Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:09 Hluti fangahópsins sem var fluttur í nýja risafangelsið. Fleiri en 64.000 manns hafa verið handteknir í stríði forseta landsins gegn glæpum. Vísir/Getty Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. Öryggissveitir hafa smalað saman tugum þúsunda grunaðra félaga í glæpagengjum eftir að Bukele lýsti yfir neyðarástandi vegna morð- og ofbeldisöldu í landinu í mars í fyrra. Neyðarástandsyfirlýsingin hefur verið endurnýjuð ítrekað síðan, síðast í síðustu viku. Mannréttindasamtök hafa gangrýnt neyðarástandið og aðfarir lögreglu. Það fellir viss stjórnarskrárbundin réttindi úr gildi sem hefur gert lögreglu kleift að handataka menn án handtökuskipunar. Yfirvöld geta fylgst með fjarskiptum grunaðra manna og fangar eiga ekki rétt á að ræða við lögmann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnrýnendur segja að saklaust fólk hafi verið handtekið og að tugir manna hafi látist í haldi lögreglu. Aðgerðirnar eru þrátt fyrir það almennt vinsælar á meðal almennings. Bukele birti myndir af fyrstu föngunum sem voru sendir í nýtt risafangelsi í Tecoluca. Á þeim sjást þeir hlekkjaðir og aðeins klæddir í síðar hvítar stuttbuxur. Þeir eru allir krúnurakaðir og húðflúraðir í bak og fyrir. Hoy en la madrugada, en un solo operativo, trasladamos a los primeros 2,000 pandilleros al Centro de Confinamiento del Terrorismo (CECOT).Esta será su nueva casa, donde vivirán por décadas, mezclados, sin poder hacerle más daño a la población.Seguimos #GuerraContraPandillas pic.twitter.com/9VvsUBvoHC— Nayib Bukele (@nayibbukele) February 24, 2023 Forsetinn segir að tvö þúsund fangar hafi verið fluttir í fangelsið fyrir dögun. Fangelsið sé það stærsta í Ameríkunum. „Þetta verður nýja húsið þeirra, þar sem þeir búa um áratugaskeið, blandaðir saman og geta ekki valdið almenningi frekara tjóni,“ tísti Bukele í gærmorgun. Fangelsið er kallað Miðstöð til að loka á hryðjuverk. Það stendur saman af átta byggingum. Hver þeirra er með þrjátíu og tvo klefa sem eru hundrað fermetrar að flatarmáli. Hver klefi á að hýsa fleiri en hundrað fanga. Aðeins eru tveir vaskar og tvö klósett í hverjum klefa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. El Salvador Tengdar fréttir Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Öryggissveitir hafa smalað saman tugum þúsunda grunaðra félaga í glæpagengjum eftir að Bukele lýsti yfir neyðarástandi vegna morð- og ofbeldisöldu í landinu í mars í fyrra. Neyðarástandsyfirlýsingin hefur verið endurnýjuð ítrekað síðan, síðast í síðustu viku. Mannréttindasamtök hafa gangrýnt neyðarástandið og aðfarir lögreglu. Það fellir viss stjórnarskrárbundin réttindi úr gildi sem hefur gert lögreglu kleift að handataka menn án handtökuskipunar. Yfirvöld geta fylgst með fjarskiptum grunaðra manna og fangar eiga ekki rétt á að ræða við lögmann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnrýnendur segja að saklaust fólk hafi verið handtekið og að tugir manna hafi látist í haldi lögreglu. Aðgerðirnar eru þrátt fyrir það almennt vinsælar á meðal almennings. Bukele birti myndir af fyrstu föngunum sem voru sendir í nýtt risafangelsi í Tecoluca. Á þeim sjást þeir hlekkjaðir og aðeins klæddir í síðar hvítar stuttbuxur. Þeir eru allir krúnurakaðir og húðflúraðir í bak og fyrir. Hoy en la madrugada, en un solo operativo, trasladamos a los primeros 2,000 pandilleros al Centro de Confinamiento del Terrorismo (CECOT).Esta será su nueva casa, donde vivirán por décadas, mezclados, sin poder hacerle más daño a la población.Seguimos #GuerraContraPandillas pic.twitter.com/9VvsUBvoHC— Nayib Bukele (@nayibbukele) February 24, 2023 Forsetinn segir að tvö þúsund fangar hafi verið fluttir í fangelsið fyrir dögun. Fangelsið sé það stærsta í Ameríkunum. „Þetta verður nýja húsið þeirra, þar sem þeir búa um áratugaskeið, blandaðir saman og geta ekki valdið almenningi frekara tjóni,“ tísti Bukele í gærmorgun. Fangelsið er kallað Miðstöð til að loka á hryðjuverk. Það stendur saman af átta byggingum. Hver þeirra er með þrjátíu og tvo klefa sem eru hundrað fermetrar að flatarmáli. Hver klefi á að hýsa fleiri en hundrað fanga. Aðeins eru tveir vaskar og tvö klósett í hverjum klefa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
El Salvador Tengdar fréttir Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44
Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21