Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar 16. desember 2025 15:30 Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim. Mikil og hröð bílaumferð gerir götuna að farartálma milli Laugardalsins og nálægra hverfa og aðgengi fyrir gangandi vegfarendur að þeirri fjölbreyttu þjónusta sem er við götuna er vægast sagt lélegt. Í síðustu viku var mikilvægt skref tekið í átt að uppbyggingu sérrýmis fyrstu lotu Borgarlínunnar. Var þá samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir framtíðar götuumhverfi Suðurlandsbrautar. Með deiliskipulagstillögunni er lagt til að sérrými Borgarlínunnar sé fest í sessi í miðju götunnar og greiðfærni hennar eftir Suðurlandsbraut þar með tryggð. Mikilvægi tillögunnar fyrir sjálfa Suðurlandsbraut er þó ekki síðra enda felast í tillögunni fyrirheit um lifandi og virkt borgarrými fyrir fjölbreytta ferðamáta. Já, Suðurlandsbraut getur orðið meira en bara malbik og bílastæði. Ný breiðgata verður til Deiliskipulagstillagan sem nú er lögð fram til kynningar byggir á ítarlegri greiningarvinnu á umhverfi Suðurlandsbrautar og þeim fjölmörgu atriðum sem hafa þarf í huga þegar koma á fyrir sérrými fyrir hágæða almenningssamgöngur, akreinum fyrir almenna umferð, auknum gróðri, göngu- og hjólastígum, bílastæðum, stöðvarpöllum borgarlínunnar, öruggum gönguþverunum og svo mætti lengi telja. Þegar öll þessi atriði eru tekin inn í myndina er alveg ljóst að eitthvað þarf að gefa undan frá því sem er í dag. Það sem gleður mig mest við núverandi tillögu er að hún standi vörð um Laugardalinn og að vegstæði götunnar sé ekki fært til norðurs. Sérrými Borgarlínunnar er miðjusett og kemur í stað tveggja af núverandi akreinum götunnar í stað þess að tveimur akreinum sé bætt við hana. Slík breyting myndi kalla á breikkun götunnar um að lágmarki 13 metra inn í Laugardalinn auk götufláa eða stoðveggja eftir aðstæðum. Sex akreina Suðurlandsbraut myndi augljóslega draga enn frekar úr öryggi gangandi vegfarenda og algerlega aftengja Múla- og Háteigshverfi frá Laugardalnum. Það væri í engu samræmi við eitt af meginmarkmiðum framkvæmdarinnar um að bæta öryggi í umferðinni og auka aðgengi að öflugum almenningssamgöngum. Hjólastígar í báðar áttir Önnur atriði sem ég er sérlega ánægður með í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu er nýir göngu- og hjólastígar sunnan við götuna og allur gróðurinn sem á að fylgja. Einhver gæti spurt hvort göngustígar og gróður eigi að vera hluti af framkvæmdum Borgarlínunnar? Að sjálfsögðu. Án góðra gönguleiða að og frá stöðvum Borgarlínunnar væru þær tilgangslausar. Allar ferðir með almenningssamgöngum byrja og enda með göngu milli stoppistöðvar og áfangastaðar. Er þá alls ekki verra ef gönguleiðin er græn og skjólgóð. Fyrir utan að það sé margfalt meira nærandi upplifun að þá hvetur góð gönguleið auðvitað til endurtekinnar notkunar. 1600 bílastæði Mikið hefur verið rætt um að samhliða umræddum framkvæmdum eigi að fækka bílastæðum við Suðurlandsbraut. Það er vissulega rétt að sú forgangsröðun sem ég lýsi hér að ofan kallar á ákveðna endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi bílastæða við götuna. Í þessari umræðu er mikilvægt að horfa í tölulegar staðreyndir. Í dag eru um 1600 bílastæði á og við lóðir Suðurlandsbrautar, þar af eru 180 bílastæði á borgarlandi næst götunni. