Lífið

Komin með nýjan rappara í sigtið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Heimildir fréttastofu herma að Pétur og Hrafnkatla hafi verið að rugla saman reitum í nokkra mánuði.
Heimildir fréttastofu herma að Pétur og Hrafnkatla hafi verið að rugla saman reitum í nokkra mánuði.

Rapparinn Pétur Már Guðmundsson, betur þekktur sem Saint Pete, er farinn að slá sér upp með Hrafnkötlu Unnarsdóttir, verslunarkonu og eiganda Pons Vintage. Þau eru bæði að norðan en Hrafnkatla var áður með rapparanum Flóna og á með honum einn son.

Heimildir fréttastofu herma að parið hafi verið að slá sér upp síðan í sumar. Pétur birti mynd af Hrafnkötlu í Instagram-færslu í byrjun mánaðar þar sem þau höfðu greinilega verið að spila tennis saman í Tennishöll Kópavogs.

Hrafnkatla og Pétur eru að slá sér upp.

Saint Pete er ein helsta vonarstjarna íslensks rapps en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2023 með laginu „Akureyri“ sem Úlfur Úlfur og KÁ-AKÁ röppuðu einnig á. 

Hann gaf út stuttskífuna Græna Pakkann í fyrra með ofursmellinum „Tala minn skít“ og var hann síðan valinn nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í mars á þessu ári. Nýjasta lag hans er ábreiða af „Superman“ eftir Ladda.

Hrafnkatla Unnarsdóttir er fatahönnuður sem starfar hjá Farmers market samhliða því að gera við og selja vintage-barnaföt undir nafninu Pons Vintage. 

Hrafnkatla á soninn Benjamín með Friðriki Róbertssyni, sem er betur þekktur sem Floni. Þau eignuðust soninn árið 2022 eftir nokkurra ára samband, slitu sambandinu í fyrra en ala drenginn áfram upp í sameiningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.