Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bætti á sig átta kílóum, vann tvö­falt og er á leið út

Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

„Þjáning í marga daga“

„Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar ó­stöðvandi í sigri Magdeburg

Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg er liðið vann nauman og mikilvægan sigur gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Trú­lofað par tekið inn í FH fjöl­skylduna

Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Vals­liðinu á­fall

Vals­menn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úr­slita­ein­vígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðar­enda hafi verið liðinu áfall.

Handbolti
Fréttamynd

Kolstad kláraði úrslitaeinvígið

Íslendingaliðið Kolstad vann 2-0 sigur í seríunni gegn Elverum í úrslitaeinvígi norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Seinni leik liðanna í dag lauk með 31-28 sigri Kolstad á heimavelli.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“

Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Ís­lands­meistara­titlinum

Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu.

Handbolti
Fréttamynd

Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina

„Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld.

Handbolti