Fastir pennar

Háskóli á heimsvísu

Eitt af því, sem Háskólinn þarf að velta fyrir sér er sjálft stjórnfyrirkomulag skólans. Það byggir um margt á gömlum rótgrónum hugmyndum. Svara þær kalli nýs tíma? Það gæti verið nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórnsýsluna. Önnur nærtæk spurning lýtur að skólagjöldum. Aðrir háskólar í landinu hafa sumir hverjir heimild til ákveðinnar gjaldtöku. Getur Háskóli Íslands búið við þá samkeppnisaðstöðu?

Fastir pennar

Vantar fólk í álverin?

Hvers vegna er svo brýnt að draga úr menntun íslenskra ungmenna? Vantar fólk í álverin? Eða eru íslensk ungmenni of vel menntuð þegar komið er í framhaldsnám?

Fastir pennar

Skynsemi á bjargbrúninni

Fjármálakerfið og staða þjóðarinnar í efnahagslegu tilliti er sterk, en mikilvægt er að halda skynsamlega á málum. Ríkið þarf að halda aftur af útgjöldum sínum og nota tímann í uppsveiflunni til að hagræða í rekstri. Það er sársaukaminnst að taka til þegar næg atvinna er í landinu. Þegar rykið settist eftir lánshæfismat Fitch einkenndist umræðan hér á landi af yfirvegun og stillingu.

Fastir pennar

Aðkomumenn knýja dyra

Ef sáttmálar og viðskiptasamningar þjóðar okkar eru nægilega mikilvægir til að þurfa að hljóta samþykki þingsins til að öðlast gildi hlýtur það einnig að eiga við um ákvarðanir um að fela erlendum aðilum stjórn yfir eignum sem hafa með öryggi bandarísku þjóðarinnar að gera. Og þetta á sérstaklega við um þessar mundir, á þessari nýju óöld hryðjuverka.

Fastir pennar

Fyrirmyndar Food and Fun

Uppgangur íslenskrar ferðaþjónustu hefur verið ævintýri líkastur. Í Ferðamálaáætlun 2006 til 2015, sem var unnin að frumkvæði Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og gefin út í fyrra, kemur fram að ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fjölgaði um 69 prósent á tímabilinu 1995 til 2004 á meðan sambærileg aukning í heiminum öllum var um 24 prósent.

Fastir pennar

Heilbrigðisvottur

Veiking krónunnar getur ekki komið nokkrum á óvart. Í reynd hafa menn búist við slíkum breytingum um allnokkurn tíma. Vaxandi viðskiptahalli hefur verið ótvíræð vísbending þar um. Að hluta til er viðskiptahallinn vottur um heilbrigði og grósku í efnahagslífinu; að svo miklu leyti, sem hann á rætur í fjárfestingu er skila mun auknum arði og meiri verðmætasköpun inn í þjóðarbúið.

Fastir pennar

Hin danska undrun

Eins og Danir virðast skilja mun betur en Íslendingar þá er grunnhugmyndin um fullburða dagblað sem dreift er frítt í hvert hús mjög einstæð tilraun og Ísland hefur hvað þetta varðar í raun verið eins konar tilraunastofa þar sem hægt er að prófa viðskiptahugmyndina.

Fastir pennar

Nýr tími kallar á nánari samskipti

Hvernig svo sem formlegum tengslum okkar við Evrópu verður hagað í framtíðinni er eitt ljóst: Evrópusamskiptin geta aðeins vaxið. Það er því afar brýnt að rækta meir en gert hefur verið til þessa samskipti við þau ríki í Evrópu þar sem við vitum, að hagsmunir og sjónarmið fara saman við okkar eða liggja þeim nærri.

Fastir pennar

Ríkið hefði átt að standa sig betur

Bankakerfið nýtur trausts á alþjóðamörkuðum og það traust er á góðri leið með að verða ein verðmætasta eign þjóðarinnar, eins og forstjóri KB banka benti á á nýliðnu Viðskiptaþingi.

Fastir pennar

Sagnfesta eða bókfesta?

Ef við ættum eintóma annála aftan úr fornöld og engan skáldskap, vissi þjóðin væntanlega minna um uppruna sinn og sögu en hún gerir nú. Skýringin blasir við: skrautlegar skáldsögur eiga vísari aðgang að mörgum lesendum en vindþurrkaðir annálar.

Fastir pennar

Irving á líka að hafa málfrelsi

iDavid Irving mátti vita að hann var eftirlýstur í Austurríki. Hann ákvað að fara. En það er samt rangt að loka hann inni. Það er langsótt að gera afneitun á helförinni að glæp. Irving nýtur einskis álits. Eftir meiðyrðamál sem hann tapaði árið 2000 var hann ærulítill...

Fastir pennar

Hverjum einasta steini skal velt við

Mikilvægt er að fjalla af víðsýni um Evrópusambandsmál á næstu misserum og árum og þarf að velta við hverjum steini til að draga fram þá kosti og galla sem fylgja myndu aðild Íslands. Ekki er hægt að taka afstöðu til spurningarinnar út frá háværum ópum um að við missum yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni eða að matarverð lækki um helming.

Fastir pennar

Óbótamenn að verki

Það var átakanlegt að horfa upp á forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins í Kastljósi á dögunum. Þar lýsti hann því hvernig stofnuninni hefði verið falið að hafa upp á þeim bótaþegum, sem svo lágt hafa lagst að mergsjúga ríkissjóð, og tína aftur upp úr vösum þeirra þann illa fengna auð, sem þeir hefðu sankað að sér á undanförnum árum, 1100 milljónir á árinu 2004 og áætlaðar 1800 milljónir í ár.

Fastir pennar

Nú þarf að fá botn í málið

Hér er fjallað um Búnaðarbankamálið en einkum þó viðbrögð Halldórs og Valgerðar við endurvaktri umræðu um það, þáttinn hennar Völu Matt sem vonandi er kominn í heila höfn á Stöð 2 og fótboltabullur í flugvél á leið til Lundúna...

Fastir pennar

Einkavæðingarnefnd á leik

Erfitt er að skilja af hverju einkavæðingarnefnd hefur ekki verið tilbúin að leggja þær upplýsingar á borðið og taka þar með af öll tvímæli um að hún hafi starfað í góðri trú, óháð þeim efasemdum sem skjótt brotthvarf þýska smábankans úr hluthafahópi Búnaðarbankans hefur síðar vakið.

Fastir pennar

Misskilin góðmennska

Hér er fjallað um auglýsingaherferð þar sem börn eru notuð til að vara við kynferðislegu ofbeldi, bent á vafasama tölfræði sem hún byggir á, spurt hvað sé að því að láta markaðinn ráða þegar lóðir eiga í hlut og loks er minnst á hugleysi Vesturlandabúa gagnvart hinu herskáa íslam...

Fastir pennar

Vopnaburður varaforsetans

Þeir sem ráða fyrir Bandaríkjunum standa fyrir illa undirbúnum innrásum í önnur lönd og handahófskenndum pyntingu á mönnum sem þeir telja nóg að saka um herfilegar fyrirætlanir.

Fastir pennar

Uppboð eru sanngjörn leið

Talsverður urgur er meðal margra þeirra sem sóttu um einbýlishúsalóðir við Úlfarsfell. Hugmyndin með útboðinu var að gefa annars vegar byggingafyrirtækjum og hins vegar einstaklingum tækifæri til að bjóða í lóðir í útboðinu.

Fastir pennar

Skynsemi sem er gengin af göflunum

Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrunaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi...

Fastir pennar

Aldraðir bíða á bráðadeildum

Hvers á sú kynslóð að gjalda sem lokið hefur ævistarfinu og þarf á hjúkrun og umönnun að halda? Það er eins og þetta fólk hafi orðið útundan í kröfugerðarþjóðfélaginu á síðustu árum, rödd þessa fólks hefur ekki náð eyrum ráðamanna nógu vel, fyrr en kannski nú á allra síðustu misserum.

Fastir pennar

Það er þetta með ábyrgðina

Í krafti auðæfa, arðs og frelsis á það að vera forgangsverkefni stjórnmálamanna, auðkýfinga og okkar allra, að bæta hag þeirra sem fara á mis við allsnægtirnar. Útrýma fátæktinni. Afnema þann smánarblett þjóðlífsins að eldri borgarar, og aðrir sem eiga undir högg að sækja, búi við sultarlaun.

Fastir pennar

Baðstofumenning

Það er fjör á heimilunum þegar söngva- og söngvarakeppnirnar eru á dagskrá. Þetta er baðstofumenningin nýja. Hún varð til í árdaga sjónvarps á Íslandi og gengur í endurnýjun lífdaga þegar stöðvarnar sýna eitthvað sem öll fjölskyldan getur horft saman á.

Fastir pennar

Skattahækkunarbrella Stefáns Ólafssonar

Hér á Íslandi hafa tekjur margra vegna almennra framfara hækkað umfram persónuafsláttinn, svo að þeir greiða tekjuskatt, en greiddu hann ekki áður. Skattstofninn hefur með öðrum orðum breikkað. Skattheimtan hefur ekki aukist, en skatttekjur ríkisins hafa aukist. En þetta er ánægjulegt. Þetta merkir ekkert annað en það, að fleiri eru aflögufærir en áður og geta greitt tekjuskatt.

Fastir pennar

Fuglaflensan færist nær

Það er mjög mikilvægt að stöðugt og gott upplýsingaflæði sé til almennings í tilfellum sem þessum. Þar er annars vegar um það að ræða að séð verði til þess að einhver stofnun hafi yfirsýn yfir hvað sé að gerast í þessum efnum.

Fastir pennar

Karlar og konur í kaupsýslunni

En í ljósi þess að það skuli teljast góðir stjórnarhættir að hafa stjórnarmenn um borð sem beinlínis eru valdir vegna þekkingar og kunnáttu sinnar er með ólíkindum að ekki skuli fleiri konur veljast til slíkra starfa. Eða ríkir enn efi í samfélaginu um hvort konum sé treystandi til að gegna ábyrgðarstörfum? Eða ríkir sá efi kannski aðeins meðal karlanna í kaupsýslunni?

Fastir pennar

Hvernig leikhús viljum við?

Leikhús þurfa því helzt að vera í stjórnarandstöðu líkt og góð dagblöð og góðir rithöfundar. Þar eiga þau heima. Það hæfir heilbrigðri verkaskiptingu í lýðræðislandi. Leikhúsin myndu komast nær áhorfendum, held ég, ef þau reyndu að hrista svolítið upp í þeim, tilfinningum þeirra, skoðunum og vitsmunum - og það útheimtir tæpitungulausa orðræðu um ýmis umdeild þjóð­félagsmál í stað þrúgandi þagnar.

Fastir pennar

Þyngri dómar í kynferðisbrotamálum

Þrátt fyrir að refsing fyrir slíka glæpi verði nú þyngd, þá verður hið varanlega andlega áfall þeirra sem eru þolendur seint bætt, hvorki með fjármunum eða refsingu gerandans. Það þarf því líka að huga betur að fórnarlömbunum.

Fastir pennar