Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2025 20:57 Hópurinn sem kom saman á Mama Reykjavík í dag. Veronica Fríða er lengst til hægri á myndinni í vínrauðum buxum og svörtum jakka. Aðsend Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. No Kings mótmæli voru boðuð í öllum ríkjum Bandaríkjanna í dag. Nafnið No Kings er vísun í að enginn konungur er við völd þar í landi. Yfir 2.500 viðburðir voru á dagskrá í dag í Bandaríkjunum, stærstu viðburðirnir voru í stærri borgum líkt og New York, Chicago, Houston og Honolulu. Mótmælin á Íslandi voru skipulögð af hópnum Indivisible Iceland. Veronica segir hópinn áður hafa skipulagt mótmæli við Tesla á Íslandi, við bandaríska sendiráðið og í miðbænum en í dag hafi þau ákveðið að koma saman á Mama Reykjavík á svokölluðum póstkortaviðburði. „Póstkortin verða send á ríkisstjóra og stjórnmálamenn í Bandaríkjunum,“ segir hún og að skipuleggjendur hafi aðstoðað fólk með heimilisföng og annað slíkt. „Þetta er ein tegund mótmæla og ein leið til að mynda tengsl í samfélaginu.“ Hópur fólks kom saman í miðborginni til að mótmæla Trump. Aðsendar Ferðamenn og Bandaríkjamenn búsettir á Íslandi Bandaríkjamenn sem búi hér hafi komið á viðburðinn en einnig ferðamenn sem hafi verið hér í heimsókn. Hópurinn er tengdur alþjóðlegum hópi Indivisible Abroad sem svo aftur tengist Indivisible í Bandaríkjunum. Auk þess starfi þau víða um heim eins og í Kanada, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta mjög yfirþyrmandi,“ segir hún um stöðuna í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump tók við sem forseti fyrr á þessu ári. Frá No Kings mótmælum í Chicago í dag. Vísir/EPA Hún segist alltaf hafa búist við því að staðan yrði erfið í Bandaríkjunum eftir kjör hans, en segist ekki hafa átt von á því að aðstæður yrðu svo slæmar svo hratt og að aðrar stoðir ríkisvaldsins myndu hætta að veita forsetanum það aðhald sem þær eiga að gera. Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins auk þess sem Trump sé Repúblikani. Það sé ekkert mótvægi. Veronica setur einnig út á gagnrýni Repúblikana á No Kings mótmælin og að hreyfingin sé kölluð Antifa sem standi fyrir anti-fascist eða þau sem eru á móti fasisma. Hún segir orðræðu Repúblikana um hreyfinguna hræða sig og að hún minni sig á umræðu í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar frá nasistum. „Ég hef verið í miklu uppnámi og verið mjög áhyggjufull og þess vegna hef ég stundað þennan aktívisma. Það er það eina sem ég get gert svo ég geti sofið á nóttunni.“ Dæmi um póstkort sem voru send í dag. Aðsend Þorir ekki heim Veronica er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Hún hefur búið á Íslandi í tíu ár en er frá San Fransisco í Kaliforníu og segist reglulega finna fyrir mikilli heimþrá. „Það er fallegur staður og ég sakna hans mikið en ég verð mjög stressuð að hugsa til þess að fara heim. Ég myndi vera hrædd við að fara yfir landamærin á þessum tímapunkti. Allt sem þau gera er af svo miklu handahófi. Það veit enginn hverjar reglurnar eru því það er alltaf verið að breyta þeim,“ segir hún og nefnir sem dæmi innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum sem hafi tekið miklum breytingum síðustu misseri. Fólk hverfi og sé vísað frá landi með tilvísun í reglur og lög sem virðast vera settar af handahófi. Hún segist meðvituð um sína stöðu og sín forréttindi að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt og hún