Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Fyrsta umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór af stað með látum um helgina. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar. Körfubolti 6.10.2024 23:33 Frábær leikur Martins dugði ekki Martin Hermannsson átti virkilega góðan leik í liði Alba Berlín sem mátti þola fjögurra stiga tap gegn Bonn í efstu deild þýska körfuboltans, lokatölur 91-87. Körfubolti 6.10.2024 16:46 Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron Bronny James, sonur LeBron James, mun spila með karli föður sínum á komandi tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. Los Angeles Lakers valdi Bronny í nýliðavali deildarinnar en annað lið var með soninn á óskalista sínum en vildi virða óskir föðurins. Körfubolti 6.10.2024 07:01 „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ „Þetta er rosalega breytt lið en Ægir Þór Steinarsson er þarna enn og Ægir var besti maður vallarins,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson þegar Körfuboltakvöld fór yfir sigur liðsins á Val í 1. umferð Bónus deildar karla. Körfubolti 5.10.2024 23:33 Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket máttu þola sex stiga tap gegn UCAM Murcia í framlengdum leik í efstu deild spænska körfuboltans, lokatölur 89-83. Körfubolti 5.10.2024 21:33 Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Helena Sverrisdóttir var tekin inn í heiðurshöll Texas Christian University (TCU) í gær. Hún lék við góðan orðstír með körfuboltaliði skólans 2007-11. Körfubolti 5.10.2024 14:30 Telur að Thomas sé betri en Basile Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra. Körfubolti 5.10.2024 12:16 Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta, þurfti að leita á náðir neyðarþjónustu tannlækna eftir leik liðsins við Álftanes í Forsetahöllinni á fimmtudagskvöldið. Hann var illa útleikinn eftir að hafa fengið olnboga á kjammann. Körfubolti 5.10.2024 10:01 Njarðvík leikur í IceMar-höllinni Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun leika í IceMar-höllinni næstu þrjú árin. Frá þessu var greint á vefsíðu félagsins. Körfubolti 4.10.2024 23:31 „Verðum að vera harðari“ Jamil Abiad stýrði Íslandsmeisturum Vals í fjarveru Finns Freys Stefánssonar er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Stjörnunni í 1. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 4.10.2024 22:00 „Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Baldur Þór Ragnarsson stýrði Stjörnunni til sigurs í sínum fyrsta keppnisleik síðan hann tók við liðinu í sumar. Stjörnumenn réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta leik nýja þjálfarans og unnu 14 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Vals. Körfubolti 4.10.2024 21:39 Uppgjörið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. Körfubolti 4.10.2024 19:32 Uppgjörið: Stjarnan - Valur 95-81 | Sigur gegn meisturunum í fyrsta leik Stjarnan vann virkilega sterkan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 95-81. Körfubolti 4.10.2024 18:17 Allir nema einn völdu Clark sem nýliða ársins Caitlin Clark var valinn nýliði ársins í WNBA deildinni í körfubolta með miklum yfirburðum. Aðeins einum blaðamanni fannst hún ekki vera besti nýliðinn í deildinni. Körfubolti 4.10.2024 09:31 Uppgjörið: Þór Þ. - Njarðvík 93-90 | Þór vann græna slaginn Þór Þorlákshöfn lagði Njarðvík á heimavelli, 93-90, í fyrstu umferð Bónus deildar karla. Körfubolti 3.10.2024 22:56 „Ennisbandið var slegið af honum“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. Körfubolti 3.10.2024 21:59 Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri. Körfubolti 3.10.2024 21:35 Uppgjörið: Álftanes - Keflavík 101-108 | Hasar og læti í framlengdum leik í Forsetahöllinni Keflavík vann góðan sigur á Álftanesi í framlengdum leik þegar liðin mættust í 1. umferð Bónus-deildarinnar á Álftanesi í kvöld. Dramatíkin var allsráðandi undir lokin og tilfinningarnar miklar á vellinum sem og í stúkunni. Körfubolti 3.10.2024 21:16 Uppgjörið: Tindastóll - KR 85-94 | KR-ingar mættir aftur KR bar sigur orð af liði Tindastóls í Bónus Deildinni í dag á Sauðárkróki, lokatölur í leiknum voru 85-94, þægilegur sigur KRinga. Körfubolti 3.10.2024 21:00 Uppgjörið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. Körfubolti 3.10.2024 18:32 Martin mátti þola tap í fyrsta leik EuroLeague Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlin, sem tapaði 77-87 fyrir Panathinaikos, í fyrsta leik evrópukeppni félagsliða í körfubolta, EuroLeague. Körfubolti 3.10.2024 18:29 Finnur Freyr í bann fyrir lætin í Keflavík Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna framkomu hans í leik liðs hans við Keflavík í Meistarakeppni KKÍ síðustu helgi. Hann missir af leik Vals við Stjörnuna annað kvöld. Körfubolti 3.10.2024 13:53 Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. Körfubolti 3.10.2024 09:29 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. Körfubolti 3.10.2024 08:31 „Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin“ Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, gat sennilega ekki beðið um betri byrjun en að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrsta leik haustsins en Stjarnan lagði Keflavík í kvöld 71-64. Körfubolti 2.10.2024 21:55 Aþena með tuttugu stiga sigur í nýliðaslagnum Nýliðar Bónus deildar kvenna, Aþena og Tindastóll, mættust í fyrstu umferð. Þar fór heimaliðið Aþena með öruggan tuttugu stiga sigur, 86-66. Körfubolti 2.10.2024 21:55 Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 71-64 | Baráttuglaðar Stjörnustúlkur lögðu Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar Keflavíkur mættu i heimsókn í Garðabæinn í kvöld með nokkuð laskað lið, en Birna Benónýsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Emilia Ósk Gunnarsdóttir eru allar meiddar og munar þar heldur betur um minna. Körfubolti 2.10.2024 21:00 Ljónagryfjan kvödd: „Hérna var sagan skrifuð“ Komið er að tímamótum í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljónagryfjan sem hefur reynst gjöful í gegnum árin var formlega kvödd í gær og við tekur nýr kafli í nýju íþróttahúsi í Stapaskóla. Teitur Örlygsson, einn sigursælasti körfuboltamaður Íslands, hefur alist upp í Ljónagryfjunni. Upplifað þar stundir sem hann heldur nærri hjarta sínu. Körfubolti 2.10.2024 09:31 GAZið: „Ætla að reyna aðeins meira á mig“ Í öðrum þættinum af GAZinu ræðir Pavel Ermolinskij við Helga Má Magnússon, fyrrverandi leikmann og þjálfara KR. Fara þeir yfir víðan völl en GAZið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Pavels. Körfubolti 1.10.2024 23:02 Haukar og Valur byrja Bónus deildina á sigrum Haukar og Valur unnu bæði sína leiki í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Valur vann Þór Akureyri með fimm stiga mun, 82-77. Haukar lögðu Hamar/Þór með níu stiga mun, 93-84. Körfubolti 1.10.2024 22:31 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 334 ›
Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Fyrsta umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór af stað með látum um helgina. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar. Körfubolti 6.10.2024 23:33
Frábær leikur Martins dugði ekki Martin Hermannsson átti virkilega góðan leik í liði Alba Berlín sem mátti þola fjögurra stiga tap gegn Bonn í efstu deild þýska körfuboltans, lokatölur 91-87. Körfubolti 6.10.2024 16:46
Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron Bronny James, sonur LeBron James, mun spila með karli föður sínum á komandi tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. Los Angeles Lakers valdi Bronny í nýliðavali deildarinnar en annað lið var með soninn á óskalista sínum en vildi virða óskir föðurins. Körfubolti 6.10.2024 07:01
„Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ „Þetta er rosalega breytt lið en Ægir Þór Steinarsson er þarna enn og Ægir var besti maður vallarins,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson þegar Körfuboltakvöld fór yfir sigur liðsins á Val í 1. umferð Bónus deildar karla. Körfubolti 5.10.2024 23:33
Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket máttu þola sex stiga tap gegn UCAM Murcia í framlengdum leik í efstu deild spænska körfuboltans, lokatölur 89-83. Körfubolti 5.10.2024 21:33
Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Helena Sverrisdóttir var tekin inn í heiðurshöll Texas Christian University (TCU) í gær. Hún lék við góðan orðstír með körfuboltaliði skólans 2007-11. Körfubolti 5.10.2024 14:30
Telur að Thomas sé betri en Basile Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra. Körfubolti 5.10.2024 12:16
Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta, þurfti að leita á náðir neyðarþjónustu tannlækna eftir leik liðsins við Álftanes í Forsetahöllinni á fimmtudagskvöldið. Hann var illa útleikinn eftir að hafa fengið olnboga á kjammann. Körfubolti 5.10.2024 10:01
Njarðvík leikur í IceMar-höllinni Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun leika í IceMar-höllinni næstu þrjú árin. Frá þessu var greint á vefsíðu félagsins. Körfubolti 4.10.2024 23:31
„Verðum að vera harðari“ Jamil Abiad stýrði Íslandsmeisturum Vals í fjarveru Finns Freys Stefánssonar er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Stjörnunni í 1. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 4.10.2024 22:00
„Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Baldur Þór Ragnarsson stýrði Stjörnunni til sigurs í sínum fyrsta keppnisleik síðan hann tók við liðinu í sumar. Stjörnumenn réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta leik nýja þjálfarans og unnu 14 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Vals. Körfubolti 4.10.2024 21:39
Uppgjörið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. Körfubolti 4.10.2024 19:32
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 95-81 | Sigur gegn meisturunum í fyrsta leik Stjarnan vann virkilega sterkan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 95-81. Körfubolti 4.10.2024 18:17
Allir nema einn völdu Clark sem nýliða ársins Caitlin Clark var valinn nýliði ársins í WNBA deildinni í körfubolta með miklum yfirburðum. Aðeins einum blaðamanni fannst hún ekki vera besti nýliðinn í deildinni. Körfubolti 4.10.2024 09:31
Uppgjörið: Þór Þ. - Njarðvík 93-90 | Þór vann græna slaginn Þór Þorlákshöfn lagði Njarðvík á heimavelli, 93-90, í fyrstu umferð Bónus deildar karla. Körfubolti 3.10.2024 22:56
„Ennisbandið var slegið af honum“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. Körfubolti 3.10.2024 21:59
Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri. Körfubolti 3.10.2024 21:35
Uppgjörið: Álftanes - Keflavík 101-108 | Hasar og læti í framlengdum leik í Forsetahöllinni Keflavík vann góðan sigur á Álftanesi í framlengdum leik þegar liðin mættust í 1. umferð Bónus-deildarinnar á Álftanesi í kvöld. Dramatíkin var allsráðandi undir lokin og tilfinningarnar miklar á vellinum sem og í stúkunni. Körfubolti 3.10.2024 21:16
Uppgjörið: Tindastóll - KR 85-94 | KR-ingar mættir aftur KR bar sigur orð af liði Tindastóls í Bónus Deildinni í dag á Sauðárkróki, lokatölur í leiknum voru 85-94, þægilegur sigur KRinga. Körfubolti 3.10.2024 21:00
Uppgjörið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. Körfubolti 3.10.2024 18:32
Martin mátti þola tap í fyrsta leik EuroLeague Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlin, sem tapaði 77-87 fyrir Panathinaikos, í fyrsta leik evrópukeppni félagsliða í körfubolta, EuroLeague. Körfubolti 3.10.2024 18:29
Finnur Freyr í bann fyrir lætin í Keflavík Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna framkomu hans í leik liðs hans við Keflavík í Meistarakeppni KKÍ síðustu helgi. Hann missir af leik Vals við Stjörnuna annað kvöld. Körfubolti 3.10.2024 13:53
Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. Körfubolti 3.10.2024 09:29
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. Körfubolti 3.10.2024 08:31
„Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin“ Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, gat sennilega ekki beðið um betri byrjun en að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrsta leik haustsins en Stjarnan lagði Keflavík í kvöld 71-64. Körfubolti 2.10.2024 21:55
Aþena með tuttugu stiga sigur í nýliðaslagnum Nýliðar Bónus deildar kvenna, Aþena og Tindastóll, mættust í fyrstu umferð. Þar fór heimaliðið Aþena með öruggan tuttugu stiga sigur, 86-66. Körfubolti 2.10.2024 21:55
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 71-64 | Baráttuglaðar Stjörnustúlkur lögðu Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar Keflavíkur mættu i heimsókn í Garðabæinn í kvöld með nokkuð laskað lið, en Birna Benónýsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Emilia Ósk Gunnarsdóttir eru allar meiddar og munar þar heldur betur um minna. Körfubolti 2.10.2024 21:00
Ljónagryfjan kvödd: „Hérna var sagan skrifuð“ Komið er að tímamótum í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljónagryfjan sem hefur reynst gjöful í gegnum árin var formlega kvödd í gær og við tekur nýr kafli í nýju íþróttahúsi í Stapaskóla. Teitur Örlygsson, einn sigursælasti körfuboltamaður Íslands, hefur alist upp í Ljónagryfjunni. Upplifað þar stundir sem hann heldur nærri hjarta sínu. Körfubolti 2.10.2024 09:31
GAZið: „Ætla að reyna aðeins meira á mig“ Í öðrum þættinum af GAZinu ræðir Pavel Ermolinskij við Helga Má Magnússon, fyrrverandi leikmann og þjálfara KR. Fara þeir yfir víðan völl en GAZið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Pavels. Körfubolti 1.10.2024 23:02
Haukar og Valur byrja Bónus deildina á sigrum Haukar og Valur unnu bæði sína leiki í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Valur vann Þór Akureyri með fimm stiga mun, 82-77. Haukar lögðu Hamar/Þór með níu stiga mun, 93-84. Körfubolti 1.10.2024 22:31
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti