Formúla 1

Auðvelt hjá Button

Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello.

Formúla 1

Ross Brawn: Button minnir á Schumacher

Ross Brawn er ánægður með gengi Jenson Button, en hann er fremstur á ráslínu í Mónakó í dag og félagi hans Rubens Barrichello er þriðji, en Kimi Raikkönen á milli þeirra. Brawn segir Button minni dálítið á Michael Schumacher, en þeir unnu náið saman hjá Ferrari.

Formúla 1

Ferrari stefnir á sigur í Mónakó

Ferrari liðið er farið að sýna mátt sinn og megin á ný og Kimi Raikkönen náði öðru sæti í tímatökunni í dag. Felipe Massa varð fimmti, en hann lenti í því að bílar voru fyrir honum í hröðum hringjum.

Formúla 1

Button marði ráspólinn í Mónakó

Bretiinn Jenson Button rétt marði að ná besta tíma í æsispennandi tímatökum í Mónaó í dag. Hann varð 25 þúsundustu úr sekúndu á undan Kimi Raikkönen á Ferrari, en Rubens Barrichello varð brotabrotum á eftir honum.

Formúla 1

Mjótt á munum í Mónakó

Aðeins 0.1 sekíndu var á milli fyrstu fimm ökumannanna á lokaæfingu keppnisliða í Mónakó í dag. Fernando Alonso á Renault náði besta tíma og var hann aðeins 0.069 sekúndum á undan Jenson Button á Brawn bíl.

Formúla 1

Lewis Hamilton: Hef lært af mistökunum

Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren.

Formúla 1

Ecclestone hótar Ferrari lögsókn

Deilumálið á milli Ferrari og annara keppnisliða og FIA hefur tekið á sig nýja mynd. Bernie Ecclestone hótaði Ferrari í dag lögsókn ef þeir virða ekki samninga sem FOM, fyrirtæki Ecclestone er með og lláti af hótunum um að hætta í Formúlu 1.

Formúla 1

Harður slagur um besta tíma í Mónakó

Mjög mjótt var á munum á seinni æfingu keppnisliða í Mónakó í dag. Heimamaðurinn Nico Rosberg, sem er reyndar fæddur í Þýskalandi, en býr í Mónakó var með næsta besta tíma á Williams.

Formúla 1

Evrovisjón stjarna spyrnir í Mónakó

Jóhanna Guðrún, söngstjarna okkar Íslendinga spyrnir um götur Mónakó í kvöld, en keppt er í Formúlu 1 í furstadæminu í um helgina. Jóhann tekur slaginn í kapp við klukkuna í ökuhermi á Stöð 2 Sport í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld.

Formúla 1

Barrichello fyrstur, Ferrari og McLaren eflast

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni.

Formúla 1

Ökumenn uggandi um framtíð Formúlu 1

Dómurinn í máli Ferrari gegn FIA í dag hefur valdið því að margir ökumenn eru uggandi um hag sinn hvað næsta ár varðar. Fjölmörg lið hafa hótað því að hætta, en samtök keppnisliða kemur saman í Mónakó þar sem keppt er um helgina.

Formúla 1

Ferrari tapaði máli gegn FIA

FIA er í fullum rétti að setja 40 miljón sterlingspunda útgjaldaþak á Formúlu 1 lið á næsta ári að mati dómstóls í París. Niðurstaða í kæru Ferrari gegn FIA var birt í dag.

Formúla 1

Kæra Ferrari gegn FIA dómtekin

Ferrari leggur inn formlega kæru fyrir franskan dómara í dag gagnvart FIA í París í dag. Ferrari liiðið er ósátt við nýjar reglur um rekstrarkostnað sem FIA ætlar að taka í notkun á næsta ári.

Formúla 1

Brawn bjartsýnn fyrir Mónakó

Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu

Formúla 1

Mosley blæs á Formúlu 1 krísu

Forseti FIA, Max Mosley segir að umræða um að Formúlu 1 sé í krísu eigi ekki viði rök að styðjast. Hann fundaði með Formúlu 1 liðum í dag, en ekkert samkomulag náðist á milli samtaka Formúlu 1 liða og FIA.

Formúla 1

FIA og Formúlu 1 lið funda á föstudag

Deilurnar á milli Formúlu 1 liða og FIA, alþjóðabílasambandsins verða ræddar á fundi málsaðila á föstudag. Fjögur Formúlu 1 lið hafa hótað að hætta í Formúlu 1 í lok ársins ef reglur varðandi rekstrarkostnað taka gildi fyrir 2010.

Formúla 1

Renault hótar að hætta

Renault hefur bæst í hóp Formúlu 1 liða sem hóta að keppa í Formúlu 1, ef nýjar reglur FIA ná fram að ganga fyrir næsta ár. Ferrari, Red Bull, Torro Rosso og Renault hafa öll formlega sagt að þau dragi sig úr keppni í lok ársins hefur FIA nær sínu fram.

Formúla 1

Nico Rosberg gæti yfirgefið Williams

Þjóðverjinn Nico Rosberg hefur verið sprettharður á föstudagsæfingum í á árinu, en hefur samt aðeins nælt í 4.5 stig í mótum. Hann er í viðræðum við ýmis lið varðandi næsta ár og segir allt koma til greina varðandi störf sín 2010

Formúla 1

Ferrari hættir ef FIA gefur sig ekki

Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til.

Formúla 1

McLaren lítur á björtu hliðarnar

Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir að lið sitt verði öflugra í Mónakó um aðra helgi, en reyndist rauninn í Barcelona á sunnudaginn. Hvorugur ökumanna liðsins komst á verðlaunapall, Lewis Hamilton varð tíundi og Heikki Kovalainen féll úr leik vegna bilunnar.

Formúla 1

Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1

Stjórn Ferrari kemur saman á morgun til að skoða framtíð fyrirtækisins í Formúlu 1. Forseti Ferrari hefur þegar hótað að draga lið sitt úr Formúlu 1, en nýjar reglur varðandi rekstrarkostnað taka gildi á næsta ári. Fleiri lið eru að skoða stöðu sína.

Formúla 1

Button: Sæki til sigurs í öllum mótum

Jenson Button vann sinn fjórða sigur í fimm mótum í Barcelona í gær og um aðra helgi keppir hann á heimavelli í Mónakó. Þó Button sé breskur að uppruna býr hann í skattaparadísinni Mónakó.

Formúla 1

Barrichello sár að tapa fyrir Button

Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu.

Formúla 1

Enn einn sigurinn hjá Button

Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona.

Formúla 1

Barist til sigurs í Barcelona

Jenson Button á Brawn bíl er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 kappaksrinum í Barcelona í dag. Ross Brawn eigandi liðsins egir liðið verði að halda vöku sinni, þó það sé efst í stigamótinu.

Formúla 1

Button stal ráspólnum af Vettel

Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku.

Formúla 1

Ferrari stal senunni á lokaæfingu

Felipe Massa og Kimi Raikkönen náðu besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Barcleona brautiinni á Spání morgun. Munaði aðeins 89/1000 úr sekúndu á köppunum tveimur. Þeir virðast komnir aftur með stæl eftir slakt gengi á árinu.

Formúla 1

Alonso öflugur á heimavelli

Fernando Alonso frá Spáni náði þriðja besta aksturstímanum á æfingum á Barcelona brautinni í gær og ekur í tímatökum í dag. Hann var annar á ráslínu í fyrra og heimamenn heimta frambærilega árangur. Alonso er í guðttölu á Spáni eftir tvo meistaratitla á ferlinum.

Formúla 1