Innlent

Leita á­fram við Kirkju­sand

Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Innlent

Dyra­verðir keppist um völd í undir­heimunum

Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil.

Innlent

Til­búinn að leiða flokkinn á­fram

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að hann sé til í að leiða Framsókn og vinnuna áfram, að loknu flokksþingi.

Innlent

Borgar­full­trúi meðal mót­mæ­lenda fyrir utan Tesla

Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland).

Innlent

Ferða­mönnum til landsins fækkar og fækkar

Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Innlent

Enn margt á huldu og mögu­lega þrettán hand­teknir

Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt.

Innlent

Nokkrir þing­menn vilji taka málið til skoðunar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag.

Innlent

Hvað var Trú og líf?

„Við kölluðum okkur Trú og líf því vildum lifa fyrir trú, en við vildum líka hafa lífið og vera lifandi,“ segir Halldór Lárusson, einn af stofnendum og helstu forsvarsmönnum Trúar og lífs, félagsskapar ungs fólks af trúarlegum toga sem var starfandi á níunda áratug síðustu aldar.

Innlent

Sjö hand­teknir og einn stunginn þrisvar

Sjö voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vegna máls þar sem einn var stunginn þrisvar með hnífi og annar laminn í höfuðið í gærkvöldi. Svo kom til átaka milli annarra, hvort sem það mál tengist hinu er ekki ljóst að svo stöddu, en vegna þess máls voru þrír handteknir.

Innlent

Gríðar­lega al­var­legt hafi trúnaður verið rofinn

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu.

Innlent