Fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41 Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið alla nefndarmenn nefndar sem veitir fagurfræðilega umsögn um öll byggingaráform stjórnvalda á höfuðborgarsvæðinu í Washington D.C. Erlent 29.10.2025 08:25 Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 00:41 í nótt. Innlent 29.10.2025 08:03 Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. Innlent 29.10.2025 07:51 Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. Erlent 29.10.2025 07:36 Þriðju kosningarnar á fjórum árum Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. Erlent 29.10.2025 07:31 Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Innlent 29.10.2025 06:59 Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Innlent 29.10.2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. Veður 28.10.2025 23:34 Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Fordómafullar og öfgakenndar skoðanir hafa fengið stærri vettvang og auðveldara er að koma þeim á framfæri en áður með tilkomu æ fleiri hlaðvarpsþátta, að mati stjórnmálafræðings. Innlent 28.10.2025 23:13 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. Erlent 28.10.2025 22:20 Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Allir stjórnmálaflokkar á færeyska Lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Þessi neðansjávargöng yrðu langstærsta mannvirkjagerð í sögu Færeyja. Erlent 28.10.2025 21:21 Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51 Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi. Innlent 28.10.2025 19:50 Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Innlent 28.10.2025 19:47 Ísraelsher gerir árás á Gasa Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé. Erlent 28.10.2025 19:34 Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Innlent 28.10.2025 18:52 Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Veðurstofa Íslands hefur fært appelsínugular veðurviðvaranir niður í gular veðuviðvaranir. Veðurspáin sé betri en á horfðist. Veður 28.10.2025 18:15 Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Í kvöldfréttum Sýnar verður farið verður það helsta frá snjókomunni miklu sem skall á höfuðborgarsvæðinu í dag. Rætt verður við vegfarendur og veðurfræðing ásamt fleirum. Innlent 28.10.2025 18:15 Karlmaður lést í Bláa lóninu Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri. Innlent 28.10.2025 18:11 Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Náttúruverndarsamtök sem stefndu norska ríkinu vegna olíuleitarleyfa hrósa sigri þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi hafnað kröfu þeirra í dag. Þau telja dóminn skylda norsk stjórnvöld til þess að meta loftslagsáhrifin af frekari olíuleit og framleiðslu. Erlent 28.10.2025 17:31 Skipar hernum að gera árásir á Gasa Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. Erlent 28.10.2025 16:38 Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina. Innlent 28.10.2025 16:38 Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli. Erlent 28.10.2025 16:00 Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra. Innlent 28.10.2025 15:07 Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sundlaugum Reykjavíkur var lokað klukkan tvö í dag vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sökum mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu. Þær verða opnaðar aftur í fyrramálið venju samkvæmt. Innlent 28.10.2025 14:51 Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. Erlent 28.10.2025 14:09 Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Innlent 28.10.2025 14:03 Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu. Innlent 28.10.2025 14:00 Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. Veður 28.10.2025 13:58 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41
Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið alla nefndarmenn nefndar sem veitir fagurfræðilega umsögn um öll byggingaráform stjórnvalda á höfuðborgarsvæðinu í Washington D.C. Erlent 29.10.2025 08:25
Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 00:41 í nótt. Innlent 29.10.2025 08:03
Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. Innlent 29.10.2025 07:51
Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. Erlent 29.10.2025 07:36
Þriðju kosningarnar á fjórum árum Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. Erlent 29.10.2025 07:31
Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Innlent 29.10.2025 06:59
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Innlent 29.10.2025 06:28
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. Veður 28.10.2025 23:34
Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Fordómafullar og öfgakenndar skoðanir hafa fengið stærri vettvang og auðveldara er að koma þeim á framfæri en áður með tilkomu æ fleiri hlaðvarpsþátta, að mati stjórnmálafræðings. Innlent 28.10.2025 23:13
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. Erlent 28.10.2025 22:20
Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Allir stjórnmálaflokkar á færeyska Lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Þessi neðansjávargöng yrðu langstærsta mannvirkjagerð í sögu Færeyja. Erlent 28.10.2025 21:21
Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51
Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi. Innlent 28.10.2025 19:50
Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Innlent 28.10.2025 19:47
Ísraelsher gerir árás á Gasa Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé. Erlent 28.10.2025 19:34
Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Innlent 28.10.2025 18:52
Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Veðurstofa Íslands hefur fært appelsínugular veðurviðvaranir niður í gular veðuviðvaranir. Veðurspáin sé betri en á horfðist. Veður 28.10.2025 18:15
Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Í kvöldfréttum Sýnar verður farið verður það helsta frá snjókomunni miklu sem skall á höfuðborgarsvæðinu í dag. Rætt verður við vegfarendur og veðurfræðing ásamt fleirum. Innlent 28.10.2025 18:15
Karlmaður lést í Bláa lóninu Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri. Innlent 28.10.2025 18:11
Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Náttúruverndarsamtök sem stefndu norska ríkinu vegna olíuleitarleyfa hrósa sigri þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi hafnað kröfu þeirra í dag. Þau telja dóminn skylda norsk stjórnvöld til þess að meta loftslagsáhrifin af frekari olíuleit og framleiðslu. Erlent 28.10.2025 17:31
Skipar hernum að gera árásir á Gasa Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. Erlent 28.10.2025 16:38
Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina. Innlent 28.10.2025 16:38
Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli. Erlent 28.10.2025 16:00
Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra. Innlent 28.10.2025 15:07
Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sundlaugum Reykjavíkur var lokað klukkan tvö í dag vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sökum mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu. Þær verða opnaðar aftur í fyrramálið venju samkvæmt. Innlent 28.10.2025 14:51
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. Erlent 28.10.2025 14:09
Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Innlent 28.10.2025 14:03
Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Vís hefur verið gert að greiða manni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann lenti í árekstri við bifreið þegar hann var á rafhlaupahjóli. Tryggingafélagið hafði neitað að viðurkenna bótaskyldu sína vegna breytinga sem maðurinn hafði gert á hlaupahjólinu. Innlent 28.10.2025 14:00
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. Veður 28.10.2025 13:58