Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2025 17:26 Bergþór ásamt félögum sínum í Miðflokknum á flokksþinginu í október. Vísir/Lýður Valberg Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos. Bergþór, sem er fyrrverandi Sjálfstæðismaður, hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017. Hann var þingflokksformaður flokksins þar til í september og greindi í framhaldi frá því að hann hygðist bjóða sig fram sem varaformaður flokksins á landsþingi. Svo fór að Bergþór dró framboð sitt til baka, Snorri Másson var kjörinn varaformaður og Bergþór því óbreyttur þingmaður flokksins í dag. Sigríður Á. Andersen er í dag formaður þingflokksins. Laufey Rún Ketilsdóttir, sambýliskona Bergþórs, sagðist í dag vera hætt störfum fyrir Miðflokkinn. Þar hefur hún starfað sem starfsmaður þingflokks í rúmt ár en var áður upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Laufey Rún er eins og Bergþór fyrrverandi Sjálfstæðismaður, starfaði fyrir þingflokkinn og síðar sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen sem þá var dómsmálaráðherra flokksins. Bergþór lá láréttur þegar Vísir náði af honum tali. Hann glímir við svæsið brjósklos og gæti verið að fá inflúensuna í þokkabót. Hann hló að vangaveltum þess efnis að hann væri ósáttur með stöðu sína innan Miðflokksins. „Það er því miður ekki jafnskemmtilegt drama þarna og það hljómar,“ segir Bergþór. Það sé af og frá að hann íhugi að feta í fótspor Birgis Þórarinssonar sem flutti sig um set í fyrra úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir tveir eru báðir á hægri væng stjórnmálanna. Snorri varaformaður, Sigríður þingflokksformaður og Bergþór þingmaður á nýliðnu flokksþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg „Það er enginn fótur fyrir því. Þetta er búin að vera rúllandi saga í átta ár.“ Hann segir tilviljun eina ráða því að starfslok Laufeyjar Rúnar beri upp á sama tíma og kalla þurfi inn varamann á þingið fyrir hann. Hans kraftar núna fari í að jafna sig af brjósklosinu og svo komi hann þeim mun brattari til leiks á nýju ári í baráttuna á þingi. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bergþór, sem er fyrrverandi Sjálfstæðismaður, hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017. Hann var þingflokksformaður flokksins þar til í september og greindi í framhaldi frá því að hann hygðist bjóða sig fram sem varaformaður flokksins á landsþingi. Svo fór að Bergþór dró framboð sitt til baka, Snorri Másson var kjörinn varaformaður og Bergþór því óbreyttur þingmaður flokksins í dag. Sigríður Á. Andersen er í dag formaður þingflokksins. Laufey Rún Ketilsdóttir, sambýliskona Bergþórs, sagðist í dag vera hætt störfum fyrir Miðflokkinn. Þar hefur hún starfað sem starfsmaður þingflokks í rúmt ár en var áður upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Laufey Rún er eins og Bergþór fyrrverandi Sjálfstæðismaður, starfaði fyrir þingflokkinn og síðar sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen sem þá var dómsmálaráðherra flokksins. Bergþór lá láréttur þegar Vísir náði af honum tali. Hann glímir við svæsið brjósklos og gæti verið að fá inflúensuna í þokkabót. Hann hló að vangaveltum þess efnis að hann væri ósáttur með stöðu sína innan Miðflokksins. „Það er því miður ekki jafnskemmtilegt drama þarna og það hljómar,“ segir Bergþór. Það sé af og frá að hann íhugi að feta í fótspor Birgis Þórarinssonar sem flutti sig um set í fyrra úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir tveir eru báðir á hægri væng stjórnmálanna. Snorri varaformaður, Sigríður þingflokksformaður og Bergþór þingmaður á nýliðnu flokksþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg „Það er enginn fótur fyrir því. Þetta er búin að vera rúllandi saga í átta ár.“ Hann segir tilviljun eina ráða því að starfslok Laufeyjar Rúnar beri upp á sama tíma og kalla þurfi inn varamann á þingið fyrir hann. Hans kraftar núna fari í að jafna sig af brjósklosinu og svo komi hann þeim mun brattari til leiks á nýju ári í baráttuna á þingi.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira