Hverjum einasta steini skal velt við 22. febrúar 2006 00:01 Nokkur spenna greip um sig í samfélaginu eftir að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra spáði því á Viðskiptaþingi á dögunum að Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu fyrir árið 2015. Orð hans voru túlkuð á ýmsan hátt, meðal annars á þann veg að hann væri hreinlega að boða aðild að sambandinu og þar með væri ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í uppnámi, gott ef það var ekki við það að springa. Ekki er að sjá að einhverjir sérstakir brestir hafi komið í ríkisstjórnarsamstarfið eftir ræðu Halldórs og það þrátt fyrir að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lýst sig ósammála honum. Það er greinilegt (og var vitað) að Evrópusambandsaðild - eða ekki - skiptir ekki sköpum í samstarfi flokkanna í stjórn. Ekki um sinn. Óvíst er hins vegar hvað verður eftir næstu kosningar en hugsanlegt er að í kjölfar umræðu um Evrópumálin næstu misseri verði afstaða flokkanna ydduð enn frekar og ekki óhugsandi að aðild - eða gagnger könnun á kostum og göllum hennar - verði hreint og klárt kosningamál 2007. Sérstökum greinarflokki um Ísland og Evrópusambandið var hleypt af stokkunum í Fréttablaðinu á sunnudag en í honum er leitast við að varpa skýru ljósi á Evrópumálin. Öll eru þau snúin, á þeim margar hliðar og fjölmörg álitaefni eins og sést á störfum nefndar sem ætlað er að gera heildstæða úttekt á stöðu okkar og valkostum. Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, skipaði nefndina sumarið 2004 og er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra formaður hennar. Nefndin hefur haldið 24 fundi, hitt fjölda manna bæði hér heima og erlendis og kynnt sér mörg málefni sem tengjast stöðu Íslands í Evrópu. Greinilegt er að í allri þeirri vinnu hefur Björn formaður ekki enn séð góð rök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu því í Fréttablaðinu á sunnudag segist hann halda að enginn stjórnmálaflokkur hafi ESB-aðild á stefnuskrá sinni fyrir næstu kosningar vegna þess að engir hagsmunir knýja flokka til slíkrar ákvörðunar. Á öllum sviðum efnahags- og atvinnumála erum við almennt séð betur sett en ESB-ríki, sagði Björn. Þrátt fyrir þessi orð nefndarformannsins og skoðanir hans á Evrópumálum er ekki við öðru að búast en að áfram verði unnið af alúð og natni í nefndinni. Frekari upplýsinga verður aflað og rætt við fleiri sérfræðinga. Að endingu verður allt dregið saman í skýrslu sem eflaust mun hljóta mikla umræðu í samfélaginu. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins um aðild að Evrópusambandinu sem birt var í blaðinu í gær eru nokkuð fleiri andvígir aðild en fylgjandi. Hafa hlutföllin snúist við síðan sömu spurningar var spurt í september en þá voru fleiri hlynntir aðild en á móti. Er það raunar í samræmi við það sem kannanir hafa sýnt á umliðnum árum; fylgið sveiflast til og frá. Mikilvægt er að fjalla af víðsýni um Evrópusambandsmál á næstu misserum og árum og þarf að velta við hverjum steini til að draga fram þá kosti og galla sem fylgja myndu aðild Íslands. Ekki er hægt að taka afstöðu til spurningarinnar út frá háværum ópum um að við missum yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni eða að matarverð lækki um helming. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Nokkur spenna greip um sig í samfélaginu eftir að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra spáði því á Viðskiptaþingi á dögunum að Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu fyrir árið 2015. Orð hans voru túlkuð á ýmsan hátt, meðal annars á þann veg að hann væri hreinlega að boða aðild að sambandinu og þar með væri ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í uppnámi, gott ef það var ekki við það að springa. Ekki er að sjá að einhverjir sérstakir brestir hafi komið í ríkisstjórnarsamstarfið eftir ræðu Halldórs og það þrátt fyrir að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lýst sig ósammála honum. Það er greinilegt (og var vitað) að Evrópusambandsaðild - eða ekki - skiptir ekki sköpum í samstarfi flokkanna í stjórn. Ekki um sinn. Óvíst er hins vegar hvað verður eftir næstu kosningar en hugsanlegt er að í kjölfar umræðu um Evrópumálin næstu misseri verði afstaða flokkanna ydduð enn frekar og ekki óhugsandi að aðild - eða gagnger könnun á kostum og göllum hennar - verði hreint og klárt kosningamál 2007. Sérstökum greinarflokki um Ísland og Evrópusambandið var hleypt af stokkunum í Fréttablaðinu á sunnudag en í honum er leitast við að varpa skýru ljósi á Evrópumálin. Öll eru þau snúin, á þeim margar hliðar og fjölmörg álitaefni eins og sést á störfum nefndar sem ætlað er að gera heildstæða úttekt á stöðu okkar og valkostum. Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, skipaði nefndina sumarið 2004 og er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra formaður hennar. Nefndin hefur haldið 24 fundi, hitt fjölda manna bæði hér heima og erlendis og kynnt sér mörg málefni sem tengjast stöðu Íslands í Evrópu. Greinilegt er að í allri þeirri vinnu hefur Björn formaður ekki enn séð góð rök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu því í Fréttablaðinu á sunnudag segist hann halda að enginn stjórnmálaflokkur hafi ESB-aðild á stefnuskrá sinni fyrir næstu kosningar vegna þess að engir hagsmunir knýja flokka til slíkrar ákvörðunar. Á öllum sviðum efnahags- og atvinnumála erum við almennt séð betur sett en ESB-ríki, sagði Björn. Þrátt fyrir þessi orð nefndarformannsins og skoðanir hans á Evrópumálum er ekki við öðru að búast en að áfram verði unnið af alúð og natni í nefndinni. Frekari upplýsinga verður aflað og rætt við fleiri sérfræðinga. Að endingu verður allt dregið saman í skýrslu sem eflaust mun hljóta mikla umræðu í samfélaginu. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins um aðild að Evrópusambandinu sem birt var í blaðinu í gær eru nokkuð fleiri andvígir aðild en fylgjandi. Hafa hlutföllin snúist við síðan sömu spurningar var spurt í september en þá voru fleiri hlynntir aðild en á móti. Er það raunar í samræmi við það sem kannanir hafa sýnt á umliðnum árum; fylgið sveiflast til og frá. Mikilvægt er að fjalla af víðsýni um Evrópusambandsmál á næstu misserum og árum og þarf að velta við hverjum steini til að draga fram þá kosti og galla sem fylgja myndu aðild Íslands. Ekki er hægt að taka afstöðu til spurningarinnar út frá háværum ópum um að við missum yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni eða að matarverð lækki um helming.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun