Fréttir

Þriðju kosningarnar á fjórum árum

Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum.

Erlent

Hálka á höfuð­borgar­svæðinu og Hellis­heiði

Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Innlent

Hlýni á föstu­dag og snjórinn geti horfið í næstu viku

Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis.

Veður

Stærsti felli­bylur í sögu Jamaíka

Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851.

Erlent

Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir við­gerðir

Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi.

Innlent

Ísraels­her gerir á­rás á Gasa

Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé.

Erlent

Karl­maður lést í Bláa lóninu

Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri.

Innlent

Skipar hernum að gera á­rásir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla.

Erlent

Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin

Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina.

Innlent

Á­frýjar sak­fellingu í þagnargreiðslumálinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli.

Erlent

Kærðu um­deildar fram­kvæmdir allt of seint

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra.

Innlent

Sakar Evrópu um stríðsæsingu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu.

Erlent

Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út

Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða.

Innlent

Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu

Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu.

Innlent

Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir

Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag.

Veður