Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Airpods Pro 3 kosta 28 til 65 prósent meira á Íslandi en í átta samanburðarlöndum. Verðmunurinn er mun meiri en á nýjum iPhone símum. Neytendur 22.9.2025 14:14
U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Eftir svarta skýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í sumar hafa forsvarsmenn skyndibitastaðarins Metro tekið veitingastaðinn í gegn. Í sumar var slæmum aðbúnaði og almennum óþrifnaði staðarins lýst en mánuði seinna kom staðurinn út úr eftirliti án athugasemda. Neytendur 19.9.2025 11:04
Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sparisjóðurinn indó hefur lækkað vexti og býður nú útlánsvexti sem eru með því allra lægsta sem í boði er og án bullgjalda, eins og segir í tilkynningu. Samhliða lækka vextir á veltureikningum og sparibaukum. Með lækkuninni boðar indó enn frekari innreið á lánamarkað sem fylgt verður eftir á næstunni með nýjum lánavörum. Neytendur 17.9.2025 11:13
Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja. Neytendur 11.9.2025 14:04
Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Samkvæmt niðurstöðum könnunar Prósent í júlí eiga ellefu prósent þjóðarinnar ísvél. Tekið var fram í spurningunni að átt væri við vélar á borð við Ninja Creami en ekki klakavélar. Samkvæmt svörum Prósents eiga ellefu prósent svarenda slíka vél á meðan 30 prósent hafa áhuga á að eignast slíka vél. Neytendur 5.9.2025 12:49
Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir ekki lögmál að á Íslandi þurfi að vera hátt matarverð. Íslenskur markaður hafi tvo lykilþætti til að halda verði niðri sem séu samkeppni og fjöldi viðskiptavina. Neytendur 29.8.2025 10:07
Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Fjölmiðlakonan Sigga Lund lenti í netsvindli svika-fataverslunarinnar Vefstóls Svanhildar og varar aðra við síðunni. Loka þurfti korti hennar en starfsmenn Arion banka könnuðust heldur betur við svikasíðuna. Neytendur 28.8.2025 13:08
Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum. Neytendur 23.8.2025 10:11
Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Á fyrstu sextíu dögum sölu á íþróttanammi Latabæjar í matvöruverslunum seldust um tuttugu tonn. Stofnandi Latabæjar hrósar íslensku þjóðinni fyrir að svara ákalli um aukna neyslu á ávöxtum og grænmeti. Neytendur 22.8.2025 16:20
Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Prís stefnir á að opna fleiri verslanir á næstu árum sem myndi koma til með að efla samkeppni enn frekar á matvörumarkaði og valda auknu verðaðhaldi og lækkandi matarverði að mati ASÍ. Neytendur 22.8.2025 09:35
Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn. Neytendur 21.8.2025 12:58
Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár. Neytendur 19.8.2025 18:46
Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur ítrekað innköllun loftpúða fjölmargra tegunda bíla sem voru framleiddir frá 1998 til 2019. Um er að ræða 31 bílategundir allt í allt. Neytendur 19.8.2025 14:49
Súpan með pappírnum innkölluð Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni. Neytendur 19.8.2025 09:52
Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Margréti Sigríði Jóhannsdóttur var verulega brugðið í gær þegar hún eldaði mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni og fann í henni eitthvað sem virtist vera eldhús- eða klósettpappír. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir málið miður og að lotunúmer súpunnar hafi verið innkallað. Um sé að ræða mannleg mistök við pökkun. Neytendur 18.8.2025 13:46
„Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Formaður Neytendasamtakanna segir stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á málum er varða bílastæðagjöld. Leiða megi líkur að því að fyrirtæki sem rukki fyrir þriðja aðila séu ekki með leyfi til þess og segir ekki ganga að hér á landi sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög. Neytendur 17.8.2025 17:16
Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Alþýðusambandið stendur við ummæli sín um meint samráð olíufélaga en segja það hafa verið gert í þegjanda þófi. ASÍ hafnar alfarið ásökunum forstjóra N1 um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun sinni um innlent olíuverð. Neytendur 15.8.2025 15:18
Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu telur að enn séu þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G-farsímaþjónustu sem mun hætta um áramótin. Öryggisfyrirtæki og sumarbústaðasvæði eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustuna. Neytendur 15.8.2025 12:30
Vísar ásökunum um samráð á bug Framkvæmdastjóri N1 vísar ásökunum um verðsamráð olíufélaganna á bug. Í greiningu ASÍ kemur fram að bensínverð á Íslandi lækki mun hægar en heimsmarkaðsverð. Neytendur 14.8.2025 21:02
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14.8.2025 15:07
Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði ASÍ gagnrýnir harðlega seinagang íslensku olíufélaganna þegar kemur að söluverði á bensíni og ýjar að samráði. Verð félaganna breytist iðullega á sama tíma og þá jafn mikið. Hagfellt samspil heimsmarkaðsverðs olíu og gengis íslensku krónunnar hafi lítil áhrif á verð á bensíni. Neytendur 14.8.2025 11:14
Grunur um listeríu í vinsælum ostum Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes. Neytendur 13.8.2025 15:30
Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. Neytendur 12.8.2025 18:20
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. Neytendur 12.8.2025 14:42