Innlent

Mál leið­beinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu.

Innlent

„Það er allt svart þarna inni“

Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. 

Innlent

Ekki láglaunakvenna að axla á­byrgð á inn­leiðingu kynjajafnréttis

Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins.

Innlent

Vilja þjóð­fund um mennta­mál og fram­tíð landsins

Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu.

Innlent

„Þessi mála­flokkur er bara í drasli“

Mummi Týr Þórarinsson,  fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar.

Innlent

Þurrt og bjart suð­austan til og stinning­skaldi í kortunum

Vestanáttin er ríkjandi um landið í dag, 8 til 15 metrar á sekúndu en hægari vindur þó sunnan heiða. Skýjað og dálítil væta samkvæmt veðurspá, en þurrt og bjart veður á suðaustanverðu landinu. Lægir síðdegis. Hiti í dag verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast suðaustan til. Kaldi eða stinningskaldi er í kortunum norðvestanlands síðar í vikunni.

Innlent

Vildu bregðast við sterku á­kalli fólks sem hafði misst skyndi­lega

Hjálp48 er nýtt úrræði Sorgarmiðstöðvar sem hefur það markmið að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrahússtofnana og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgd. Til að byrja með verður þjónustan afmörkuð fyrir þau sem missa í sjálfsvígi en mun svo færast yfir á annan skyndilegan og ótímabæran missi.

Innlent

Nafn­greindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meið­yrði

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri Mannlífs, hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði fyrir að hafa nafngreint rangan árásarmann í umfjöllun um hnífaárás á veitingastað. Að mati dómsins fór því fjarri að vinnubrögðin sem viðhöfð voru gætu staðist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna.

Innlent

Mos­fells­bær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur af­þakkar

Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor.

Innlent

Mannránstilraun í Kongó og tvö­föld ára­mót meðal eftir­minni­legustu ferðaævintýra Katrínar

Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum.

Innlent

Er­lendir aðilar stofna fölsk ís­lensk lén í annar­legum til­gangi

Útlit er fyrir að óprúttnir erlendir aðilar hafi tekið upp á því að stofna íslensk lén sem líkjast nöfnum íslenskra fyrirtækja í þeim tilgangi beita blekkingum og svíkja þannig erlenda birgja umræddra fyrirtækja. Þetta kemur í færslu á samfélagsmiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur málið til rannsóknar. Vitað er um að minnsta kosti þrjú slík lén sem þegar verið lokað.

Innlent

Rýnt í á­hrif stóra vaxtamálsins

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var bankinn sýknaður af fjárkröfum stefnenda í málinu, þar sem vextir á láni þeirra sem sóttu málið hækkuðu minna en stýrivextir Seðlabankans. Fjallað verður um dóminn og rýnt í möguleg áhrif hans í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent

Velti fyrir sér „hvaða vit­leysingur væri að skrifa bara eitt­hvað“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin.

Innlent

Vill heldur sjá lang­tíma­samninga um fram­lög fyrir „sam­tök úti í bæ”

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það vera undir fjárlaganefnd komið að ákvarða hvort framlögum til Ljóssins verði breytt í fyrirliggjandi fjárlögum og beinir því til heilbrigðisráðherra að svara hvernig samningar standa við félagið. Hennar persónulega skoðun á því „hvort ákveðin samtök úti í bæ“ þurfi meira fjármagn frá ríkinu ráði litlu þar um.

Innlent

„Auð­vitað er hann vel­kominn hingað til Ís­lands“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund.

Innlent

Óútgefnum hand­ritum stolið: Kallaði rit­höfundinn skíthaus

Á síðustu mánuðum hafa óútgefin handrit Þórdísar Helgadóttur og Nínu Ólafsdóttur lent í greipum bókaþjófs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjófurinn lætur til skarar skríða en ólíkt áður lætur hann nú vita að bókunum hafi verið stolið. Í leiðinni kallar hann höfunda og útgefendur skíthausa og tussu.

Innlent

„Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“

Mikill eldur kom upp í húsnæði Primex á Siglufirði í gærkvöldi og vinnur slökkviliðið enn að því að tryggja vettvang. Framkvæmdastjóri Primex segist hryggur vegna atviksins en um mikilvægasta húsnæði fyrirtækisins er að ræða.

Innlent