Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Samkvæmt fyrstu heildarúttektinni á vistkerfi skóga í Reykjavík er lítill skógur í Reykjavík miðað við flestar aðrar evrópskar borgir. Samt sem áður er heildarvirði skóga borgarinnar metið á 576 milljarða króna. Innlent 15.4.2025 16:47
Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi í dag. Kortinu er ætlað að gera betur skil hættu sem getur átt sér stað utan þeirra svæða sem áður var lögð áhersla á. Nýtt hættumatskort gildir til 22. apríl. Innlent 15.4.2025 15:19
Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Íslenska sendiráðið í Ósló í Noregi hefur sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega einn milljarður króna. Innlent 15.4.2025 15:18
Jörð skelfur í Ljósufjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftan sem reið yfir í morgun við Grjótárvatn. Innlent 15.4.2025 11:37
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Innlent 15.4.2025 10:51
Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Innlent 15.4.2025 10:35
Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum. Innlent 15.4.2025 10:32
Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna. Innlent 15.4.2025 09:57
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. Innlent 15.4.2025 08:52
Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð urðu í Bárðarbungu í nótt. Innlent 15.4.2025 06:33
Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir. Innlent 15.4.2025 06:31
Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út meðal annars vegna rúðubrots, þjófnaðar og líkamsárásar í gærkvöldi og í nótt. Tveir gista nú fangageymslu. Innlent 15.4.2025 06:06
Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. Innlent 14.4.2025 21:30
Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Innlent 14.4.2025 20:45
Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið. Innlent 14.4.2025 20:30
Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. Innlent 14.4.2025 19:05
Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á þrettán kílóum af kókaíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og var hann á leið til landsins frá Frakklandi. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir sérstakt að finna svo mikið magn fíkniefna í handfarangri. Innlent 14.4.2025 18:10
„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar. Innlent 14.4.2025 17:37
Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Nýr leikskóli mun rísa í Kópavogi og verður tekin í ntokun haustið 2026. Gert er ráð fyrir að um sextíu börn á aldrinum tveggja til sex ára fái pláss þar. Innlent 14.4.2025 16:23
Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. Innlent 14.4.2025 15:03
Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl. Innlent 14.4.2025 14:40
Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir vill opna umræðuna um rangfeðranir og afmá skömmina sem fylgir þeim. Hún segir rangfeðraða oft upplifa að þeir tilheyri ekki fjölskyldu sinni. Fólk uppgötvi af hverju það er eins og það er þegar það finnur blóðforeldri sín. Innlent 14.4.2025 14:36
Fótboltinn víkur fyrir padel Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní. Innlent 14.4.2025 14:01
Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. Innlent 14.4.2025 14:00