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni fækkar stæðum um sirka 160. Er þá ekki tekið inn í myndina að á mörgum baklóðum við götuna eru ónýttar heimildir til að fjölga bílastæðum í bílastæðakjallara eða -húsi. Allt tal um að verið sé að fjarlægja öll bílastæði við Suðurlandsbraut eru því úr lausu lofti gripnar. Persónulega finnst mér góðir göngustígar og aukinn gróður góð skipti fyrir lítinn hluta bílastæðanna (10%) við götuna. Ég tek því ekki undir þær áhyggjur að fækkun bílastæða við götuna muni leggja af alla verslun og þjónustu við götuna. Ég get hinsvegar skilið að lélegt aðgengi að bílastæðum sé hamlandi. Þar held ég hinsvegar að stýring á notkun þeirra sé mikilvægari aðgerð en fjöldi þeirra framan við húsin. Það væri til að mynda mikið unnið ef þau sem starfa við Suðurlandsbraut myndu í auknum mæli nota aðra ferðamáta en bílinn á leið til vinnu. Notkun á bílastæðum væri þá opnari yfir daginn og þau þá betur aðgengileg fyrir þau sem eru á leið í bankann, í apótekið eða mögulega að fara kaupa sér ísskáp. Sendið inn umsögn Að lokum er vert að benda á að um er að ræða deiliskipulagstillögu sem er á leið í samráðsferli. Öll áhugasöm um framtíð Suðurlandsbrautar, hvort sem þið eru íbúar í nágrenninu eða hagaðilar við götuna, ættuð að láta hug ykkar ljósan um hvernig borgarrými þið viljið að Suðurlandsbraut verði. Framtíð Suðurlandsbrautar þarf ekki að vera jafn rík af malbiki og hún er í dag. Ef vel er að verki staðið getur hún orðið grænn og öflugur samgönguás fyrir fjölbreyttra ferðamáta. Alvöru borgargata sem styður vel við alla þá þjónustu, verslun og mannlíf sem alvöru borg hefur fram að færa. En þá þurfum við líka að velja vandlega hvaða notkun á þessu fallega götustæði við viljum styðja við og hafa hugrekki til að gera breytingar. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samfylkingin Skipulag Birkir Ingibjartsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim. Mikil og hröð bílaumferð gerir götuna að farartálma milli Laugardalsins og nálægra hverfa og aðgengi fyrir gangandi vegfarendur að þeirri fjölbreyttu þjónusta sem er við götuna er vægast sagt lélegt. Í síðustu viku var mikilvægt skref tekið í átt að uppbyggingu sérrýmis fyrstu lotu Borgarlínunnar. Var þá samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir framtíðar götuumhverfi Suðurlandsbrautar. Með deiliskipulagstillögunni er lagt til að sérrými Borgarlínunnar sé fest í sessi í miðju götunnar og greiðfærni hennar eftir Suðurlandsbraut þar með tryggð. Mikilvægi tillögunnar fyrir sjálfa Suðurlandsbraut er þó ekki síðra enda felast í tillögunni fyrirheit um lifandi og virkt borgarrými fyrir fjölbreytta ferðamáta. Já, Suðurlandsbraut getur orðið meira en bara malbik og bílastæði. Ný breiðgata verður til Deiliskipulagstillagan sem nú er lögð fram til kynningar byggir á ítarlegri greiningarvinnu á umhverfi Suðurlandsbrautar og þeim fjölmörgu atriðum sem hafa þarf í huga þegar koma á fyrir sérrými fyrir hágæða almenningssamgöngur, akreinum fyrir almenna umferð, auknum gróðri, göngu- og hjólastígum, bílastæðum, stöðvarpöllum borgarlínunnar, öruggum gönguþverunum og svo mætti lengi telja. Þegar öll þessi atriði eru tekin inn í myndina er alveg ljóst að eitthvað þarf að gefa undan frá því sem er í dag. Það sem gleður mig mest við núverandi tillögu er að hún standi vörð um Laugardalinn og að vegstæði götunnar sé ekki fært til norðurs. Sérrými Borgarlínunnar er miðjusett og kemur í stað tveggja af núverandi akreinum götunnar í stað þess að tveimur akreinum sé bætt við