Fastir pennar

Svona virkar einræðið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar ég var strákur fór ekki hjá því stundum að maður yrði var við það þegar leiðindaskarfarnir úr Flokkunum voru að hringja í móður mína sem þá var fréttastjóri á Fréttastofu útvarpsins. Þeir sátu með skeiðklukkur og mældu tímann sem þeir fengu og svo "hinir“ og ef skeikaði fimm sekúndum kröfðust þeir leiðréttinga, upp á sekúndu.

Fastir pennar

Ísland í tossabekk

Mikael Torfason skrifar

Nú munu um fimm þúsund krakkar fæddir árið 2007 hefja skólagöngu í þessari og næstu viku. Þessir krakkar munu allir ljúka námi til stúdentsprófs nítján ára en ekki tvítug, ef Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær nokkru ráðið um framtíð þessara barna. Reyndar er það svo að nú þegar geta þau ungmenni sem það vilja klárað stúdentspróf á þremur árum í stað fjögurra í mörgum framhaldsskólum.

Fastir pennar

IPA-styrkir og óstyrk utanríkispólitík

Þorsteinn Pálsson skrifar

Umræður um þá ákvörðun Evrópusambandsins að hætta svokölluðum IPA-styrkjum hafa varpað ljósi á óstyrka utanríkispólitík Íslands. Viðbrögðin sýna hvernig lögmál hreppapólitíkurinnar verða alls ráðandi jafnvel þegar utanríkisstefnan á í hlut.

Fastir pennar

Hvernig verður hjólunum snúið?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Greint var frá því í fréttum okkar á Stöð 2 í fyrrakvöld að hagvöxtur á Íslandi í ár stefndi í að verða í samræmi við svartsýnustu spár sem settar hafa verið fram, aðeins rúmt prósent. Hagvöxturinn í fyrra var líka undir væntingum, um 1,6 prósent. Íslenzkt efnahagslíf framleiðir ekki nóg og útflutningur hefur dregizt saman.

Fastir pennar

Sáttinni snúið á haus

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin vill skoða þann kost að bæta við virkjanir í Þjórsá með því að ráðast í Norðlingaölduveitu.

Fastir pennar

Vigdís á að víkja

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vitað var að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ætti hvorki Íslandsmet í snjöllum pólitískum tímasetningum né dómgreind. Ummæli hennar um Ríkisútvarpið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun eru hins vegar meira en bara broslegur klaufaskapur.

Fastir pennar

Fótaóeirð eða fótapirringur

Teitur Guðmundsson skrifar

Hver kannast ekki við það að þurfa að rétta úr sér, ganga aðeins um og teygja, jafnvel skvetta fótunum aðeins til vegna óþæginda frá þeim, finna til náladofa eða verkja. Slíkt er í sjálfu sér afar algengt og alls ekki sjúklegt nema í sumum tilvikum, en þá getur það haft veruleg áhrif á einstaklinginn, rænt hann svefni, ýtt undir vanlíðan og valdið einbeitingarskorti.

Fastir pennar

Eru netþjófar betri þjófar?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Forsvarsmenn deildu.net, skráadeilisíðu sem hefur misserum saman dreift höfundarréttarvörðu efni ólöglega á internetinu, ákváðu fyrir skemmstu að leyfa notendum síðunnar að deila sín á milli íslenzku efni, en ekki einvörðungu erlendu.

Fastir pennar

Steldu.net

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það er alltaf verið að brjótast inn. Og þrátt fyrir það að alltaf sé verið að reyna að búa til nýjar þjófavarnir og hvernig sem lögreglan reynir þá er eins og sumir þjófar séu alltaf skrefinu á undan og sjái við varnarkerfunum.

Fastir pennar

Ipaleg umræða

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ekki þurfti að koma nokkrum manni á óvart að Evrópusambandið skrúfaði fyrir IPA-styrkina svokölluðu, sem eiga að búa umsóknarríki undir aðild að sambandinu.

Fastir pennar

Tómt stundaglas

Þorsteinn Pálsson skrifar

Miklar ákvarðanir bíða ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lífeyrismálum. Það er til marks um styrkleika lífeyriskerfisins að einungis Hollendingar eiga meiri hlutfallslegan lífeyrissparnað en við. En á hinn bóginn verður augunum ekki lokað fyrir margs konar brotalömum sem við blasa.

Fastir pennar

Fokk – og þó

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Margir sem vilja þjóðkirkjunni vel hafa sjálfsagt brugðizt eins við og Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju, þegar hún sá að kirkjan legði nafn sitt við svokallaða Hátíð vonar, sem verður haldin í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. "Fokk“ skrifaði presturinn á Facebook-síðuna sína.

Fastir pennar

Stóru tölurnar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa barmað sér yfir því að erfitt verði að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Í nýrri skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi tekur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) undir það og bendir á ýmis hættumerki í ríkisrekstrinum á þessu ári.

Fastir pennar

Víst má hagræða

Pawel Bartoszek skrifar

Hópur þingmanna stjórnarmeirihlutans hefur fengið það hlutverk að leita leiða til að skera niður í ríkisrekstri. Það er auðvitað fyrirsjáanlegt að stjórnarandstaðan gagnrýni þau áform. En gagnrýni á þeim forsendum að áformin séu einhver sérstök svik við fyrirheit úr kosningabaráttunni missa marks. Ekki veit ég til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað að hagræða ekki í ríkisrekstri.

Fastir pennar

Uppskrift frá Gunnu frænku

Mikael Torfason skrifar

Píratar eru að auka fylgi sitt og fólk hlýtur að líta til nýjustu frétta eftir skýringum. Það sem áður hljómaði sem brjálaðar samsæriskenningar og vísindaskáldskapur er nú raunveruleiki. Og raunveruleikinn býr á netinu.

Fastir pennar

Að tikka rétt

Teitur Guðmundsson skrifar

Við höfum heyrt um og jafnvel orðið vitni að því þegar ungt fólk er bráðkvatt í blóma lífsins, mögulega fyrir framan mörg þúsund manns á íþróttaleikvangi í fótboltaleik eins og dæmi eru um. Þá eru fjöldamörg tilvik um skyndidauða hjá ungu fólki í öðrum íþróttagreinum sem og utan íþróttanna.

Fastir pennar

Þrír lögregluþjónar á vakt

Mikael Torfason skrifar

Í fréttum okkar á Stöð 2 í vikunni kom fram að á venjulegri vakt í Árnessýslu verða aðeins þrír lögregluþjónar í haust. Fimmtán þúsund manns búa á svæðinu auk þess sem þar eru um sex þúsund sumarbústaðir og tvö fangelsi. En þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað halda stjórnvöld áfram að skera niður til löggæslumála.

Fastir pennar

Í hverju er manneskjan eiginlega?

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Druslugangan á laugardag var gleðilegt framtak og gott innlegg í umræðuna um það að varpa ábyrgðinni á nauðgunum þangað sem hún á heima; til nauðgaranna.

Fastir pennar

Bara einn í viðbót...

Teitur Guðmundsson skrifar

Þú ert í rólegheitunum, frí á morgun og engar áhyggjur af einu eða neinu, búinn að setja steik á grillið og ætlar að njóta kvöldsins í botn með fjölskyldu og vinum.

Fastir pennar

Fyllirí og börn

Mikael Torfason skrifar

Ölvun og slagsmál settu svip sinn á bæjarhátíð sem kallast Mærudagar og haldin er á Húsavík. Þetta er hefðbundin hátíð með svipuðu fyrirkomulagi og aðrar slíkar hátíðir.

Fastir pennar

Hjól atvinnufíflsins

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Formaður Fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði yfirvofandi lækkun á lánshæfismati Íslands hjá matsfyrirtækinu Standard og Poor's vera "íhlutun í íslensk innanríkismál“. Það er vissulega sjónarmið.

Fastir pennar

Verum virk í athugasemdum

Mikael Torfason skrifar

Fjölmiðlar eru nú að ganga í gegnum gríðarlegar breytingar með tilkomu netsins. Það var reyndar til staðar fyrir tuttugu árum en það er fyrst núna sem fólk er farið að velta því fyrir sér hvaða þýðingu sú mikla bylting hafði og hefur í för með sér.

Fastir pennar

Norræna kvennadeildin

Pawel Bartoszek skrifar

Í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu voru þrjú lið frá Norðurlöndunum. Í átta liða úrslitum voru þau fjögur. Norrænu ríkin fimm komust öll í úrslitakeppnina.

Fastir pennar

Hver er stórasti bróðir í heimi?

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Hallgrímur Helgason virðist hafa komið hressilega við kaunin á Framsóknarmönnum með pistlum sínum í Víðsjá á RÚV undanfarið. Bæði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Frosti Sigurjónsson alþingismaður hafa tjáð sig um málið í fjölmiðlum og eru ekki hressir.

Fastir pennar

Barn er oss fætt

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Ung hjón í London, Katrín og Vilhjálmur, eignuðust barn í fyrradag. Það sama gerðu án efa þúsundir hjóna um allan heim. Af því fer litlum sögum. Nánast hver einasti fjölmiðill í heiminum hefur hins vegar fjallað um fæðingu sonar þeirra Kötu og Villa. Ástæðan er einföld: hann er ríkisarfi bresku krúnunnar. Það gerir hann sjálfkrafa að fréttamat frá því að hann tók fyrstu andköfin.

Fastir pennar