Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kim „loksins“ út­skrifuð

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær.

Lífið
Fréttamynd

Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóð­leik­húsinu

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Eggert Gunn­þór og Elsa selja einbýlið

Knattspyrnukappinn Eggert Gunnþór Jónsson og eiginkona hans Elsa Harðardóttir, rekstrarstjóri Eventum, hafa sett einbýlishús sitt við Sævang í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 169,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eitt fal­legasta hús Reykja­víkur komið á sölu

Við Öldugötu stendur eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Húsið er tæplega 230 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og var reist árið 1928. Þrátt fyrir umfangsmikla endurnýjun á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að varðveita hinn sterka karakter og heillandi arkitektúr sem einkennir húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Sagði að hún kæmist aldrei á for­síðu Vogue

Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt.  Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. 

Lífið
Fréttamynd

Bak­slag í veikindi Val­geirs

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni.

Lífið
Fréttamynd

Lands­liðs­hetjur elta drauminn til Ólafs­víkur

Knattspyrnukempurnar Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja á næstunni vestur til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Helena segir að þær hafi langað að prófa búa á landsbyggðinni og það sé hollt að prófa eitthvað nýtt áður en maður verður of gamall.

Lífið
Fréttamynd

Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga

Spurning barst frá 28 ára gamalli konu: „Er eðlilegt að upplifa tímabil með klikkaðri kynlöngun yfir í alls enga? Þá meina ég heilt ár. Ég veit ég er ekki eikynhneigð (e. asexual) en samt virðist ég geta lifað af án þess að stunda kynlíf í langan tíma og tekið svo tímabil þar sem allt æsir mig.“

Lífið
Fréttamynd

Vill Ísrael og Úkraínu úr Euro­vision

Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Hersir og Rósa greina frá kyninu

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eiga von á dreng. Frá þessu greinir Rósa í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi heimili Hönnu Stínu

Innanhússarkitektinn Hanna Stína hefur sett glæsilega og sjarmerandi íbúð á tveimur hæðum við Þingholtsstræti í Reykjavík á sölu. Eignin er í sögulegu steinsteyptu tvíbýlishúsi frá árinu 1927, hannað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins. Ásett verð er 179 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Jónas Sen sakaður um derring og mein­fýsni

Helga Margrét Marzellíusardóttir, formaður félags íslenskra kórstjóra, hefur engan áhuga á því að láta Jónas Sen tónlistargagnrýnanda Vísis, vaða á skítugum skónum yfir kórastarf í landinu. Nú sé komið gott. Jónas segir ekki hafa verið ætlun sína að særa neinn heldur aðeins hrista upp í umræðunni eins og gagnrýni eigi að gera.

Lífið
Fréttamynd

Svan­hildur Hólm fór holu í höggi

Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi.

Lífið