Erlent

Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa

Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni.

Erlent

Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín

Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Erlent

Veruleiki fólks í Úkraínu

Árásir rússneskra hersveita hafa kollvarpað lífi íbúa í Úkraínu. Greint hefur verið frá því að Rússar hafi skotið flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Þá hefur stór hópur hermanna einnig ráðist inn í landið.

Erlent

„Þetta er stríð“

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 

Erlent

Texas í hart gegn foreldrum transbarna

Ríkisstjóri Texas hefur fyrirskipað starfsmönnum ríkisins að rannsaka mál sem tengjast réttindum og kynleiðréttingaferli transbarna. Texas gæti fetað í fótspor ríkja sem bannað hafa kynleiðréttingar barna.

Erlent

Forseti Úkraínu segir Úkraínumenn standa eina í vörnum landsins

Atkvæðagreiðslu um tillögu Öryggis- og varnamálaráðs Úkraínu um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna hernaðaraðgerða Rússa var slegið á frest í dag eftir víðtæka árás á tölvukerfi landsins. Utanríkisráðherra Lettlands hvetur til enn harðari refsiaðgerða en samþykktar hafa verið. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um úkraínudeiluna í dag.

Erlent

Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns

Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum.

Erlent

„Taívan er ekki Úkraína“

Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða.

Erlent

Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum

Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varaliði hersins til starfa eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það.

Erlent

186 lík fundist í Petrópolis

Viku eftir að flóð og skriðuföll lögðu brasilísku borgina Petrópolis í rúst er talið að minnst 186 hafi farist í hamförunum. 69 einstaklinga er enn saknað að sögn lögreglu. Sú tala hefur farið lækkandi á seinustu dögum samhliða því að kennsl hafa verið borin á fleiri lík og aðrir fundið ástvini sína heila á húfi.

Erlent

Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu

Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu.

Erlent

Morðingjar Arbery eiga yfir höfði sér annan lífstíðardóm

Þrír hvítir karlmenn, sem voru sakfelldir fyrir morðið á hinum 25 ára Ahmaud Arbery í Georgíu, hafa nú verið sakfelldir fyrir hatursglæp en kviðdómur í Brunswick komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir höfðu brotið alríkislög með því að meina Arbery um að ganga um almenningsgötu vegna litarhafts hans.

Erlent

Hafa handsamað gíslatökumanninn í Hollandi

Vopnaður karlmaður tók fólk í gíslingu í Apple-verslun í miðborg Amsterdam fyrr í kvöld. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir í nokkrar klukkustundir áður en maðurinn var handsamaður. Gíslarnir eru komnir í öruggt skjól. 

Erlent

Biden kynnir við­skipta­þvinganir gegn Rúss­landi

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“

Erlent

„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“

Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 

Erlent

Vaktin: Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum.

Erlent