hana. Slík breyting myndi kalla á breikkun götunnar um að lágmarki 13 metra inn í Laugardalinn auk götufláa eða stoðveggja eftir aðstæðum. Sex akreina Suðurlandsbraut myndi augljóslega draga enn frekar úr öryggi gangandi vegfarenda og algerlega aftengja Múla- og Háteigshverfi frá Laugardalnum. Það væri í engu samræmi við eitt af meginmarkmiðum framkvæmdarinnar um að bæta öryggi í umferðinni og auka aðgengi að öflugum almenningssamgöngum. Hjólastígar í báðar áttir Önnur atriði sem ég er sérlega ánægður með í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu er nýir göngu- og hjólastígar sunnan við götuna og allur gróðurinn sem á að fylgja. Einhver gæti spurt hvort göngustígar og gróður eigi að vera hluti af framkvæmdum Borgarlínunnar? Að sjálfsögðu. Án góðra gönguleiða að og frá stöðvum Borgarlínunnar væru þær tilgangslausar. Allar ferðir með almenningssamgöngum byrja og enda með göngu milli stoppistöðvar og áfangastaðar. Er þá alls ekki verra ef gönguleiðin er græn og skjólgóð. Fyrir utan að það sé margfalt meira nærandi upplifun að þá hvetur góð gönguleið auðvitað til endurtekinnar notkunar. 1600 bílastæði Mikið hefur verið rætt um að samhliða umræddum framkvæmdum eigi að fækka bílastæðum við Suðurlandsbraut. Það er vissulega rétt að sú forgangsröðun sem ég lýsi hér að ofan kallar á ákveðna endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi bílastæða við götuna. Í þessari umræðu er mikilvægt að horfa í tölulegar staðreyndir. Í dag eru um 1600 bílastæði á og við lóðir Suðurlandsbrautar, þar af eru 180 bílastæði á borgarlandi næst götunni. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni fækkar stæðum um sirka 160. Er þá ekki tekið inn í myndina að á mörgum baklóðum við götuna eru ónýttar heimildir til að fjölga bílastæðum í bílastæðakjallara eða -húsi. Allt tal um að verið sé að fjarlægja öll bílastæði við Suðurlandsbraut eru því úr lausu lofti gripnar. Persónulega finnst mér góðir göngustígar og aukinn gróður góð skipti fyrir lítinn hluta bílastæðanna (10%) við götuna. Ég tek því ekki undir þær áhyggjur að fækkun bílastæða við götuna muni leggja af alla verslun og þjónustu við götuna. Ég get hinsvegar skilið að lélegt aðgengi að bílastæðum sé hamlandi. Þar held ég hinsvegar að stýring á notkun þeirra sé mikilvægari aðgerð en fjöldi þeirra framan við húsin. Það væri til að mynda mikið unnið ef þau sem starfa við Suðurlandsbraut myndu í auknum mæli nota aðra ferðamáta en bílinn á leið til vinnu. Notkun á bílastæðum væri þá opnari yfir daginn og þau þá betur aðgengileg fyrir þau sem eru á leið í bankann, í apótekið eða mögulega að fara kaupa sér ísskáp. Sendið inn umsögn Að lokum er vert að benda á að um er að ræða deiliskipulagstillögu sem er á leið í samráðsferli. Öll áhugasöm um framtíð Suðurlandsbrautar, hvort sem þið eru íbúar í nágrenninu eða hagaðilar við götuna, ættuð að láta hug ykkar ljósan um hvernig borgarrými þið viljið að Suðurlandsbraut verði. Framtíð Suðurlandsbrautar þarf ekki að vera jafn rík af malbiki og hún er í dag. Ef vel er að verki staðið getur hún orðið grænn og öflugur samgönguás fyrir fjölbreyttra ferðamáta. Alvöru borgargata sem styður vel við alla þá þjónustu, verslun og mannlíf sem alvöru borg hefur fram að færa. En þá þurfum við líka að velja vandlega hvaða notkun á þessu fallega götustæði við viljum styðja við og hafa hugrekki til að gera breytingar. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar