Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Árni Sæberg skrifar 22. desember 2025 13:32 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um lagareldi ásamt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að markmið frumvarpsins sem nú er kynnt varðandi lagareldi sé að styrkja lagaramma atvinnugreinarinnar og sporna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum með því að innleiða hvata og þannig skapa traustari grundvöll fyrir verðmætasköpun og sjálfbæran vöxt greinarinnar til framtíðar. Frumvarpsdrögin geri ráð fyrir að ein heildarlög gildi um starfsemi lagareldis, það er um starfsemi í sjókvíaeldi, landeldi, hafeldi og fjarðabeit. Hvatar til nýtingar lokaðs búnaðar og ófrjós lax Í samráðsgátt segir að helstu breytingar og nýmæli frumvarpsins sem snúa að sjókvíaeldi séu eftirfarandi: Auknir hvatar til nýtingar lokaðs búnaðar og ófrjós lax Vöktun í ám með það að markmiði að auka vísindalega þekkingu Áhættustýrt skipulag með innleiðingu smitvarnasvæða. Leyfisveitingar og eftirlit verða einfölduð, m.a. með sameiningu rekstrarleyfis Matvælastofnunar og starfsleyfis Umhverfis- og orkustofnunnar Auknar eftirlitsheimildir Matvælastofnunar og aukin áhersla á rafrænt eftirlit Breytt fyrirkomulag á útfærslu og framkvæmd áhættumats erfðablöndunar Skilvirkari viðbrögð vegna stroks Aukið aðhald og viðbrögð vegna lúsasmits og affalla, m.a. með innheimtu umhverfisgjalds Hertar reglur um eftirlit með kynþroska eldislaxa. Breytt fyrirkomulag á úthlutun til sveitarfélaga úr Fiskeldissjóði „Bæði íslenskt samfélag og fyrirtæki í lagareldi hafa lengi kallað eftir skýrari lagaramma um greinina. Megináherslur þeirra frumvarpsdraga sem nú eru kynnt eru þær að huga að umhverfissjónarmiðum og dýravelferð við uppbyggingu lagareldis til framtíðar, t.d. þegar kemur að hvötum fyrir lokaðar kvíar og ófrjóan lax og auknum eftirlitsheimildum. Á sama tíma er mikilvægt að einfalda stjórnsýsluna og að gjaldtaka taki mið af afkomu greinarinnar og tryggi samkeppnishæfni. Í þessu samhengi vil ég sérstaklega nefna að lagt er til að leggja Fiskeldissjóð niður og að þær fjárhæðir sem runnið hafa í gegnum þann sjóð fari beint til þeirra sveitarfélaga þar sem sjókvíaeldi er stundað,“ er haft eftir Hönnu Katrínu í tilkynningu. Annars eðlis hvað landeldi varðar Í samráðsgátt segir að eðli máls samkvæmt er nauðsyn og tilefni frumvarpsins talsvert annars eðlis þegar kemur að landeldi. Regluverk greinarinnar byggi í dag að mestu leyti á lögum um fiskeldi, sem einkum séu skrifuð með þarfir sjókvíaeldis í huga og nái illa utan um sérstöðu landeldis, svo sem þegar kemur að leyfisveitingum, eftirliti og dýravelferð. Með frumvarpinu sé bætt úr þessu þar sem sérstaklega sé fjallað um landeldi í einum þætti frumvarpsins. Viðamesti hluti þeirrar umfjöllunar lúti að smitvörnum og dýraheilbrigði í landeldi. Með frumvarpinu sé reynt að draga fram þau sérkenni sem skilja að landeldi frá sjókvíaeldi sem helgist af ólíku eldisumhverfi og ólíkum áskorunum, jafnt fyrir rekstraraðila og Matvælastofnun, sem annist eftirlit með starfseminni. Aukinn áhugi á hafeldi Þá segir að í fjórða þætti frumvarpsins sé fjallað um hafeldi en það sé eldi sem er stundað utan fjarðarkerfa. Hafeldi sé enn sem komið er á hugmyndastigi hér á landi en aukinn áhugi hafi verið á slíkri starfsemi síðastliðin ár. „Til að komast að því hvort og hvar hafeldi sé vænlegt í íslenskri lögsögu þarf að ráðast í fjölmargar og ítarlegar rannsóknir. Með frumvarpinu er sniðinn rammi utan um þær rannsóknir og leyfisveitingaferlið en miklu máli skiptir að fyrirsjáanleiki og skýr löggjöf sé fyrir hendi til að styðja við fyrstu skref greinarinnar.“ Veita tilraunum í fjarðabeit lagastoð Að endingu sé að finna nýmæli í frumvarpinu, sem sé fjarðabeit. Í hnotskurn felist í fjarðabeit í að rækta fisk sem er haldið í lokuðu búri á talsverðu dýpi og nærist fiskurinn eingöngu á náttúrulegu dýrasvifi, sem sé laðað að búrinu með ljóstækni. Þessi grein lagareldis sé enn á frumstigi og ætlunin með frumvarpinu að veita tilraunum í greininni lagastoð. Sú reynsla sem fæst með slíkum tilraunum kunni seinna meir að verða tilefni til setningu ítarlegri reglna um slíkan rekstur en lagt er til í þessu frumvarpi. Fiskeldi Sjókvíaeldi Landeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að markmið frumvarpsins sem nú er kynnt varðandi lagareldi sé að styrkja lagaramma atvinnugreinarinnar og sporna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum með því að innleiða hvata og þannig skapa traustari grundvöll fyrir verðmætasköpun og sjálfbæran vöxt greinarinnar til framtíðar. Frumvarpsdrögin geri ráð fyrir að ein heildarlög gildi um starfsemi lagareldis, það er um starfsemi í sjókvíaeldi, landeldi, hafeldi og fjarðabeit. Hvatar til nýtingar lokaðs búnaðar og ófrjós lax Í samráðsgátt segir að helstu breytingar og nýmæli frumvarpsins sem snúa að sjókvíaeldi séu eftirfarandi: Auknir hvatar til nýtingar lokaðs búnaðar og ófrjós lax Vöktun í ám með það að markmiði að auka vísindalega þekkingu Áhættustýrt skipulag með innleiðingu smitvarnasvæða. Leyfisveitingar og eftirlit verða einfölduð, m.a. með sameiningu rekstrarleyfis Matvælastofnunar og starfsleyfis Umhverfis- og orkustofnunnar Auknar eftirlitsheimildir Matvælastofnunar og aukin áhersla á rafrænt eftirlit Breytt fyrirkomulag á útfærslu og framkvæmd áhættumats erfðablöndunar Skilvirkari viðbrögð vegna stroks Aukið aðhald og viðbrögð vegna lúsasmits og affalla, m.a. með innheimtu umhverfisgjalds Hertar reglur um eftirlit með kynþroska eldislaxa. Breytt fyrirkomulag á úthlutun til sveitarfélaga úr Fiskeldissjóði „Bæði íslenskt samfélag og fyrirtæki í lagareldi hafa lengi kallað eftir skýrari lagaramma um greinina. Megináherslur þeirra frumvarpsdraga sem nú eru kynnt eru þær að huga að umhverfissjónarmiðum og dýravelferð við uppbyggingu lagareldis til framtíðar, t.d. þegar kemur að hvötum fyrir lokaðar kvíar og ófrjóan lax og auknum eftirlitsheimildum. Á sama tíma er mikilvægt að einfalda stjórnsýsluna og að gjaldtaka taki mið af afkomu greinarinnar og tryggi samkeppnishæfni. Í þessu samhengi vil ég sérstaklega nefna að lagt er til að leggja Fiskeldissjóð niður og að þær fjárhæðir sem runnið hafa í gegnum þann sjóð fari beint til þeirra sveitarfélaga þar sem sjókvíaeldi er stundað,“ er haft eftir Hönnu Katrínu í tilkynningu. Annars eðlis hvað landeldi varðar Í samráðsgátt segir að eðli máls samkvæmt er nauðsyn og tilefni frumvarpsins talsvert annars eðlis þegar kemur að landeldi. Regluverk greinarinnar byggi í dag að mestu leyti á lögum um fiskeldi, sem einkum séu skrifuð með þarfir sjókvíaeldis í huga og nái illa utan um sérstöðu landeldis, svo sem þegar kemur að leyfisveitingum, eftirliti og dýravelferð. Með frumvarpinu sé bætt úr þessu þar sem sérstaklega sé fjallað um landeldi í einum þætti frumvarpsins. Viðamesti hluti þeirrar umfjöllunar lúti að smitvörnum og dýraheilbrigði í landeldi. Með frumvarpinu sé reynt að draga fram þau sérkenni sem skilja að landeldi frá sjókvíaeldi sem helgist af ólíku eldisumhverfi og ólíkum áskorunum, jafnt fyrir rekstraraðila og Matvælastofnun, sem annist eftirlit með starfseminni. Aukinn áhugi á hafeldi Þá segir að í fjórða þætti frumvarpsins sé fjallað um hafeldi en það sé eldi sem er stundað utan fjarðarkerfa. Hafeldi sé enn sem komið er á hugmyndastigi hér á landi en aukinn áhugi hafi verið á slíkri starfsemi síðastliðin ár. „Til að komast að því hvort og hvar hafeldi sé vænlegt í íslenskri lögsögu þarf að ráðast í fjölmargar og ítarlegar rannsóknir. Með frumvarpinu er sniðinn rammi utan um þær rannsóknir og leyfisveitingaferlið en miklu máli skiptir að fyrirsjáanleiki og skýr löggjöf sé fyrir hendi til að styðja við fyrstu skref greinarinnar.“ Veita tilraunum í fjarðabeit lagastoð Að endingu sé að finna nýmæli í frumvarpinu, sem sé fjarðabeit. Í hnotskurn felist í fjarðabeit í að rækta fisk sem er haldið í lokuðu búri á talsverðu dýpi og nærist fiskurinn eingöngu á náttúrulegu dýrasvifi, sem sé laðað að búrinu með ljóstækni. Þessi grein lagareldis sé enn á frumstigi og ætlunin með frumvarpinu að veita tilraunum í greininni lagastoð. Sú reynsla sem fæst með slíkum tilraunum kunni seinna meir að verða tilefni til setningu ítarlegri reglna um slíkan rekstur en lagt er til í þessu frumvarpi.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Landeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira