Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 15.8.2025 18:45
Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í átján útköll vegna vatnstjóns á höfuðborgarsvæðinu á um tveimur klukkustundum. Meðal útkalla var vatnstjón á Kjarvalsstöðum. Innlent 15.8.2025 18:16
Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskóla sem hann vinnur á. Barnið upplýsti sjálft um brotið. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við lögreglu og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um mál af þessum toga. Innlent 15.8.2025 18:10
Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Innlent 15.8.2025 13:48
Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Innlent 15.8.2025 13:25
Pólitískur refur og samningamaður mætast Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu. Innlent 15.8.2025 13:08
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Innlent 15.8.2025 12:30
Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili. Innlent 15.8.2025 11:50
Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum starfsmanni á leikskóla. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi. Innlent 15.8.2025 11:31
Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Netið datt út í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun. Um öryggisráðstöfun var að ræða. Innlent 15.8.2025 11:06
Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Innlent 15.8.2025 11:01
Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni. Innlent 15.8.2025 10:58
Stefán Kristjánsson er látinn Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbóndi frá Grindavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 12. ágúst, 61 árs að aldri. Innlent 15.8.2025 10:29
Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. Innlent 15.8.2025 10:19
Spá eldingum á Vesturlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi. Innlent 15.8.2025 08:47
Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 15.8.2025 06:24
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Innlent 14.8.2025 20:26
30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Blómstrandi dagar hófstu formlega í dag í Hveragerði með setningarathöfn í Listasafni Árnesinga og verður boðið upp á glæsilega dagskrá á morgun og alla helgina. Innlent 14.8.2025 20:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Innlent 14.8.2025 19:16
„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. Innlent 14.8.2025 18:05
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Innlent 14.8.2025 18:00
Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Innlent 14.8.2025 17:40
Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. Innlent 14.8.2025 17:18
Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Innlent 14.8.2025 17:02