Gagnrýni

Sama húfan, betri tónlist

Ég skal alveg viðurkenna það að Badly Drawn Boy hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér til þessa. Svo eftir að ég hafði rennt þessari plötu hans einu sinni í gegn var ég alveg hissa hversu lítið ég mundi eftir af henni. Hún bara rann í gegn, jafn þægilega og lækjarniður í sveitinni án þess að maður gæfi henni neinn sérstakan gaum.

Gagnrýni

Indí-krakkar á barnum

Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist.

Gagnrýni

Allt er vænt sem vel er grænt

<strong>Shrek 2</strong> Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. 

Gagnrýni

Í landi fáránleikans

Það er varla hægt að tala um að myndin hafi söguþráð sem slíkan og framan af spyr maður sig hvað í ósköpunum maður sé að horfa á. Það fæst enginn botn í þennan stórundarlega og vægast sagt brotakennda söguþráð. Svo segir nánast engin neitt og það litla sem persónurnar láta frá sér fara er algerlega út í hött. Eða hvað?

Gagnrýni

Takið eftir !!!

Ég sá hljómsveitina !!! (sagt chk chk chk ef þið getið það) á Hróarskelduhátíðinni í ár. Rauk beint út í búð þegar ég kom til Köben og keypti mér eintak. Ég hafði heyrt mikið um þessa sveit, en aldrei í.

Gagnrýni

Siglt undir fölsku flaggi

<strong>Around the World in 80 Days</strong> Sjaldan eða aldrei hefur kvikmynd fengið jafn misvísandi titil og þessi nýja útgáfa af Around the World in 80 days.

Gagnrýni

Borgaralega rokkaðir hippar

Þrátt fyrir að ég hafi farið á Hárið, full fyrirheita um að dæma sýninguna á eigin verðleikum er voðalega erfitt að fara ekki út í samanburð á uppfærslu Baltasar frá því fyrir tíu árum.

Gagnrýni

Magnað maður, magnað!

Þó bíósumarið sé rétt hálfnað þori ég að fullyrða að <strong>Spider-Man 2</strong> verði aðalsumarmyndin  í ár. Hún toppar allt sem á undan er gengið og það þarf eitthvað mikið að ganga á til þess að þær sumarmyndir sem enn hafa ekki skilað sér í hús skáki Spider-Man 2.

Gagnrýni

Dauðinn skekur undirheima

Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, sker sig heldur betur úr í persónugalleríi Marvel. Hann er fullkomlega mannlegur og býr ekki yfir neinum yfirnáttúrlegum eiginleikum á borð við Köngulóarmanninn, Daredevil og Wolverine.

Gagnrýni

Bestu tónleikar Íslandssögunnar!

Fallegri hópur af fólki er vandfundinn en sá sem lagði leið sína upp í <strong>Egilshöll</strong> á sunnudagskvöldið. Loksins, <strong>Metallica</strong> á Íslandi. Hver hefði trúað að því að þessi stund myndi renna upp hér, eftir 23ja ára tilvist hljómsveitarinnar?

Gagnrýni

Sama heygarðshornið

Ég kynntist Fear Factory fyrst á Ozzfest-hátíðinni á Bretlandi fyrir einhverjum árum síðan og hef, fyrir tilviljun, séð hana tvisvar síðan. Get seint talist til dyggra unnenda hljómsveitarinnar, hljómur hennar er full vélrænn fyrir minn smekk sem gerir tónlistina illflytjanlega á tónleikum, þó að þar séu Fear Factory-menn alveg ágætir.

Gagnrýni

Blóð, sviti og fár

Ef einhver hefði komið fyrir sprengju í Rússlandi, tónleikasal Klink og Bank, á þriðjudagskvöldið hefði íslensk listalíf verið nokkur ár að jafna sig. Þar söfnuðust nefnilega saman allar helstu listaspírur landsins til þess að bera Peaches augum.

Gagnrýni

Gruggug lækning

Jæja, þá eru jólin hjá mér. Ný plata frá uppáhalds sveitinni minni The Cure. En þá lendi ég í smá vandræðum. Hvernig á ég eiginlega að reyna sannfæra ykkur um að þetta sé góð plata þannig að þið takið eitthvað mark á mér?

Gagnrýni

Nútímastúlka á fornum slóðum

<strong>Inu Yasha: Vol. 1 Höfundur: Rumiko Takahashi</strong> <strong>Rumiko Takahashi er</strong> víst einn ástsælasti myndasöguhöfundur Japans og ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru vel skiljanlegar við lestur á ævintýrinu um púkann <strong>Inu Yasha</strong> sem er hálfur maður og hálfur hundur.

Gagnrýni

Skrattakollurinn góði

<strong>Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne</strong> Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra.

Gagnrýni

Töffari á villigötum

Þeir félagar David Twohy, leikstjóri, og Vin Diesel hafa greinilega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Það var því að sjálfsögðu hlaupið til og gert framhald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur.

Gagnrýni

Frægð en ekki frami

Söngleikurinn Fame var frumsýndur í Smáralindinni á fimmtudagskvöldið fyrir fullu húsi. Stemningin var nokkuð góð og mikil eftirvænting lá í loftinu áður en leikurinn hófst. Ætli það hafi nokkuð verið nema um helmingur gestanna sem hafði einhvern samanburð við bíómyndina eða sjónvarpsþættina, aðrir voru að sjá krakkana á Framabraut í fyrsta sinn.

Gagnrýni

Maðkur í genamysunni

Handritið er sköllótt og sagan illa ígrunduð þannig að engin raunveruleg spenna myndast nokkurn tíma enda er myndin með ólíkindum fyrirsjáanleg.

Gagnrýni

Mánar stálu kvöldinu

Það var á miðvikudagskvöldið sem ég rölti upp í Laugardalshöll til að berja sjálfa Deep Purple augum. Ian Gillan og félagar hafa lengi verið í uppáhaldi og þá sérstaklega plötur af áttunda áratugnum, eins og Burn, In Rock og Fireball.

Gagnrýni

Meeeeeeeee

Ég var helvíti lengi að tengja mig við þessa. Sveitin er bresk og það fyrsta sem hélt mig frá því að ná tengslum var hversu keimlík öðrum breskum sveitum hún er.

Gagnrýni

Skemmtilegt júrótrass

Unglingamyndir þykja ekkert sérstaklega merkilegur pappír, líklega vegna þess að þær eru algerlega staðlaðar og innihaldslausar.

Gagnrýni

Lækning við ástarsorg?

Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.

Gagnrýni

Hefndin er sæt en refingin blóðug

Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, er stórskemmtileg teiknimyndasögupersóna ekki síst vegna þess að hann er gerólíkur hefðbundnu ofurhetjunum. Hann hefur enga yfirnáttúrulega hæfileika, notar skotvopna, líkamsstyrk sinn og herþjálfun í baráttuni við illþýðið.

Gagnrýni