Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Innlent 18.10.2025 22:36
Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. Innlent 18.10.2025 20:57
Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar ekki að halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins og leggur til að ný forysta verði kjörin á flokksstjórnarfundi í febrúar. Fleiri breytingar voru kynntar á forystu flokksins í dag. Rætt verður við Sigurð Inga í beinni útsendingu í fréttatímanum. Innlent 18.10.2025 18:12
Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Formaður og varaformaður hyggjast ávarpa gesti þingsins og verður hægt að horfa á þær í beinni útsendingu. Innlent 18.10.2025 12:27
Julian Assange í heimsókn á Íslandi Julian Assange, blaðamaður og stofnandi Wikileaks, er staddur á Íslandi í stuttri heimsókn. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að Assange hafi komið hingað í frí en auðvitað komi vinnan eitthvað til tals. Innlent 18.10.2025 12:25
Varað við hálku á Hellisheiði Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi. Innlent 18.10.2025 12:14
Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Rafvarnarvopnum hefur verið beitt sjö sinnum frá því að þau voru tekin í notkun á síðasta ári en hafa verið notuð talsvert oftar til að ógna. Oftast virðist duga að nota tækið til að ógna og telur afbrotafræðingur það jákvætt. Innlent 18.10.2025 12:09
Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en við ræðum við formann Félags flugumferðarstjóra í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. Innlent 18.10.2025 11:55
Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um ítrekaðar íkveikjur í fjölbýlishúsi á Selfossi var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknarinnar. Innlent 18.10.2025 10:46
Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. Innlent 18.10.2025 10:30
Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Lögreglan beitti rafbyssu tvisvar sinnum við handtöku á öðrum ársfjórðungi. Síðan rafbyssur voru teknar í notkun hefur því alls verið beitt sjö sinnum. Innlent 18.10.2025 09:56
Framsóknarmenn velja sér ritara Framsóknarmenn kjósa sér nýjan ritara á fundi miðstjórnar flokksins í dag. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír eru í framboði til ritara en það eru þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Innlent 18.10.2025 09:55
Dró upp hníf í miðbænum Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands. Innlent 18.10.2025 07:45
Bubbi sendir út neyðarkall Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi. Innlent 17.10.2025 23:37
Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Innlent 17.10.2025 23:31
Vill skoða að lengja fæðingarorlof Bæjarstjóri Mosfellsbæjar vill að stjórnvöld skoði að lengja fæðingarorlof til að mæta vanda foreldra. Tal um breytingar á fyrirkomulagi leikskóla megi ekki fara fram í skotgröfum. Innlent 17.10.2025 21:00
Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Engin niðurstaða fékkst á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á sunnudag og nýr fundur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. Innlent 17.10.2025 20:50
Skilji áhyggjurnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Innlent 17.10.2025 19:38
Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nokkrar íkveikjur á Selfossi. Hann var handtekinn fyrr í vikunni. Innlent 17.10.2025 16:57
Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Fréttamaður á Ríkisútvarpinu hefur látið af störfum vegna ásakana um áreitni í garð kvenkyns samstarfsmanna hans. Innlent 17.10.2025 16:32
Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum. Innlent 17.10.2025 16:17
Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Innlent 17.10.2025 15:38
Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess. Innlent 17.10.2025 15:14
Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Innlent 17.10.2025 15:07