Fastir pennar

Prump og hægðatruflanir

Teitur Guðmundsson skrifar

Það er merkileg staðreynd að prump er okkur öllum nauðsynlegt, alveg sama hvað okkur kann að þykja það lítið kurteist að leysa vind, þá þurfum við að skila frá okkur lofti reglulega. Það er líka merkilegt hvað vindgangur er oft ástæða kátínu og hlátraskalla. Flestum þykir pínlegt að freta í kringum aðra og að verða uppvísir að þessu athæfi, aðrir skellihlæja að eigin skítalykt. Á þetta bæði við um börn sem fullorðna og er í sjálfu sér að einhverju marki mannlegt eðli sem við flest þekkjum eða höfum orðið vitni að.

Fastir pennar

Sama fólkið, annar vasi

Ólafur Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því á föstudaginn að ríkisstjórnin hygðist ekki efna loforð fyrrverandi stjórnar við lánsveðshópinn svokallaða, sem á yfirveðsettar eignir og hefur tekið lán hjá lífeyrissjóðum með veði í eign annars fólks.

Fastir pennar

LÍÚ-varpið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við þurfum að tala um hann Davíð. Og nú ranghvolfa margir augum og fórna höndum en vinir hans og félagar glotta illyrmislega og segja glaðir í bragði: "Þið eruð með Davíð á heilanum.“

Fastir pennar

Ólafur og áhrifamennirnir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðræður Ólafs Ragnars við "fjölmarga evrópska áhrifamenn“ sannfærðu hann um að í raun væri ekki ríkur áhugi á því hjá ESB að ljúka viðræðunum.

Fastir pennar

Betur er sefað illt en upp vakið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Forsætisráðherra þeytti loftvarnaflautu sína í vikunni. Tilefnið var að honum fannst sem ríkisstjórnin fengi ekki andrými fyrir loftárásum stjórnarandstöðunnar. Trúlega er það mat ráðherrans rétt að í annan tíma hafa ríkisstjórnir ekki lent í jafn krappri vörn á fyrstu dögum sínum.

Fastir pennar

Sumarið er tími tossanna

Mikael Torfason skrifar

Í vor höfum við fengið að skyggnast inn í veröld íslenskra tossa undir leiðsögn Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2. Frábærir þættir sem sýna okkur að skólakerfið er langt frá því að vera allra.

Fastir pennar

Að framleiða óvissu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Forystumenn nýrrar ríkisstjórnar hafa verið duglegir að láta hafa eftir sér að landið verði að framleiða meira til að rétta úr kútnum. Það er frábært markmið en kannski gerðu ekki allir ráð fyrir að eitt af því sem ætti að framleiða væri meiri óvissa

Fastir pennar

(Ó)náttúrulegt ástand

Sara McMahon skrifar

Biðin eftir sumrinu hefur verið löng og ströng... og blaut. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fengu Reykvíkingar aðeins um 56 klukkustundir af sólskini fyrstu tuttugu dagana í júní. Það eru aðeins rúmir tveir sólarhringar á tuttugu dögum!

Fastir pennar

Kvenmannslausir karlar ávíttir

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Þremenningar af Alþingi gerðu hálfgerða sneypuför á sumarþing Evrópuráðsins í Strassborg eins og fram kom í fréttum í gær. Engin kona er með í för og er það klárt brot á reglum um kynjakvóta í sendinefndum landanna sem þingið sækja.

Fastir pennar

Vörn fyrir börn og foreldra þeirra

Mikael Torfason skrifar

í Fréttablaðinu í síðustu viku sögðum við frá því að barnaverndaryfirvöld væru að skoða samtökin Vörn fyrir börn, en þau gefa sig út fyrir að berjast fyrir hagsmunum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.

Fastir pennar

Pottastjórnun í sjávarútvegi heldur áfram

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra höfðu forgöngu um landsdómsákæruna í samvinnu við leiðtoga VG og Samfylkingar. Ekkert eitt mál gróf meir undan siðferðilegum undirstöðum fyrri stjórnar.

Fastir pennar

Upplýst ákvörðun eða ekki?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gefið til kynna að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópumál, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum, kunni að snúast um eitthvað annað en hvort halda eigi áfram aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Fastir pennar

Fábrotin fjölbreytni

Pawel Bartoszek skrifar

Kæri vinur, kæra vinkona. Þú segist elska fjölbreytni. Þér finnst samt að það eigi að vera bannað að reykja á börum og skemmtistöðum. Það er nú alveg gefið.

Fastir pennar

Hvar liggja mörk ofbeldis?

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Saga almennrar óþekktar í skólastofunni er þekkt frá upphafi skólastarfs en að margra mati hefur orðið breyting til hins verra síðustu ár.

Fastir pennar

Geðþóttaákvörðun í vændum?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Undirskriftalisti, þar sem skorað er á forseta Íslands að synja væntanlegum lögum um lækkun veiðigjaldsins staðfestingar og leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið, hefur náð miklu flugi undanfarna sólarhringa. Enda er málið heitt og umdeilt.

Fastir pennar

Svart og hvítt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Það er ánægjuleg tilbreyting að innihaldið í þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra á 17. júní sé nógu krassandi til að fólk nenni að hafa á því skoðun.

Fastir pennar

Hin rökrétta rukkunarleið

Ólafur Stephensen skrifar

Loksins hillir undir endalokin á áralöngu gaufi og hringsnúningi stjórnvalda hvað varðar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Nýr ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur kveðið upp úr um að finna eigi leiðir til að geta innheimt aðgangseyri að náttúruperlum strax næsta sumar.

Fastir pennar

Lyf og læknahopp

Við heyrum reglubundið um ofnotkun lyfja ýmiss konar og áhyggjur heilbrigðisstarfsmanna af þeirri þróun sem við höfum verið að sjá undanfarin ár.

Fastir pennar

Fyrirfólkið og lögin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Dorrit Moussaieff forsetafrú hafi flutt lögheimili sitt til Bretlands og sé ekki lengur skráð til heimilis á Bessastöðum með manni sínum, hefur vakið athygli og umræður. Íslenzk lög eru fortakslaus um að hjón skuli eiga sama lögheimili.

Fastir pennar

Glíman við ríkisfjármálin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Formenn stjórnarflokkanna kynntu í fyrradag stöðuna í ríkisfjármálum, sem er verri en þeir bjuggust við. Bæði vantar upp á tekjuhlið fjárlaganna og útgjöld hafa farið fram úr áætlun

Fastir pennar

Von um hlýjan ráðherra

Pawel Bartoszek skrifar

Það gerist því miður reglulega að einhver er rekinn úr landi sem augljóst er að myndi ekki gera samfélaginu neinn skaða heldur heilmikið gagn.

Fastir pennar

Gatið í planinu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, talaði um krónuna og höftin í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra á mánudaginn. Hann ræddi um mikilvægi trausts fjárfesta á umhverfinu og benti á að höftin á krónunni hefðu skert frelsi Íslendinga til athafna.

Fastir pennar

Aukið á skömm Alþingis

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður.

Fastir pennar

Brókin sem breytti lífi mínu

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fátt þykir mér hvimleiðara á þessari kringlu sem við búum á en að fara í Kringluna. Verst af öllu eru fatakaupin, því þótt vissulega sé gaman að vera nýskæddur er umstangið sem því fylgir yfirleitt til ama.

Fastir pennar