
Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann
Max Verstappen á Red Bull vann ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Þetta var þriðji sigur Hollendingsins á tímabilinu.
Max Verstappen á Red Bull vann ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Þetta var þriðji sigur Hollendingsins á tímabilinu.
Heimsmeistarinn Max Verstappen virðist heldur betur vera að hrökkva í gang en hann gerði sér lítið fyrir og ók hraðasta hring sögunnar í Formúlu 1 í dag þegar hann tryggði sér ráspól í keppni morgundagsins á Monza.
Cadillac mun senda lið til leiks í Formúlu 1 á næsta tímabili og hefur nú samið við ökumenn. Reynsluboltarnir Sergio Perez og Valtteri Bottas munu keyra Cadillac bílana.
Christian Horner var látinn fara sem liðsstjóri Red Bull í Formúla 1 kappakstrinum eftir meira en 20 ár við stjórnvölin. Ráðgjafi félagsins segir að ákvörðunin sé að mestu byggð á slökum árangri liðsins að undanförnu.
Ástralinn Oscar Piastri hjá McLaren kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Rigningin í Belgíu setti þó strik í reikninginn.
Belgíukappaksturinn á Spa brautinni hefur verið í mikilli óvissu þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn en nú hefur stytt upp og það er allt klárt fyrir ræs eftir hálftíma eða þar um bil.
Algjört skýfall er þessa stundina við Spa kappakstursbrautina í Belgíu og alls óvíst er hvort hægt verði að keppa í Formúlu 1 þar upp úr hádegi.
Lando Norris, ökumaður McLaren, verður á ráspól í Belgíukappakstrinum á morgun en hann skákaði liðsfélaga sínum Oscar Piastri með örlitlum mun í tímatökunum í dag.
Max Verstappen hrósaði sigri í sprettkeppninni í Belgíu í dag en þetta var fyrsti sigur Red Bull og Verstappen eftir að Christian Horner var rekinn frá liðinu.
Zak Brown, forstjóri McLaren í Formúlu 1, segist ekki hafa verið hissa þegar fyrrum kollegi hans hjá Red Bull, Christian Horner, var rekinn á dögunum.
Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing í Formúlu 1-kappakstrinum, var rekinn úr starfi sínu í síðustu viku en gæti átt inni mikinn pening hjá Red Bull vegna starfslokanna.
Christian Horner, sem var rekinn úr starfi sem liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, sagði þegar hann ávarpaði samstarfsfólk sitt að brottreksturinn hefði komið honum algjörlega í opna skjöldu.
Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing í Formúlu 1-kappakstrinum, var í morgun rekinn úr starfi. Hann hefur stýrt liðinu í 20 ár, en enginn hefur sinnt slíku starfi lengur í Formúlu 1.
Vandræðagangur heimsmeistarans Max Verstappen heldur áfram í Formúlu 1 en kappinn þurfti að hætta keppni fljótlega eftir ræsingu í Austurríkiskappakstrinum í gær eftir að hinn 18 ára Andrea Kimi Antonelli keyrði utan í bíl hans.
McLaren menn urðu í tveimur efstu sætunum í Austurríkiskappakstrinum í formúlu 1 í dag þar sem Lando Norris fagnaði sigri.
Það má kannski hlæja að þessu eftir á en það fór um alla á svæðinu þegar bíll lenti bókstaflega ofan á öðrum í hörkukeppni í formúlu 2 um helgina.
Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem hafði mikla yfirburði í Formúlu 1 á síðasta tímabili, hefur ekki náð sömu hæðum í fyrstu tíu keppnum ársins en hann er ekki á eitt sáttur með bílasmiðinn Red Bull.
Lando Norris, ökumaður McLaren, var langhraðastur í tímatökunum fyrir Austurríkiskappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun en hann var næstum hálfri sekúndu fljótari en næsti maður.
Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, varar fólk við því að efast um getu sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem hefur ekki farið vel af stað sem liðsmaður Ferrari í Formúlu 1 mótaröðinni.
Toto Wolff, liðstjóri Mercedes, segir að kvörtun Red Bull eftir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 hafi verið „vandræðaleg“.
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton kveðst vera mikill dýravinur og er í öngum sínum eftir að hafa óvart keyrt yfir og drepið múrmeldýr í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada um helgina.
Lýsendurnir í formúlu 1 trúði varla því sem þeir heyrðu og sáu í dramtískum tíunda kappastkri tímabilsins.
Eftir að ná ráspól í gær sýndi George Russell fádæma öryggi í kappakstri helgarinnar í Formúlu 1 sem fram fór í Kanada.
Max Verstappen verður að vara sig, en ætlar ekki að gera það, í næstu tveimur keppnum Formúlu 1. Hann á yfir höfði sér bann ef hann fær refsistig, en er orðinn verulega pirraður á „barnalegum“ spurningum blaðamanna um bannið.