Lífið

Sagði strákunum mínum frá kjafta­sögum um mig

Sigmar Vilhjálmsson segir að það hafi verið erfitt að viðurkenna fyrir strákunum sínum að hann hafi misst bílprófið eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. Simmi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa dauðskammast sín fyrir atburðarrásina í kringum bílprófsmissinn, ekki síst af því að hann vilji vera góð fyrirmynd fyrir drengina sína.

Lífið

Marvel stjarna dæmd fyrir heimilis­of­beldi

Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag. 

Lífið

Sköll­óttur rakari á Siglu­firði gerir það gott

Eini rakarinn á Siglufirði, sem er sköllóttur segist ekki mynda þiggja það að fá hár aftur enda sé dásamlegt að vera sköllóttur. Rakarinn hefur hins vegar meira en nóg að gera í vinnunni við að klippa heimamenn og snyrta skeggið á körlunum.

Lífið

Tvö féllu í yfir­lið og allur varningur seldist upp

Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. 

Lífið

Magnús Scheving selur slotið við Sunnuflöt

Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, og eiginkona hans, Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt 37 í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 225 milljónir. 

Lífið

Glæsikerran fór beint á sölu

Svartur Porsche Cayanne, sem Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, gaf kærustu sinni Hafdísi Björg Kristjánsdóttur í snemmbúna jólagjöf, er kominn á sölu. Kristján segir Hafdísi einfaldlega langa í annan bíl.

Lífið

Berg­lind Björg og Kristján eignuðust dreng

Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður París Saint-Germain í Frakklandi, og kærasti hennar, Kristján Sigurðsson slökkviliðsmaður eignuðust frumburð sinn 8. desember síðastliðinn. 

Lífið

Stjörnulífið: Jóla­gleði, rauðar varir og IceGuys

Stórafmæli, tónleikar og almennur jólaundirbúningur var áberandi hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Stjörnulögfræðingurinn Villi Vill fór út á lífið á Ítalíu með knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, Sigga Beinteins og kærastan hennar, Eygló Rós fóru á Kjarval á meðan Logi Bergmann skemmti sér á tónleikum Auðar í Iðnó á laugardagskvöldið.

Lífið

Sigga Beinteins slær sér upp

Söngdívan Sigríður Beinteinsdóttir er komin með glæsilega konu upp á arminn. Sú heppna heitir Eygló Rós Glódís Agnarsdóttir og ljóst að þar er á ferðinni eitt glæsilegasta par landsins.

Lífið

„Er ekki dýrt að eiga svona barn?“

„Ég fæ reglulega spurningar eins og „Er þetta ekki erfitt?“ eða „Hvernig farið þið að þessu?“ segir Guðný Erla Guðnadóttir, móðir hins sjö ára gamla Sigurðar Hjálmars. Sigurður Hjálmar er greindur með ódæmigerða einhverfu, þroskahömlun, ADHD, hegðunarerfiðleika, frávik í gróf og fínhreyfifærni og frávik í skynjun.

Lífið

Klara Elías trú­lofuð

Söngkonan Klara Elías sem sem söng í hljómsveitinni Nylon er trúlofuð samkvæmt færslu sem hún birti á Instagram í dag. Sá heppni heitir Jeremy Aclipen og er bardagaíþróttakappi.

Lífið

Þakk­látur fyrir fag­mennsku og góð­vild

Sundkappinn söngelski Már Gunnarsson segist gríðarlega ánægður með þjónustu Play í flugi sínu heim til landsins í dag. Hann og hundurinn hans Max voru kampakátir og segja það hafa verið besta flug þeirra til þessa.

Lífið

Áttu von á tví­burum en komu heim með eitt barn

Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða.

Lífið

Manstu eftir Akra­borginni?

Á árunum 1956 til 1998 var Akraborgin helsta fólksflutningaleiðin yfir Faxaflóa. Ófáir Íslendingar eiga minningar af ferðum með Akraborginni enda flutti skipið um 250 þúsund farþega á ári.

Lífið

Vann á Ís­landi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferða­lagi

Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi.

Lífið

Að verða edrú breytti öllu

Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. 

Lífið

Dánar­or­sök Matthew Perry ljós

Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni.

Lífið