Innlent

Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kjartan er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku.
Kjartan er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku.

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir íslenska manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu.

Á miðvikudaginn fyrir rúmri viku var greint frá því að Íslendingar hefðu lent í alvarlegu slysi í Suður Afríku, og kom fram að farþegar í bílnum hefðu verið fjölskyldumeðlimir drengs sem staddur var í meðferð á meðferðarheimilinu Healing Wings.

Fjölskyldan hafði ferðast til Suður Afríku til að eyða jólunum með drengnum og far með jólagjafir til drengjanna þar sem þeir dvöldu.

Ómar Sigurðsson, vinur Kjartans, greinir frá því á samfélagsmiðlum að söfnun hafi verið hrundið af stað fyrir Kjartan.

„Kjartan er sannur vinur. Vinur sem hefur reynst mér hvað best og hefur alltaf verið fyrstur til að rétta fram hjálparhönd þegar ég hef þurft á henni að halda. Það á svo sannarlega við um marga sem þekkja Kjartan. En Kjartan er ekki bara góður vinur, hann er líka ótrúlega góður pabbi,“ segir Ómar.

„Í dag liggur hann í mjög alvarlegu ástandi á spítala í Suður-Afríku og berst fyrir lífi sínu eftir þetta hörmulega slys. Ljóst er að takist honum að ná sér, bíður hans löng og krefjandi endurhæfing. Hann er langt að heiman, í landi sem er svo fjarri okkur sem hér erum.“

Hann útlistar reikningsnúmer Sigvalda, bróður Kjartans, sem sé 0123-15-238284, og kennitölu, 260790-2939.

Söfnun hefur einnig verið hrundið af stað fyrir móður stúlkunnar sem lést í slysinu.


Tengdar fréttir

Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku

Íslendingarnir sem létust í umferðarslysi í Suður-Afríku í vikunni voru þar til að heimsækja íslenskan dreng í fíknimeðferð. Systir drengsins og föðuramma létust í slysinu, en faðir hans liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×