vilji nýta sæina stöðu til að vekja athygli á stöðunni og mótmæla henni. Fjöldi fulltrúa Demókrata hefur hvatt fólk til að taka þátt í mótmælunum. Þeirra á meðal er Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníufylkis sem hvatti þátttakendur einnig til að fara varlega og mótmæla friðsamlega. Veronica segir Kaliforníu nánast eins og annað land í Bandaríkjunum og það gleðji hana að sjá mótstöðu þar. Fólk reyni að sjá gleðina líka í því að mótmæla og sýna andstöðu með friðsamlegum hætti. Sem dæmi hafi fólk í Portland í Oregon mætt til mótmæla í froskabúningum. „Það er svo sniðugt því það raunverulega afvopnar alla andstöðu við mótmælin. Það er ekki hægt að berja einhvern sem er í froskabúning. Það hefur verið rík áhersla í þessum mótmælum að halda í gleðina. Stjórnvöld segja að mótmælin séu ofbeldisfull, það er ekki rétt, þau eru friðsamlegt og það er okkar réttur að mótmæla.“ Venjulegir Bandaríkjamenn, ekki svikarar Stjórnvöld reyni í sinni orðræðu að teikna mótmælendur upp sem áróðursmenn, æsingarmenn eða svikara en mótmælendur séu raunverulega aðeins venjulegir Bandaríkjamenn að nota tjáningarfrelsi sitt. Þannig hafi viðburður þeirra í dag ekki bara snúist um að kvarta og að mótmæla heldur hafi þau líka viljað mynda tengsl og viljað gefa fólki tækifæri á samveru á erfiðum tímum. „Við getum ekki endalaust öskrað í vindinn. Við verðum að fá eitthvað til baka til að næra sálina í langri og erfiðri baráttu.“ No Kings mótmæli í New York í dag. Vísir/EPA Myndin er tekin í dag á No Kings mótmælum í Washington. Þarna má sjá fólk dansa en Veronica segir það hafa glatt sig sérstaklega að sjá hvernig fólk heldur í gleðina þó að málefnið sé alvarlegt. Vísir/EPA Bandaríkin Donald Trump Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og áfallameðferð fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
No Kings mótmæli voru boðuð í öllum ríkjum Bandaríkjanna í dag. Nafnið No Kings er vísun í að enginn konungur er við völd þar í landi. Yfir 2.500 viðburðir voru á dagskrá í dag í Bandaríkjunum, stærstu viðburðirnir voru í stærri borgum líkt og New York, Chicago, Houston og Honolulu. Mótmælin á Íslandi voru skipulögð af hópnum Indivisible Iceland. Veronica segir hópinn áður hafa skipulagt mótmæli við Tesla á Íslandi, við bandaríska sendiráðið og í miðbænum en í dag hafi þau ákveðið að koma saman á Mama Reykjavík á svokölluðum póstkortaviðburði. „Póstkortin verða send á ríkisstjóra og stjórnmálamenn í Bandaríkjunum,“ segir hún og að skipuleggjendur hafi aðstoðað fólk með heimilisföng og annað slíkt. „Þetta er ein tegund mótmæla og ein leið til að mynda tengsl í samfélaginu.“ Hópur fólks kom saman í miðborginni til að mótmæla Trump. Aðsendar Ferðamenn og Bandaríkjamenn búsettir á Íslandi Bandaríkjamenn sem búi hér hafi komið á viðburðinn en einnig ferðamenn sem hafi verið hér í heimsókn. Hópurinn er tengdur alþjóðlegum hópi Indivisible Abroad sem svo aftur tengist Indivisible í Bandaríkjunum. Auk þess starfi þau víða um heim eins og í Kanada, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta mjög yfirþyrmandi,“ segir hún um stöðuna í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump tók við sem forseti fyrr á þessu ári. Frá No Kings mótmælum í Chicago í dag. Vísir/EPA Hún segist alltaf hafa búist við því að staðan yrði erfið í Bandaríkjunum eftir kjör hans, en segist ekki hafa átt von á því að aðstæður yrðu svo slæmar svo hratt og að aðrar stoðir ríkisvaldsins myndu hætta að veita forsetanum það aðhald sem þær eiga að gera. Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins auk þess sem Trump sé Repúblikani. Það sé ekkert mótvægi. Veronica setur einnig út á gagnrýni Repúblikana á No Kings mótmælin og að hreyfingin sé kölluð Antifa sem standi fyrir anti-fascist eða þau sem eru á móti fasisma. Hún segir orðræðu Repúblikana um hreyfinguna hræða sig og að hún minni sig á umræðu í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar frá nasistum. „Ég hef verið í miklu uppnámi og verið mjög áhyggjufull og þess vegna hef ég stundað þennan aktívisma. Það er það eina sem ég get gert svo ég geti sofið á nóttunni.“ Dæmi um póstkort sem voru send í dag. Aðsend Þorir ekki heim Veronica er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Hún hefur búið á Íslandi í tíu ár en er frá San Fransisco í Kaliforníu og segist reglulega finna fyrir mikilli heimþrá. „Það er fallegur staður og ég sakna hans mikið en ég verð mjög stressuð að hugsa til þess að fara heim. Ég myndi vera hrædd við að fara yfir landamærin á þessum tímapunkti. Allt sem þau gera er af svo miklu handahófi. Það veit enginn hverjar reglurnar eru því það er alltaf verið að breyta þeim,“ segir hún og nefnir sem dæmi innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum sem hafi tekið miklum breytingum síðustu misseri. Fólk hverfi og sé vísað frá landi með tilvísun í reglur og lög sem virðast vera settar af handahófi. Hún segist meðvituð um sína stöðu og sín forréttindi að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt og hún vilji nýta sæina stöðu til að vekja athygli á stöðunni og mótmæla henni. Fjöldi fulltrúa Demókrata hefur hvatt fólk til að taka þátt í mótmælunum. Þeirra á meðal er Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníufylkis sem hvatti þátttakendur einnig til að fara varlega og mótmæla friðsamlega. Veronica segir Kaliforníu nánast eins og annað land í Bandaríkjunum og það gleðji hana að sjá mótstöðu þar. Fólk reyni að sjá gleðina líka í því að mótmæla og sýna andstöðu með friðsamlegum hætti. Sem dæmi hafi fólk í Portland í Oregon mætt til mótmæla í froskabúningum. „Það er svo sniðugt því það raunverulega afvopnar alla andstöðu við mótmælin. Það er ekki hægt að berja einhvern sem er í froskabúning. Það hefur verið rík áhersla í þessum mótmælum að halda í gleðina. Stjórnvöld segja að mótmælin séu ofbeldisfull, það er ekki rétt, þau eru friðsamlegt og það er okkar réttur að mótmæla.“ Venjulegir Bandaríkjamenn, ekki svikarar Stjórnvöld reyni í sinni orðræðu að teikna mótmælendur upp sem áróðursmenn, æsingarmenn eða svikara en mótmælendur séu raunverulega aðeins venjulegir Bandaríkjamenn að nota tjáningarfrelsi sitt. Þannig hafi viðburður þeirra í dag ekki bara snúist um að kvarta og að mótmæla heldur hafi þau líka viljað mynda tengsl og viljað gefa fólki tækifæri á samveru á erfiðum tímum. „Við getum ekki endalaust öskrað í vindinn. Við verðum að fá eitthvað til baka til að næra sálina í langri og erfiðri baráttu.“ No Kings mótmæli í New York í dag. Vísir/EPA Myndin er tekin í dag á No Kings mótmælum í Washington. Þarna má sjá fólk dansa en Veronica segir það hafa glatt sig sérstaklega að sjá hvernig fólk heldur í gleðina þó að málefnið sé alvarlegt. Vísir/EPA
Bandaríkin Donald Trump Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og áfallameðferð fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira