuleg fjölbýlishús í naumhyggjustíl. Umhverfissálfræðingur segir ótækt að byggja án þess að hirða um sögu og menningu staðarins og segir samráð við almenning vera leikrit. Innlent 20.5.2025 09:05
Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. Innlent 20.5.2025 07:59
Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða. Erlent 20.5.2025 07:42
Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. Innlent 20.5.2025 07:31
Áfram sól og hlýtt í veðri Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar þoka við ströndina norðan- og vestanlands og mun svalara. Veður 20.5.2025 07:03
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. Innlent 20.5.2025 06:32