Lífið

Vann eftir­sótt verð­laun með frum­raun sinni

Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni.

Lífið

Gáfu börnum með einhverfu Lúllu

Fyrirtækið RóRó sem hannar og gefur meðal annars út Lúlla Doll vöruna gaf á dögunum yfir hundrað vörur til barna með einhverfu og eru sum barnanna sem fengu dúkkuna búsett í Úkraínu.

Lífið

Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn

Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög.

Lífið

Hróarskelda loksins haldin

Danska tónlistarhátíðin Hróarskelda fer fram dagana 25. júní til 2. júlí í fyrsta skipti síðan 2019. Einnig er verið að halda upp á fimmtíu ára afmæli hátíðarinnar sem átti þó í raun að vera fagnað í fyrra en Hróarskelda fór fram í fyrsta skipti árið 1971. 

Lífið

Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 

Lífið

Fyrsta úthlutun Elsusjóðs

Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu.

Lífið

Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra

Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans.

Lífið

Kristín Sif og Stefán Jak yfir sig ást­fangin

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, og Stefán Jak­obs­son, söngv­ari í Dimmu eru nýtt par en parið birti myndir af sér á Instagram í dag þar sem má sjá þau njóta lífsins saman í Berlín.

Lífið

Travis Barker með brisbólgu

Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu.

Lífið

„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“

Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. 

Lífið

Gaman að kyssa vinkonu sína

Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 

Lífið

Mikilvægar æfingar fyrir göngugarpinn frá Önnu Eiríks

Þjálfarinn Anna Eiríksdóttir nýtur þess að styrkja líkamann með góðri hreyfingu og deilir mikilvægum æfingum fyrir göngugarpa hér á Vísi. Hún skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu og við gefum henni orðið:

Lífið

James Corden skreytir skrifstofu Joe Bidens í Hvíta húsinu

Þáttastjórnandinn James Corden gerði sér lítið fyrir og heimsótti Bandaríkjaforsetann Joe Biden í Hvíta húsið til þess að fríska upp á skrifstofuna hans. Í klippu sem var birt úr þættinum má sjá hann færa forsetanum ávaxtaskál og setja upp mynd af sér og Harry Styles.

Lífið

Heldur stærstu tón­­leika sumarsins komin 35 vikur á leið

Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ólafs, er ein af skipuleggjendunum bak við tónleika breska rapparans Skepta í Valshöllinni 1. júlí næstkomandi. Ekki nóg með að halda eina stærstu tónleika sumarsins heldur verður Sigga komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram.

Lífið

Svala Björgvins komin á fast

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er komin með nýjan kærasta, Alexander Egholm Alexandersson, og segist vera mjög hamingjusöm. Parið hefur verið að stinga saman nefjum í nokkrar vikur og eru nú komin á fast.

Lífið

„Ég leyfi mér að dreyma“

Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið