Innlent

Grindavíkurgersemin Birna Óla­dóttir fallin frá

Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari.

Innlent

Krist­rún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd á ráðstefnunni Global Progress Action Summit í Lundúnum, þar sem hún tekur þátt í pallborði ásamt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. 

Innlent

Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta

Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni.

Innlent

Telja dagana frá síðasta inn­broti

Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun.

Innlent

Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því

Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín.

Innlent

Skvísur séu al­mennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd

Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

„Þau eru að herja á börnin okkar“

Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu.

Innlent

Lægð sem valdi meiri usla

Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig.

Innlent

Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu

Í ljósi stöðunnar í heimsmálum sér Rauði krossinn á Íslandi tilefni til þess að minna á átakið Vertu klár. Þar er fólk hvatt til þess að hafa vistir og búnað til þriggja daga komi til neyðarástands eins og átaka eða alvarlegrar náttúruvár. Berghildur Erla kannaði málið.

Innlent

Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september.

Innlent

Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð

Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu.

Innlent

Breytingar í vændum á skrif­stofu for­seta

Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið.

Innlent

Austur­stræti orðið að göngu­götu

Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi.

Innlent

Fyrsta trampólín­lægðin væntan­leg á morgun

Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt.

Innlent